Handbolti

Annað risa­stórt kvenna­hand­boltafélag gjald­þrota

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik HB Ludwigsburg og Vipers Kristiansand í Meistaradeildinni í handbolta en þau er núna bæði farin á hausinn.
Frá leik HB Ludwigsburg og Vipers Kristiansand í Meistaradeildinni í handbolta en þau er núna bæði farin á hausinn. Getty/Marco Wolf

Þýska handboltafélagið HB Ludwigsburg hefur lýst sig gjaldþrota og verður annað stóra kvennahandboltaliðið sem lendir í slíkum hremmingum á árinu 2025.

Ludwigsburg fer því miður sömu leið og norska stórliðið Vipers Kristiansand sem varð gjaldþrota í upphafi ársins. Norska ríkisútvarpið segir frá.

Fyrirtækið sem rak þýska félagið hafði áður sótt um gjaldþrotaskipti fyrr í vikunni en nú reyna menn allt til að missa ekki besta lið Þýskalands.

Við erum nefnilega ekki að tala um hvaða lið sem er heldur varð Ludwigsburg tvöfaldur meistari í Þýskalandi á síðustu leiktíð. Ludwigsburg á því að keppa í Meistaradeildinni á komandi tímabili en nú er mikil óvissa í kringum framtíð þess.

Samkvæmt fréttum frá Þýskalandi þá mun Ludwigsburg halda áfram á meðan fjárhagsmál þess eru skoðuð betur. Það er verið að leita allra leiða til að bjarga félaginu alveg eins og var reynt með Vipers Kristiansand sem hafði unnið Meistaradeildina margoft árin fyrir gjaldþrot.

„Fjárhagsmál félagsins eru þrungin spennu en liðið hefur engu að síður byrjað undirbúning sinn fyrir komandi tímabil eins og planið var. Okkar markmið er að Ludwigsburg geti haldið áfram sem stór klúbbur í kvennahandboltanum,“ sagði Holger Leichtle, fjárvörslumaður félagsins.

HB Ludwigsburg var stofnað árið 1997. Félagið hefur orðið þýskur meistari síðustu fjögur ár og sex sinnum samanlagt. Félagið vann bikarkeppnina í fjóra sinn á fimm árum síðasta vetur.

Besti árangur félagsins í Meistaradeildinni er annað sætið árið 2024 en félagið vann Evrópudeildina 2022.

Með liðinu spila leikmenn frá Þýskalandi, Svíþjóð, Noregi, Tékklandi, Ungverjalandi, Spáni, Slóveníu, Póllandi og Danmörku,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×