„Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. júlí 2025 12:46 Dóra Sif Tynes, sérfræðingur í Evrópurétti. vísir Sérfræðingur í Evrópurétti minnir á að Ísland tilheyri ekki tollabandalagi Evrópusambandsins þrátt fyrir EES-samninginn í ljósi mögulegra tolla á kísiljárn frá Íslandi. Óljóst sé hvort hægt sé að grípa til einhvers konar ráðstafana enda umfang og eðli tollanna óþekkt. Greint var frá því í gær að Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum. Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin en formlegt samtal EES-ríkja við Evrópusambandið varðandi tollanna mun nú fara í hönd þegar að tillaga hefur verið lögð fram. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem, eina framleiðanda kísiljárns hérlendis, sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða gífurlega stefnubreytingu að láta EES-ríkin ekki tilheyra innri markaði Evrópusambandsins. „Of snemmt til að tala í fyrirsögnum“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega og fá fram nákvæmlega í hverju þessar aðgerðir felast. Tímalengdin, umfangið og svo framvegis. Ég held að það sé of snemmt til að tala í fyrirsögnum.“ Þetta segir Dóra Sif Tynes, sérfræðingur í Evrópurétti, spurð um yfirvofandi tolla. Hún bendir á að þó að það sé almennt óheimilt að leggja nýja tolla á innflutning og útflutning samkvæmt EES-samningnum sé undanþága til staðar. „Hins vegar felur samningurinn líka í sér heimild samningsaðila til að grípa til svokallaðra öryggisráðstafana við sérstakar aðstæður. Það er til dæmis samkvæmt 112. grein samningsins og það er ákvæði sem við beittum til dæmis þegar að við lögðum á gjaldeyrishöft,“ segir hún og vísar til gjaldheyrishafta sem Ísland lagði á í kjölfar efnahagshrunsins. Þurfi að gæta jafnræðis Aðspurð kveðst Dóra ekki muna eftir dæmi um að ESB nýti umrætt undanþáguákvæði. Hún segir óljóst með hvaða hætti sé hægt að bregðast við verði tollarnir að veruleika. „Það er rétt kannski að hafa það í huga að EES samningurinn nær ekki til tollabandalags Evrópusambandsins. Evrópusambandið er með tollabandalag og sameiginlega viðskiptastefnu. Þau svið falla ekki undir EES-samninginn. Það er í raun og veru útfærsluatriði hvort að það séu einhverjar ráðstafanir sem hægt er grípa til til að koma til móts við þessa sérstöku tolla sem við vitum ekki enn þá umfangið eða eðlið á.“ Spurð hvers vegna Evrópusambandið beini spjótum sínum að Íslandi og Noregi þegar að stærstur hluti framleiðslu á kísilmálmum fari fram í Kína segir Dóra: „Samkvæmt almennum reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar þá eru almenn ákvæði um að gæta jafnræðis. Menn gætu verið að horfa á það þannig að út frá öðrum fríverslunarsamningum sem ESB hefur gert þá sé erfitt fyrir þá að sleppa bara þessum tveimur löndum.“ Evrópusambandið EES-samningurinn Miðflokkurinn Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Greint var frá því í gær að Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum. Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin en formlegt samtal EES-ríkja við Evrópusambandið varðandi tollanna mun nú fara í hönd þegar að tillaga hefur verið lögð fram. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem, eina framleiðanda kísiljárns hérlendis, sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða gífurlega stefnubreytingu að láta EES-ríkin ekki tilheyra innri markaði Evrópusambandsins. „Of snemmt til að tala í fyrirsögnum“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega og fá fram nákvæmlega í hverju þessar aðgerðir felast. Tímalengdin, umfangið og svo framvegis. Ég held að það sé of snemmt til að tala í fyrirsögnum.“ Þetta segir Dóra Sif Tynes, sérfræðingur í Evrópurétti, spurð um yfirvofandi tolla. Hún bendir á að þó að það sé almennt óheimilt að leggja nýja tolla á innflutning og útflutning samkvæmt EES-samningnum sé undanþága til staðar. „Hins vegar felur samningurinn líka í sér heimild samningsaðila til að grípa til svokallaðra öryggisráðstafana við sérstakar aðstæður. Það er til dæmis samkvæmt 112. grein samningsins og það er ákvæði sem við beittum til dæmis þegar að við lögðum á gjaldeyrishöft,“ segir hún og vísar til gjaldheyrishafta sem Ísland lagði á í kjölfar efnahagshrunsins. Þurfi að gæta jafnræðis Aðspurð kveðst Dóra ekki muna eftir dæmi um að ESB nýti umrætt undanþáguákvæði. Hún segir óljóst með hvaða hætti sé hægt að bregðast við verði tollarnir að veruleika. „Það er rétt kannski að hafa það í huga að EES samningurinn nær ekki til tollabandalags Evrópusambandsins. Evrópusambandið er með tollabandalag og sameiginlega viðskiptastefnu. Þau svið falla ekki undir EES-samninginn. Það er í raun og veru útfærsluatriði hvort að það séu einhverjar ráðstafanir sem hægt er grípa til til að koma til móts við þessa sérstöku tolla sem við vitum ekki enn þá umfangið eða eðlið á.“ Spurð hvers vegna Evrópusambandið beini spjótum sínum að Íslandi og Noregi þegar að stærstur hluti framleiðslu á kísilmálmum fari fram í Kína segir Dóra: „Samkvæmt almennum reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar þá eru almenn ákvæði um að gæta jafnræðis. Menn gætu verið að horfa á það þannig að út frá öðrum fríverslunarsamningum sem ESB hefur gert þá sé erfitt fyrir þá að sleppa bara þessum tveimur löndum.“
Evrópusambandið EES-samningurinn Miðflokkurinn Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira