„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 25. júlí 2025 20:48 Guðni Eiríksson er að gera mjög flotta hluti með FH-liðið. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var ánægður með úrslit kvöldsins eftir 3-1 sigur gegn Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta en hann hefði viljað fá fleiri mörk úr færunum sem FH skapaði sér. „Þetta var upp og ofan, fullt af jákvæðum hlutum, svo líka eitthvað sem var ekki nógu gott. Mér fannst við löngum köflum ráða lögum og lofum í þessum leik. Við stýrðum honum algjörlega og ótrúlegt að við skyldum ekki klára hann fyrr,“ sagði Guðni. „Það er jákvætt að koma sér í allar þessar stöður, en ekki nægilega gott á síðasta þriðjung vallarins. Fast leikatriði sem við fáum á okkur og þær komast inn í leikinn, sem var algjör óþarfi. Fram að því var þetta algjörlega í okkar höndum, en það er eins og það er,“ sagði Guðni. „Það er stundum smá púsl að fara aftur af stað eftir pásu, nýir leikmenn í liðinu og það er aðlögun og allt það. Þrjú stig og annað sætið, áfram gakk,“ sagði Guðni. Maya Lauren Hansen skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og hana langaði greinilega að skora þriðja markið. Guðni skipti henni hins vegar út af á 74. mínútu. „Það er bara að nýta bekkinn, og láta leikmenn fá mínútur í kroppinn. Það er stutt í næsta leik og hún skiptir FH liðinu gríðarlega miklu máli. Þannig við þurfum líka að hugsa út í það,“ sagði Guðni. FH fær mark á sig seint í leiknum úr aukaspyrnu þar sem varnarleikur þeirra leit ekki vel út. „Við töluðum um það fyrir leik, að halda fókus í föstum leikatriðum. Við vissum að Fram væri hættulegar úr föstum leikatriðum, og þær skora markið sitt þannig,“ sagði Guðni. „Þær fóru nú ekki oft í gegnum okkur, við vissum að þegar þær fá föst leikatriði þá koma þær boltanum svo sannarlega inn í teig. Þá þurftum við að vera vakandi og áttum að gera betur. Við áttum að vera löngu búnar að klára þennan leik, þannig það er eitthvað sem við skoðum og lögum fyrir næsta leik,“ sagði Guðni. FH er í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn aðeins þremur stigum á eftir Breiðablik sem er í toppsætinu. „Það er bara frábært að það skuli vera spenna í toppbaráttu kvenna megin. Það er svolítið langt síðan það hefur verið, og að það séu fleiri lið að slást um þetta en Breiðablik og Valur er jákvæð þróun. Vonandi verður það bara um ókomin ár,“ sagði Guðni. Besta deild kvenna FH Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
„Þetta var upp og ofan, fullt af jákvæðum hlutum, svo líka eitthvað sem var ekki nógu gott. Mér fannst við löngum köflum ráða lögum og lofum í þessum leik. Við stýrðum honum algjörlega og ótrúlegt að við skyldum ekki klára hann fyrr,“ sagði Guðni. „Það er jákvætt að koma sér í allar þessar stöður, en ekki nægilega gott á síðasta þriðjung vallarins. Fast leikatriði sem við fáum á okkur og þær komast inn í leikinn, sem var algjör óþarfi. Fram að því var þetta algjörlega í okkar höndum, en það er eins og það er,“ sagði Guðni. „Það er stundum smá púsl að fara aftur af stað eftir pásu, nýir leikmenn í liðinu og það er aðlögun og allt það. Þrjú stig og annað sætið, áfram gakk,“ sagði Guðni. Maya Lauren Hansen skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og hana langaði greinilega að skora þriðja markið. Guðni skipti henni hins vegar út af á 74. mínútu. „Það er bara að nýta bekkinn, og láta leikmenn fá mínútur í kroppinn. Það er stutt í næsta leik og hún skiptir FH liðinu gríðarlega miklu máli. Þannig við þurfum líka að hugsa út í það,“ sagði Guðni. FH fær mark á sig seint í leiknum úr aukaspyrnu þar sem varnarleikur þeirra leit ekki vel út. „Við töluðum um það fyrir leik, að halda fókus í föstum leikatriðum. Við vissum að Fram væri hættulegar úr föstum leikatriðum, og þær skora markið sitt þannig,“ sagði Guðni. „Þær fóru nú ekki oft í gegnum okkur, við vissum að þegar þær fá föst leikatriði þá koma þær boltanum svo sannarlega inn í teig. Þá þurftum við að vera vakandi og áttum að gera betur. Við áttum að vera löngu búnar að klára þennan leik, þannig það er eitthvað sem við skoðum og lögum fyrir næsta leik,“ sagði Guðni. FH er í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn aðeins þremur stigum á eftir Breiðablik sem er í toppsætinu. „Það er bara frábært að það skuli vera spenna í toppbaráttu kvenna megin. Það er svolítið langt síðan það hefur verið, og að það séu fleiri lið að slást um þetta en Breiðablik og Valur er jákvæð þróun. Vonandi verður það bara um ókomin ár,“ sagði Guðni.
Besta deild kvenna FH Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki