Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2025 16:51 Ísraelar mótmæla stríðsrekstri Ísraelshers á Gasa. AP Hjálparstarfsmaður UNRWA staddur á Gasa lýsir fólkinu þar sem hvorki lífs né liðnu, heldur einfaldlega sem gangandi líkum. Aðstæður á svæðinu eru þess eðlis að hjálparstarfsfólk og blaðamenn geta vart unnið vinnuna sína. Fleiri en hundrað alþjóðleg hjálparsamtök sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu á dögunum að hungursneyð breiðist nú út um Gasa og ríkisstjórnir heimsins þurfi að grípa í taumana hið snarasta. Philippe Lazzarini stjórnarmaður í UNRWA segir frá því að hjálparstarfsfólk á Gasa falli í yfirlið við störf í vaxandi mæli og þurfi að lifa af á einni lítilli máltíð á dag. Hann greinir frá stöðunni í færslu á X, sem miðlar um allan heim hafa eftir. Lazzarini segir að UNRWA samtökin séu með neyðarbirgðir bæði í Jórdaníu og Egyptalandi sem gætu hlaðið sex þúsund flutningabíla og komið til Gasa. Hann biðlar til ísraelskra stjórnvalda að heimila öruggan flutning á birgðunum yfir landamærin. Hann segir að eitt af hverjum fimm börnum glími við næringarskort í Gasaborg og tilfellum fjölgi daglega. Flest börn sem starfsfólk UNRWA hafi aðstoðað eigi á hættu að deyja fái þau ekki þá meðhöndlun sem þau bráðvantar en skortur er á. Af meira en hundrað íbúum Gasa sem hafa dáið úr hungri á dögunum séu börn í meiri hluta. „Þessar hörmungar hafa áhrif á alla, þar með talið þá sem eru að reyna að bjarga lífum á þessu stríðshrjáða svæði,“ segir Lazzarini. Þegar hjálparstarfsfólk sé orðið vannært sé allt mannúðarstarf að þrotum komið. „Foreldrar eru of svangir til að sjá um börnin sín. Þeir sem drífa að sjúkrahúsum UNRWA hafa hvorki orku, mat né bjargir til að fara að læknisráði. Fjölskyldur ráða ekki lengur við þetta, þær eru að brotna niður, ófærar um að lifa af,“ segir Lazzarini. Hungursneyð ógnar blaðamönnum Í sameiginlegri yfirlýsingu frá breska ríkisútvarpinu, Agence France-Presse (AFP), Associated Press (AP) og Reuters lýsa miðlarnir fjórir yfir miklum áhyggjum af blaðamönnum sem starfa á Gasa. Þeir eigi erfitt með að sjá sér og fjölskyldum sínum fyrir mat. Blaðamönnum erlendra fréttamiðla hefur verið meinaður aðgangur að Gasa og miðlarnir því reitt sig á sjálfstætt starfandi blaðamenn sem búa á svæðinu. „Í marga mánuði hafa þessir sjálfstæðu blaðamenn verið augu og eyru heimsbyggðarinnar á Gasa,“ segir í yfirlýsingu miðlanna. „Blaðamenn þurfa að mæta bæði skorti og mótlæti á átakasvæðum við erum mjög óttasleginn yfir því að hungursneyð sé enn ein ógnin á hendur þeim. Enn og aftur biðlum við til ísraelskra yfirvalda að hleypa blaðamönnum inn og út úr Gasa. Það er jafnframt lykilatriði að fólkið á Gasa fái nægilegar matarbirgðir.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Fleiri en hundrað alþjóðleg hjálparsamtök sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu á dögunum að hungursneyð breiðist nú út um Gasa og ríkisstjórnir heimsins þurfi að grípa í taumana hið snarasta. Philippe Lazzarini stjórnarmaður í UNRWA segir frá því að hjálparstarfsfólk á Gasa falli í yfirlið við störf í vaxandi mæli og þurfi að lifa af á einni lítilli máltíð á dag. Hann greinir frá stöðunni í færslu á X, sem miðlar um allan heim hafa eftir. Lazzarini segir að UNRWA samtökin séu með neyðarbirgðir bæði í Jórdaníu og Egyptalandi sem gætu hlaðið sex þúsund flutningabíla og komið til Gasa. Hann biðlar til ísraelskra stjórnvalda að heimila öruggan flutning á birgðunum yfir landamærin. Hann segir að eitt af hverjum fimm börnum glími við næringarskort í Gasaborg og tilfellum fjölgi daglega. Flest börn sem starfsfólk UNRWA hafi aðstoðað eigi á hættu að deyja fái þau ekki þá meðhöndlun sem þau bráðvantar en skortur er á. Af meira en hundrað íbúum Gasa sem hafa dáið úr hungri á dögunum séu börn í meiri hluta. „Þessar hörmungar hafa áhrif á alla, þar með talið þá sem eru að reyna að bjarga lífum á þessu stríðshrjáða svæði,“ segir Lazzarini. Þegar hjálparstarfsfólk sé orðið vannært sé allt mannúðarstarf að þrotum komið. „Foreldrar eru of svangir til að sjá um börnin sín. Þeir sem drífa að sjúkrahúsum UNRWA hafa hvorki orku, mat né bjargir til að fara að læknisráði. Fjölskyldur ráða ekki lengur við þetta, þær eru að brotna niður, ófærar um að lifa af,“ segir Lazzarini. Hungursneyð ógnar blaðamönnum Í sameiginlegri yfirlýsingu frá breska ríkisútvarpinu, Agence France-Presse (AFP), Associated Press (AP) og Reuters lýsa miðlarnir fjórir yfir miklum áhyggjum af blaðamönnum sem starfa á Gasa. Þeir eigi erfitt með að sjá sér og fjölskyldum sínum fyrir mat. Blaðamönnum erlendra fréttamiðla hefur verið meinaður aðgangur að Gasa og miðlarnir því reitt sig á sjálfstætt starfandi blaðamenn sem búa á svæðinu. „Í marga mánuði hafa þessir sjálfstæðu blaðamenn verið augu og eyru heimsbyggðarinnar á Gasa,“ segir í yfirlýsingu miðlanna. „Blaðamenn þurfa að mæta bæði skorti og mótlæti á átakasvæðum við erum mjög óttasleginn yfir því að hungursneyð sé enn ein ógnin á hendur þeim. Enn og aftur biðlum við til ísraelskra yfirvalda að hleypa blaðamönnum inn og út úr Gasa. Það er jafnframt lykilatriði að fólkið á Gasa fái nægilegar matarbirgðir.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira