„Við viljum alls ekki fá of marga“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. júlí 2025 12:16 Margir tjalda á Borgarfirði eystra þegar þeir sækja Bræðsluna. Vísir/Kolbeinn Tumi Bræðslan fagnar 20 ára afmæli í dag en forvígismaður hátíðarinnar útilokar ekki tuttugu ár til viðbótar. Dagskráin sé veglegri í ár en vanalega og búið að ráða lúðrasveit og bæta við auka kvöldi vegna tilefnisins. Uppselt er á hátíðina og er biðlað til fólks að leggja ekki leið sína á hátíðarsvæðið án miða. Nóg er um að vera um allt land næstu daga enda fer ein stærsta ferðahelgi Íslendinga nú í hönd. Til að mynda má nefna Trilludaga á Siglufirði, Mærudagar á Húsavík og þá fagnar Bræðslan á Borgarfirði Eystra tuttugu ára afmæli með sérstakri hátíðardagskrá. Fagna í kvöld eins og hátíðin var í upphafi Heiðar Ásgeirsson, sem hefur stýrt Bræðslunni öll árin frá 2005 ásamt bróður sínum Magna Ásgeirssyni, segir að dagskráin verði sérstaklega vegleg vegna tilefnisins. „Það eru sérstakir afmælistónleikar í Bræðslunni í kvöld á föstudagskvöldi. Það er í fyrsta skipti sem við opnum hana á föstudagskvöldi. Venjulega höfum við bara verið þarna í eitt kvöld á laugardagskvöldi. Það er Emilíana Torrini sem verður með sérstaka afmælistónleika þar í kvöld og það var einmitt hún sem byrjaði þetta með okkur hérna árið 2005.“ Of snemmt sé til að segja til um hvort föstudagskvöldið sé komið til að vera. Dagskráin á morgun sé einnig sveipuð nostalgíu. „Á morgun erum við með ungt og efnilegt fólk eins og alltaf en við erum líka með á sviði svona fólk sem er búið að fylgja okkur svolítið í gegnum tíðina og koma nokkru sinnum. Þetta verður svolítið bland af afturhvarfi til fortíðar og svo einhverju nýju líka.“ Aldrei verið meiri eftirspurn Aldrei hefur skapast jafn mikil stemmning fyrir Bræðslunni og í ár að mati Heiðars. „Þessi fjörður, hér búa ekki nema 100 manns yfir árið. Við viljum alls ekki fá of marga gesti þó við viljum auðvitað taka á móti öllum. Það er algjörlega uppselt og eftirspurnin aldrei verið meiri en núna.“ Hann tekur fram að um stór tímamót sé að ræða og að þeir bræðurnir hafi aldrei búist við að þetta myndi ganga í tuttugu ár. „Á meðan þetta er gaman og gengur vel. Á meðan að samfélagið á Borgarfirði tekur þessu svona vel og á meðan að íbúarnir ná svona vel saman þá er engin ástæða önnur en að halda áfram.“ Tuttugu ár til viðbótar jafnvel? „Það er aldrei að vita. Aldrei að vita. Það er búið að halda þjóðhátíð í nokkuð mörg ár til dæmis.“ Bræðslan Múlaþing Tónleikar á Íslandi Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
Nóg er um að vera um allt land næstu daga enda fer ein stærsta ferðahelgi Íslendinga nú í hönd. Til að mynda má nefna Trilludaga á Siglufirði, Mærudagar á Húsavík og þá fagnar Bræðslan á Borgarfirði Eystra tuttugu ára afmæli með sérstakri hátíðardagskrá. Fagna í kvöld eins og hátíðin var í upphafi Heiðar Ásgeirsson, sem hefur stýrt Bræðslunni öll árin frá 2005 ásamt bróður sínum Magna Ásgeirssyni, segir að dagskráin verði sérstaklega vegleg vegna tilefnisins. „Það eru sérstakir afmælistónleikar í Bræðslunni í kvöld á föstudagskvöldi. Það er í fyrsta skipti sem við opnum hana á föstudagskvöldi. Venjulega höfum við bara verið þarna í eitt kvöld á laugardagskvöldi. Það er Emilíana Torrini sem verður með sérstaka afmælistónleika þar í kvöld og það var einmitt hún sem byrjaði þetta með okkur hérna árið 2005.“ Of snemmt sé til að segja til um hvort föstudagskvöldið sé komið til að vera. Dagskráin á morgun sé einnig sveipuð nostalgíu. „Á morgun erum við með ungt og efnilegt fólk eins og alltaf en við erum líka með á sviði svona fólk sem er búið að fylgja okkur svolítið í gegnum tíðina og koma nokkru sinnum. Þetta verður svolítið bland af afturhvarfi til fortíðar og svo einhverju nýju líka.“ Aldrei verið meiri eftirspurn Aldrei hefur skapast jafn mikil stemmning fyrir Bræðslunni og í ár að mati Heiðars. „Þessi fjörður, hér búa ekki nema 100 manns yfir árið. Við viljum alls ekki fá of marga gesti þó við viljum auðvitað taka á móti öllum. Það er algjörlega uppselt og eftirspurnin aldrei verið meiri en núna.“ Hann tekur fram að um stór tímamót sé að ræða og að þeir bræðurnir hafi aldrei búist við að þetta myndi ganga í tuttugu ár. „Á meðan þetta er gaman og gengur vel. Á meðan að samfélagið á Borgarfirði tekur þessu svona vel og á meðan að íbúarnir ná svona vel saman þá er engin ástæða önnur en að halda áfram.“ Tuttugu ár til viðbótar jafnvel? „Það er aldrei að vita. Aldrei að vita. Það er búið að halda þjóðhátíð í nokkuð mörg ár til dæmis.“
Bræðslan Múlaþing Tónleikar á Íslandi Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira