Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 08:20 Bezalel Smotrich fjármálaráðherra er fyrir miðju. EPA/Abir Sultan Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu. Breski miðillinn Guardian hefur fundarskjölin undir höndum en þar eru kynnt áform um að hrekja tvær milljónir manna frá heimilum sínum, reisa 850 þúsund húsnæðiseiningar og byggja svokallaðar hátækniborgir þar sem öll viðskipti fara fram með rafmyntum, eins konar háþróaðan lúxusáfangastað fyrir ísraelska og vestræna ferðamenn. „Réttur ísraelsku þjóðarinnar til landnáms, uppbyggingar og varðveislu þessa lands er ekki bara sögulegur heldur er hann nauðsynlegur fyrir öryggi þjóðarinnar,“ segir í fundarskjölunum. Jafngildir gettóum nasista Ljóst er þó að erfitt verður að reisa hátt í milljón húsnæðiseiningar á hinni þéttbýlu Gasaströnd en Ísraelsher hefur undanfarna mánuði staðið í ströngu við að jafna heilu borgirnar við jörðu. Ísraelsmenn miða að því að koma hundruðum þúsunda, þeim sem ekki svelta á næstu vikum og mánuðum, fyrir í svokallaðri „mannúðarborg“ sem sérfræðingur jafnt innan Ísraels sem utan segja jaðra við gettó nasista. Áform landtökumannanna minna einnig á orðræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um hina svokölluðu Gasarivíeru þar sem reist yrði röð lúxushótela og bandarískra skyndibitakeðja þegar búið er að ryðja burt það sem eftir stendur af borgum Palestínumanna. Guardian bar fundarskjölin undir Michael Sfard sem er ísraelskur mannréttindalögmaður. „Þetta er aðgerðaráætlun fyrir þjóðernishreinsun. Samkvæmt alþjóðalögum jafngildir þetta glæp gegn mannkyninu vegna þess að brottrekstur er stríðsglæpur þegar hann er framkvæmdur á smáum skala og glæpur gegn mannkyninu þegar hann er framkvæmdur á risavöxnum skala,“ sagði hann. Gasabúar fari til „afrískra landa“ Bezalel Smotrich er fjármálaráðherra í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra. Hann er gífurlega umdeildur og sætir, ásamt Itamar Ben-Gvír öryggismálaráðherra og landtökumanns, ferðabanni í Bretlandi, Ástralíu og Noregi meðal annarra landa. Hann lagði sína blessun yfir áætlunina og hafði sér til fulltingis Daníellu Weiss sem er forsvarsmaður öfgafullra samtaka þjóðarmorðssinna og landtökumanna sem kalla sig Nachala. Samtökin kalla eftir landtöku á Gasasvæðinu og vilja reisa þar ísraelskar byggðir. Hún ræddi einnig við blaðamenn Guardian. „Gasabúar verða ekki þarna mikið lengur. Þeir fara til annarra landa. Við munum berjast við liðsmenn Hamas en þeir sem vilja lifa eðlilegu lífi þeir verða að yfirgefa Gasa vegna árásarinnar sjöunda október,“ sagði hún og klykkti út með að Palestínumenn verði gerðir brottrækir til Egyptalands og annarra „afrískra landa.“ Á meðan ráðstefnan fór fram í þingsaæ Ísraela svarf hungrið enn frekar að íbúum Gasastrandarinnar. Á fimmta tug manns hafa soltið í hel á síðustu fjórum dögum og hungurmorð heillar þjóðar vofir yfir. Ísraelsmenn hafa lokað fyrir nánast allar mannúðarbirgðir og hafa ítrekað verið staðnir að því að myrða Palestínumenn þar sem þeir bíða í röðum á birgðaútdeilingarstöðvum Ísraelsmanna. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Breski miðillinn Guardian hefur fundarskjölin undir höndum en þar eru kynnt áform um að hrekja tvær milljónir manna frá heimilum sínum, reisa 850 þúsund húsnæðiseiningar og byggja svokallaðar hátækniborgir þar sem öll viðskipti fara fram með rafmyntum, eins konar háþróaðan lúxusáfangastað fyrir ísraelska og vestræna ferðamenn. „Réttur ísraelsku þjóðarinnar til landnáms, uppbyggingar og varðveislu þessa lands er ekki bara sögulegur heldur er hann nauðsynlegur fyrir öryggi þjóðarinnar,“ segir í fundarskjölunum. Jafngildir gettóum nasista Ljóst er þó að erfitt verður að reisa hátt í milljón húsnæðiseiningar á hinni þéttbýlu Gasaströnd en Ísraelsher hefur undanfarna mánuði staðið í ströngu við að jafna heilu borgirnar við jörðu. Ísraelsmenn miða að því að koma hundruðum þúsunda, þeim sem ekki svelta á næstu vikum og mánuðum, fyrir í svokallaðri „mannúðarborg“ sem sérfræðingur jafnt innan Ísraels sem utan segja jaðra við gettó nasista. Áform landtökumannanna minna einnig á orðræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um hina svokölluðu Gasarivíeru þar sem reist yrði röð lúxushótela og bandarískra skyndibitakeðja þegar búið er að ryðja burt það sem eftir stendur af borgum Palestínumanna. Guardian bar fundarskjölin undir Michael Sfard sem er ísraelskur mannréttindalögmaður. „Þetta er aðgerðaráætlun fyrir þjóðernishreinsun. Samkvæmt alþjóðalögum jafngildir þetta glæp gegn mannkyninu vegna þess að brottrekstur er stríðsglæpur þegar hann er framkvæmdur á smáum skala og glæpur gegn mannkyninu þegar hann er framkvæmdur á risavöxnum skala,“ sagði hann. Gasabúar fari til „afrískra landa“ Bezalel Smotrich er fjármálaráðherra í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra. Hann er gífurlega umdeildur og sætir, ásamt Itamar Ben-Gvír öryggismálaráðherra og landtökumanns, ferðabanni í Bretlandi, Ástralíu og Noregi meðal annarra landa. Hann lagði sína blessun yfir áætlunina og hafði sér til fulltingis Daníellu Weiss sem er forsvarsmaður öfgafullra samtaka þjóðarmorðssinna og landtökumanna sem kalla sig Nachala. Samtökin kalla eftir landtöku á Gasasvæðinu og vilja reisa þar ísraelskar byggðir. Hún ræddi einnig við blaðamenn Guardian. „Gasabúar verða ekki þarna mikið lengur. Þeir fara til annarra landa. Við munum berjast við liðsmenn Hamas en þeir sem vilja lifa eðlilegu lífi þeir verða að yfirgefa Gasa vegna árásarinnar sjöunda október,“ sagði hún og klykkti út með að Palestínumenn verði gerðir brottrækir til Egyptalands og annarra „afrískra landa.“ Á meðan ráðstefnan fór fram í þingsaæ Ísraela svarf hungrið enn frekar að íbúum Gasastrandarinnar. Á fimmta tug manns hafa soltið í hel á síðustu fjórum dögum og hungurmorð heillar þjóðar vofir yfir. Ísraelsmenn hafa lokað fyrir nánast allar mannúðarbirgðir og hafa ítrekað verið staðnir að því að myrða Palestínumenn þar sem þeir bíða í röðum á birgðaútdeilingarstöðvum Ísraelsmanna.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira