Erlent

Samninga­nefndir ræða fund leið­toganna

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Pútín hefur ekki virst líklegur til að verða við beiðni Selenskís hingað til.
Pútín hefur ekki virst líklegur til að verða við beiðni Selenskís hingað til. Getty

Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti segir samninganefndir Úkraínu og Rússlands hafa rætt möguleikann á að haldinn verði beinn fundur hans og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta.

Í ávarpi sem hann sendi fjölmiðlum í morgun segist hann ekki daufheyrast við bænum þjóðarinnar um að umdeild lög um sjálfstæði spillingarrannsóknarembætta verði dregin til baka og að málið hefði krafist meiri umræðu. Hins vegar beinist athygli hans öll að stríðinu við Rússland.

„Í viðræðum okkar hafa þeir reifað þetta. Þetta er þegar framfaraskref í átt að einhvers konar fundum,“ segir Úkraínuforseti.

Hann hefur lengi þrýst á Rússlandsforseta að koma á sinn fund og ræða friðarmöguleika augliti til auglitis. Pútín hefur hins vegar hafnað þessum boðum og ítrekað að friður náist ekki fyrr en Úkraínumenn hafa gengist við yfirlýstum kröfum Rússa um „afnasistavæðingu“ og heit um að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×