Lífið

„Seldist upp í rúturnar nánast jafn snar­lega og á tón­leikana“

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Beðið eftir Kaleo.
Beðið eftir Kaleo. Vísir/Viktor Freyr

Jakob Frímann Magnússon skipuleggjandi Kaleo-tónleikanna í Vaglaskógi segir að rútuferðir í Vaglaskóg hafi selst upp nærri því jafn snarlega og á tónleikana sjálfa. Hann sagði frá því í kvöldfréttum í gær að ekki hafi selst upp jafn snarlega á neinn viðburð í Íslandssögunni. 

Blaðamaður náði tali af Jakobi eftir að hljómsveitin hafði flutt sína fyrri tónleika. Hann segir settið hafa gengið mjög vel og stemningin sé góð.

„Það er bros hér á hverju andliti sem mætir mér þannig að við erum afskaplega ánægð. Þetta er einhver fullkomnasti tónleikastaður sem ég hef komið á,“ segir Jakob í samtali við Vísi. 

Jökull var þjóðlegur þegar hann greip í gítarinn. Vísir/Viktor Freyr

Mbl.is greindi frá því fyrr í dag að uppselt væri í rútur frá Akureyri í Vaglaskóg. Meiri eftirspurn væri eftir sætum í rútunum en framboð.

„Sumar strætóferðirnar seldust snarlega upp og það var reynt að bæta við eins mörgum rútuferðum og hægt er miðað við að Akureyri er full af  skemmtiferðaskipum og túristum. Þær rútur koma aftur og skila fólkinu heim þegar allt er búið í kvöld,“ segir Jakob. 

Stemningin er við völd í Vaglaskógi.Vísir/Viktor Freyr

Bjarki Sigurðsson fréttamaður náði tali af Jakobi í kvöldfréttum í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.