Erlent

Karl­maður á fer­tugs­aldri hand­tekinn fyrir sprengjuhótunina

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Maðurinn hefur áður verið staðinn að hótunum.
Maðurinn hefur áður verið staðinn að hótunum. Getty

Karlmaður á fertugsaldri var  handtekinn á heimili sínu í Árósúm í gær fyrir að hafa sent sprengjuhótun á skrifstofu dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 í Óðinsvéum í gærmorgun.

Maðurinn er 34 ára gamall og verður leiddur fyrir dómara í Árósum í dag. Fjónska og austurjóska lögreglan vann að málinu í sameiningu og austurjóska lögreglan greinir frá í færslu á samfélagsmiðlum í morgun.

Sprengjuhótunin barst TV2 í Óðinsvéum í gærmorgun en þar starfa á áttunda hundrað manns. Starfsstöðvarnar eru staðsettar við Kvægtorvet en allt húsnæði við torgið var rýmt þegar hótunin barst.

Sprengjuleitarhundur var sendur inn í bygginguna ásamt sérbúnum lögreglumönnum.

Hinn handtekni verður einnig ákærður fyrir fyrri brot sem telja hótanir gegn fólki í opinberri þjónustu og líflátshótanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×