Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 08:20 Bezalel Smotrich fjármálaráðherra er fyrir miðju. EPA/Abir Sultan Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu. Breski miðillinn Guardian hefur fundarskjölin undir höndum en þar eru kynnt áform um að hrekja tvær milljónir manna frá heimilum sínum, reisa 850 þúsund húsnæðiseiningar og byggja svokallaðar hátækniborgir þar sem öll viðskipti fara fram með rafmyntum, eins konar háþróaðan lúxusáfangastað fyrir ísraelska og vestræna ferðamenn. „Réttur ísraelsku þjóðarinnar til landnáms, uppbyggingar og varðveislu þessa lands er ekki bara sögulegur heldur er hann nauðsynlegur fyrir öryggi þjóðarinnar,“ segir í fundarskjölunum. Jafngildir gettóum nasista Ljóst er þó að erfitt verður að reisa hátt í milljón húsnæðiseiningar á hinni þéttbýlu Gasaströnd en Ísraelsher hefur undanfarna mánuði staðið í ströngu við að jafna heilu borgirnar við jörðu. Ísraelsmenn miða að því að koma hundruðum þúsunda, þeim sem ekki svelta á næstu vikum og mánuðum, fyrir í svokallaðri „mannúðarborg“ sem sérfræðingur jafnt innan Ísraels sem utan segja jaðra við gettó nasista. Áform landtökumannanna minna einnig á orðræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um hina svokölluðu Gasarivíeru þar sem reist yrði röð lúxushótela og bandarískra skyndibitakeðja þegar búið er að ryðja burt það sem eftir stendur af borgum Palestínumanna. Guardian bar fundarskjölin undir Michael Sfard sem er ísraelskur mannréttindalögmaður. „Þetta er aðgerðaráætlun fyrir þjóðernishreinsun. Samkvæmt alþjóðalögum jafngildir þetta glæp gegn mannkyninu vegna þess að brottrekstur er stríðsglæpur þegar hann er framkvæmdur á smáum skala og glæpur gegn mannkyninu þegar hann er framkvæmdur á risavöxnum skala,“ sagði hann. Gasabúar fari til „afrískra landa“ Bezalel Smotrich er fjármálaráðherra í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra. Hann er gífurlega umdeildur og sætir, ásamt Itamar Ben-Gvír öryggismálaráðherra og landtökumanns, ferðabanni í Bretlandi, Ástralíu og Noregi meðal annarra landa. Hann lagði sína blessun yfir áætlunina og hafði sér til fulltingis Daníellu Weiss sem er forsvarsmaður öfgafullra samtaka þjóðarmorðssinna og landtökumanna sem kalla sig Nachala. Samtökin kalla eftir landtöku á Gasasvæðinu og vilja reisa þar ísraelskar byggðir. Hún ræddi einnig við blaðamenn Guardian. „Gasabúar verða ekki þarna mikið lengur. Þeir fara til annarra landa. Við munum berjast við liðsmenn Hamas en þeir sem vilja lifa eðlilegu lífi þeir verða að yfirgefa Gasa vegna árásarinnar sjöunda október,“ sagði hún og klykkti út með að Palestínumenn verði gerðir brottrækir til Egyptalands og annarra „afrískra landa.“ Á meðan ráðstefnan fór fram í þingsaæ Ísraela svarf hungrið enn frekar að íbúum Gasastrandarinnar. Á fimmta tug manns hafa soltið í hel á síðustu fjórum dögum og hungurmorð heillar þjóðar vofir yfir. Ísraelsmenn hafa lokað fyrir nánast allar mannúðarbirgðir og hafa ítrekað verið staðnir að því að myrða Palestínumenn þar sem þeir bíða í röðum á birgðaútdeilingarstöðvum Ísraelsmanna. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Breski miðillinn Guardian hefur fundarskjölin undir höndum en þar eru kynnt áform um að hrekja tvær milljónir manna frá heimilum sínum, reisa 850 þúsund húsnæðiseiningar og byggja svokallaðar hátækniborgir þar sem öll viðskipti fara fram með rafmyntum, eins konar háþróaðan lúxusáfangastað fyrir ísraelska og vestræna ferðamenn. „Réttur ísraelsku þjóðarinnar til landnáms, uppbyggingar og varðveislu þessa lands er ekki bara sögulegur heldur er hann nauðsynlegur fyrir öryggi þjóðarinnar,“ segir í fundarskjölunum. Jafngildir gettóum nasista Ljóst er þó að erfitt verður að reisa hátt í milljón húsnæðiseiningar á hinni þéttbýlu Gasaströnd en Ísraelsher hefur undanfarna mánuði staðið í ströngu við að jafna heilu borgirnar við jörðu. Ísraelsmenn miða að því að koma hundruðum þúsunda, þeim sem ekki svelta á næstu vikum og mánuðum, fyrir í svokallaðri „mannúðarborg“ sem sérfræðingur jafnt innan Ísraels sem utan segja jaðra við gettó nasista. Áform landtökumannanna minna einnig á orðræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um hina svokölluðu Gasarivíeru þar sem reist yrði röð lúxushótela og bandarískra skyndibitakeðja þegar búið er að ryðja burt það sem eftir stendur af borgum Palestínumanna. Guardian bar fundarskjölin undir Michael Sfard sem er ísraelskur mannréttindalögmaður. „Þetta er aðgerðaráætlun fyrir þjóðernishreinsun. Samkvæmt alþjóðalögum jafngildir þetta glæp gegn mannkyninu vegna þess að brottrekstur er stríðsglæpur þegar hann er framkvæmdur á smáum skala og glæpur gegn mannkyninu þegar hann er framkvæmdur á risavöxnum skala,“ sagði hann. Gasabúar fari til „afrískra landa“ Bezalel Smotrich er fjármálaráðherra í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra. Hann er gífurlega umdeildur og sætir, ásamt Itamar Ben-Gvír öryggismálaráðherra og landtökumanns, ferðabanni í Bretlandi, Ástralíu og Noregi meðal annarra landa. Hann lagði sína blessun yfir áætlunina og hafði sér til fulltingis Daníellu Weiss sem er forsvarsmaður öfgafullra samtaka þjóðarmorðssinna og landtökumanna sem kalla sig Nachala. Samtökin kalla eftir landtöku á Gasasvæðinu og vilja reisa þar ísraelskar byggðir. Hún ræddi einnig við blaðamenn Guardian. „Gasabúar verða ekki þarna mikið lengur. Þeir fara til annarra landa. Við munum berjast við liðsmenn Hamas en þeir sem vilja lifa eðlilegu lífi þeir verða að yfirgefa Gasa vegna árásarinnar sjöunda október,“ sagði hún og klykkti út með að Palestínumenn verði gerðir brottrækir til Egyptalands og annarra „afrískra landa.“ Á meðan ráðstefnan fór fram í þingsaæ Ísraela svarf hungrið enn frekar að íbúum Gasastrandarinnar. Á fimmta tug manns hafa soltið í hel á síðustu fjórum dögum og hungurmorð heillar þjóðar vofir yfir. Ísraelsmenn hafa lokað fyrir nánast allar mannúðarbirgðir og hafa ítrekað verið staðnir að því að myrða Palestínumenn þar sem þeir bíða í röðum á birgðaútdeilingarstöðvum Ísraelsmanna.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira