Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Bjarki Sigurðsson skrifar 24. júlí 2025 21:54 Bergur Þorri Benjamínsson er formaður aðgengishóps ÖBÍ. Vísir/Bjarni Fólk með fötlun lendir ítrekað í því að fá sektir fyrir að greiða ekki í bílastæði, þrátt fyrir að það þurfi ekki að borga. Formaður aðgengishóps segir atvik sem þessi ólíðandi. „Fatlað fólk á ekki að þurfa að borga fyrir bílastæði hvort sem þau eru ofanjarðar, neðanjarðar, inni á gjaldskyldu bílastæði eða ekki. Samt sem áður er það að gerast aftur og aftur og aftur. Og það er bara óþolandi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður aðgengishóps ÖBÍ. Þeir með stöðukort hreyfihamlaðra lenda ítrekað í vandræðum þegar þeir eru að leggja á höfuðborgarsvæðinu. Oft eru lagðar sektir á ökutæki með stöðukorti og því fylgir tilheyrandi vesen fyrir ökumennina að fá þær niðurfelldar. Bergur Þorri hefur lengi barist fyrir því að ástandið verði lagað, en lítið hefur gerst. „Við erum með plastkort í framrúðunni. Það er ekki tengt við nein greiðslukerfi, gagnagrunna, eða neitt. Þannig þegar menn eru með eftirlit, hvort sem það er mannað eða eftirlitsbílar eða hvað, þá fær fatlað fólk bara sektir í unnvörpum,“ segir Bergur Þorri. Fréttastofa hefur ítrekað fjallað um aukinn fjölda einkarekinna bílastæðafyrirtækja og ný gjaldsvæði sem spretta upp eins og gorkúlur. Fatlaðir lenda oft í vandræðum með þessi fyrirtæki, þegar fyrirtækin reyna að rukka fólk, sama þótt það sé með stæðiskort hreyfihamlaðra. „Sum þeirra reyna að búa til einhverja gátt svo við getum skráð upplýsingar. Bílnúmer, eiganda bíls, númer á stæðiskorti og svo framvegis, en þessi leið er ofboðslega torsótt. Við erum í mörg, mörg ár búin að reyna að fá fólk til að koma í þessa stafrænu vegferð svo við séum í raun undanþegin þessum gjöldum, en það er ekki að gerast. Fólk er að fá sektir hingað, þangað og alls staðar,“ segir Bergur Þorri. „Það eru auðvitað ótrúlega margir sem bara borga og láta sig hafa það. Til að þurfa ekki að vera í þessu umstangi. En þú ert ekki mjög góðu tímakaupi til að fá þetta niðurfellt, en það er í rauninni eina leiðin.“ Málefni fatlaðs fólks Bílastæði Samgöngur Neytendur Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
„Fatlað fólk á ekki að þurfa að borga fyrir bílastæði hvort sem þau eru ofanjarðar, neðanjarðar, inni á gjaldskyldu bílastæði eða ekki. Samt sem áður er það að gerast aftur og aftur og aftur. Og það er bara óþolandi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður aðgengishóps ÖBÍ. Þeir með stöðukort hreyfihamlaðra lenda ítrekað í vandræðum þegar þeir eru að leggja á höfuðborgarsvæðinu. Oft eru lagðar sektir á ökutæki með stöðukorti og því fylgir tilheyrandi vesen fyrir ökumennina að fá þær niðurfelldar. Bergur Þorri hefur lengi barist fyrir því að ástandið verði lagað, en lítið hefur gerst. „Við erum með plastkort í framrúðunni. Það er ekki tengt við nein greiðslukerfi, gagnagrunna, eða neitt. Þannig þegar menn eru með eftirlit, hvort sem það er mannað eða eftirlitsbílar eða hvað, þá fær fatlað fólk bara sektir í unnvörpum,“ segir Bergur Þorri. Fréttastofa hefur ítrekað fjallað um aukinn fjölda einkarekinna bílastæðafyrirtækja og ný gjaldsvæði sem spretta upp eins og gorkúlur. Fatlaðir lenda oft í vandræðum með þessi fyrirtæki, þegar fyrirtækin reyna að rukka fólk, sama þótt það sé með stæðiskort hreyfihamlaðra. „Sum þeirra reyna að búa til einhverja gátt svo við getum skráð upplýsingar. Bílnúmer, eiganda bíls, númer á stæðiskorti og svo framvegis, en þessi leið er ofboðslega torsótt. Við erum í mörg, mörg ár búin að reyna að fá fólk til að koma í þessa stafrænu vegferð svo við séum í raun undanþegin þessum gjöldum, en það er ekki að gerast. Fólk er að fá sektir hingað, þangað og alls staðar,“ segir Bergur Þorri. „Það eru auðvitað ótrúlega margir sem bara borga og láta sig hafa það. Til að þurfa ekki að vera í þessu umstangi. En þú ert ekki mjög góðu tímakaupi til að fá þetta niðurfellt, en það er í rauninni eina leiðin.“
Málefni fatlaðs fólks Bílastæði Samgöngur Neytendur Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira