Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 08:20 Bezalel Smotrich fjármálaráðherra er fyrir miðju. EPA/Abir Sultan Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu. Breski miðillinn Guardian hefur fundarskjölin undir höndum en þar eru kynnt áform um að hrekja tvær milljónir manna frá heimilum sínum, reisa 850 þúsund húsnæðiseiningar og byggja svokallaðar hátækniborgir þar sem öll viðskipti fara fram með rafmyntum, eins konar háþróaðan lúxusáfangastað fyrir ísraelska og vestræna ferðamenn. „Réttur ísraelsku þjóðarinnar til landnáms, uppbyggingar og varðveislu þessa lands er ekki bara sögulegur heldur er hann nauðsynlegur fyrir öryggi þjóðarinnar,“ segir í fundarskjölunum. Jafngildir gettóum nasista Ljóst er þó að erfitt verður að reisa hátt í milljón húsnæðiseiningar á hinni þéttbýlu Gasaströnd en Ísraelsher hefur undanfarna mánuði staðið í ströngu við að jafna heilu borgirnar við jörðu. Ísraelsmenn miða að því að koma hundruðum þúsunda, þeim sem ekki svelta á næstu vikum og mánuðum, fyrir í svokallaðri „mannúðarborg“ sem sérfræðingur jafnt innan Ísraels sem utan segja jaðra við gettó nasista. Áform landtökumannanna minna einnig á orðræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um hina svokölluðu Gasarivíeru þar sem reist yrði röð lúxushótela og bandarískra skyndibitakeðja þegar búið er að ryðja burt það sem eftir stendur af borgum Palestínumanna. Guardian bar fundarskjölin undir Michael Sfard sem er ísraelskur mannréttindalögmaður. „Þetta er aðgerðaráætlun fyrir þjóðernishreinsun. Samkvæmt alþjóðalögum jafngildir þetta glæp gegn mannkyninu vegna þess að brottrekstur er stríðsglæpur þegar hann er framkvæmdur á smáum skala og glæpur gegn mannkyninu þegar hann er framkvæmdur á risavöxnum skala,“ sagði hann. Gasabúar fari til „afrískra landa“ Bezalel Smotrich er fjármálaráðherra í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra. Hann er gífurlega umdeildur og sætir, ásamt Itamar Ben-Gvír öryggismálaráðherra og landtökumanns, ferðabanni í Bretlandi, Ástralíu og Noregi meðal annarra landa. Hann lagði sína blessun yfir áætlunina og hafði sér til fulltingis Daníellu Weiss sem er forsvarsmaður öfgafullra samtaka þjóðarmorðssinna og landtökumanna sem kalla sig Nachala. Samtökin kalla eftir landtöku á Gasasvæðinu og vilja reisa þar ísraelskar byggðir. Hún ræddi einnig við blaðamenn Guardian. „Gasabúar verða ekki þarna mikið lengur. Þeir fara til annarra landa. Við munum berjast við liðsmenn Hamas en þeir sem vilja lifa eðlilegu lífi þeir verða að yfirgefa Gasa vegna árásarinnar sjöunda október,“ sagði hún og klykkti út með að Palestínumenn verði gerðir brottrækir til Egyptalands og annarra „afrískra landa.“ Á meðan ráðstefnan fór fram í þingsaæ Ísraela svarf hungrið enn frekar að íbúum Gasastrandarinnar. Á fimmta tug manns hafa soltið í hel á síðustu fjórum dögum og hungurmorð heillar þjóðar vofir yfir. Ísraelsmenn hafa lokað fyrir nánast allar mannúðarbirgðir og hafa ítrekað verið staðnir að því að myrða Palestínumenn þar sem þeir bíða í röðum á birgðaútdeilingarstöðvum Ísraelsmanna. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Breski miðillinn Guardian hefur fundarskjölin undir höndum en þar eru kynnt áform um að hrekja tvær milljónir manna frá heimilum sínum, reisa 850 þúsund húsnæðiseiningar og byggja svokallaðar hátækniborgir þar sem öll viðskipti fara fram með rafmyntum, eins konar háþróaðan lúxusáfangastað fyrir ísraelska og vestræna ferðamenn. „Réttur ísraelsku þjóðarinnar til landnáms, uppbyggingar og varðveislu þessa lands er ekki bara sögulegur heldur er hann nauðsynlegur fyrir öryggi þjóðarinnar,“ segir í fundarskjölunum. Jafngildir gettóum nasista Ljóst er þó að erfitt verður að reisa hátt í milljón húsnæðiseiningar á hinni þéttbýlu Gasaströnd en Ísraelsher hefur undanfarna mánuði staðið í ströngu við að jafna heilu borgirnar við jörðu. Ísraelsmenn miða að því að koma hundruðum þúsunda, þeim sem ekki svelta á næstu vikum og mánuðum, fyrir í svokallaðri „mannúðarborg“ sem sérfræðingur jafnt innan Ísraels sem utan segja jaðra við gettó nasista. Áform landtökumannanna minna einnig á orðræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um hina svokölluðu Gasarivíeru þar sem reist yrði röð lúxushótela og bandarískra skyndibitakeðja þegar búið er að ryðja burt það sem eftir stendur af borgum Palestínumanna. Guardian bar fundarskjölin undir Michael Sfard sem er ísraelskur mannréttindalögmaður. „Þetta er aðgerðaráætlun fyrir þjóðernishreinsun. Samkvæmt alþjóðalögum jafngildir þetta glæp gegn mannkyninu vegna þess að brottrekstur er stríðsglæpur þegar hann er framkvæmdur á smáum skala og glæpur gegn mannkyninu þegar hann er framkvæmdur á risavöxnum skala,“ sagði hann. Gasabúar fari til „afrískra landa“ Bezalel Smotrich er fjármálaráðherra í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra. Hann er gífurlega umdeildur og sætir, ásamt Itamar Ben-Gvír öryggismálaráðherra og landtökumanns, ferðabanni í Bretlandi, Ástralíu og Noregi meðal annarra landa. Hann lagði sína blessun yfir áætlunina og hafði sér til fulltingis Daníellu Weiss sem er forsvarsmaður öfgafullra samtaka þjóðarmorðssinna og landtökumanna sem kalla sig Nachala. Samtökin kalla eftir landtöku á Gasasvæðinu og vilja reisa þar ísraelskar byggðir. Hún ræddi einnig við blaðamenn Guardian. „Gasabúar verða ekki þarna mikið lengur. Þeir fara til annarra landa. Við munum berjast við liðsmenn Hamas en þeir sem vilja lifa eðlilegu lífi þeir verða að yfirgefa Gasa vegna árásarinnar sjöunda október,“ sagði hún og klykkti út með að Palestínumenn verði gerðir brottrækir til Egyptalands og annarra „afrískra landa.“ Á meðan ráðstefnan fór fram í þingsaæ Ísraela svarf hungrið enn frekar að íbúum Gasastrandarinnar. Á fimmta tug manns hafa soltið í hel á síðustu fjórum dögum og hungurmorð heillar þjóðar vofir yfir. Ísraelsmenn hafa lokað fyrir nánast allar mannúðarbirgðir og hafa ítrekað verið staðnir að því að myrða Palestínumenn þar sem þeir bíða í röðum á birgðaútdeilingarstöðvum Ísraelsmanna.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“