Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. ágúst 2025 07:00 Myrkraprinsinn Ozzy er einn áhrifamesti þungarokkari allra tíma og var þekktur fyrir magnaða sviðsframkomu þar sem hann gekk jafnvel of langt. Getty Myrkraprinsinn Ozzy Osbourne féll frá 22. júlí síðastliðinn, 76 ára gamall. Ozzy mótaði þungarokk með hljómsveitinni Black Sabbath, átti farsælan sólóferil og er þekktasti þungarokkari sögunnar. Hér verður farið yfir feril hans í þrettán lykillögum. John Michael Osbourne fæddist 3. desember 1948 í Marston Green og ólst upp í Birmingham. Móðir hans, Lilian, vann í verksmiðju og faðir hans, John Thomas, vann sem verkfærasmiður. Sem barn fékk hann viðurnefnið Ozzy. Ozzy var magnaður söngvari.Getty Ozzy gekk illa í skóla vegna lesblindu og var kynferðislega misnotaður af skólabróður sínum. Á táningsárunum reyndi Ozzy mörgum sinnum að svipta sig lífi. Þegar hann var fjórtán ára heyrði Ozzy lagið „She Loves You“ með Bítlunum sem hann sagði hafa veitt honum innblástur til að verða tónlistarmaður. Eftir að hafa hætt í skóla fimmtán ára vann Ozzy við ýmis störf áður en Tony Iommi fékk hann til liðs við Black Sabbath árið 1967 og breytti tónlistarsögunni. Ozzy átti gríðarlega farsælan tónlistarferil, gaf út níu plötur með Sabbath og þrettán sólóplötur. Ozzy Osbourne var tvígiftur og lætur eftir sig sex börn. Ozzy giftist seinni eiginkonu sinni, Sharon Arden, árið 1982 og lifði hjónabandið til dauðadags Ozzy. Osbourne-fjölskyldan árið 1997: Aimee, Sharon Osbourne, Kelly, Jack og Ozzy.Getty Sharon, sem er í dag þekkt sem Sharon Osbourne, var jafnframt umboðsmaður Ozzy og átti þátt í því að gera Osbourne-fjölskylduna að raunveruleikastjörnum með þáttunum The Osbournes (2002-05) þar sem tvö barna þeirra, Kelly og Jack, spiluðu einnig stóra rullu. Hér fyrir neðan hafa verið tekin saman þrettán lög sem fanga fjölbreyttan tónlistarferil Ozzy. Black Sabbath Rigning, kirkjubjöllur óma, stormur brestur á og svo... fæðist þungarokkið. Allavega vilja einhverjir meina að „Black Sabbath,“ upphafslag samnefndrar plötu eftir samnefnda hljómsveit marki formlegt upphaf þungarokksins, eða metalsins. Plötuumslagið fyrir fyrstu plötuna fangar vel nöturleikann og hryllinginn í tónlistinni. Gítarriff Tony Iommi eru, líkt og með allt sem hljómsveitin gerði, lykillinn að laginu en söngur Ozzy er það sem fullkomnar hryllinginn og örvæntinguna. Sex mínútna upphafslagið kjarnar allt það besta við Black Sabbath: satanískir undirtónar, svartagaldur, geggjuð riff og tilfinningaríkur söngur myrkraprinsins Ozzy. Texti lagsins byggir á reynslu bassaleikarans Geezer Butler sem, eftir að hafa lesið bók um dulspeki, vaknaði einn daginn og sá stóra svarta veru standa við enda rúmsins síns. What is this that stands before me?/Figure in black which points at me... „Við vissum að við hefðum eitthvað. Þú fannst það, hárin risu á hnakkanum, manni leið svo allt öðruvísi,“ skrifaði Tony Iommi um lagið í ævisögu sinni, Iron Man. War Pigs Aðeins átta mánuðum eftir útgáfu Black Sabbath kom út önnur plata sveitarinnar, Paranoid, sem festi hljómsveitina í sessi sem rokkgoðsagnir og er gjarnan flokkuð sem besta þungarokksplata sögunnar. Upphafslag plötunnar er einn besti óður gegn stríði sem hefur verið skrifaður. Upphaflega átti lagið að heita „Walpurgis“ (sem er Valborgarmessa á íslensku) og fjalla um hrollvekjandi nornamessu með línum um brennandi líkamsleifar, eyðilagðar kirkjur og rottuinnyfli. Stúdíóið tók það hins vegar ekki í mál, fannst lagið of satanískt og báðu bandið um að breyta laginu. Úr varð þessi íkoníski óður um stríðssvín, hershöfðingja og stjórnmálamenn, sem senda aðra út á vígvöllinn til að deyja í sínu nafni. Lag sem mun sennilega aldrei úreldast. Day of Judgment, God is calling/On their knees, the war pigs crawling/Begging mercies for their sins/Satan, laughing, spreads his wings Fjórmenningarnir eru allir hér á toppi leiks síns, Tony Iommi með enn eitt sjúka riffið, Bill Ward taktfastur á trommunum, Geezer Butler í bassagrúvi og Ozzy að veina um dauða og stríð. Ozzy fangar sérstaklega vel reiðina og getuleysið sem felst í því að horfa upp á óstöðvandi stríðsvél. Paranoid Beint í kjölfarið á upphafslagi Paranoid fylgir allravinsælasta laga sveitarinnar frá upphafi sem platan heitir eftir. „Paranoid“ hefst á einu besta riffi Tony Iommi áður en Ozzy tekur við og syngur um mann haldinn ofsóknaræði og miklu þunglyndi. Umslagið fyrir endurútgáfu singúlsins árið 1976. Hljómsveitin var búin að taka upp plötuna og ætluðu að kalla hana War Pigs þegar þá vantaði nokkurra mínútna fylliefni, Iommi töfraði fram þetta geggjaða riff og Butler snaraði fram texta í flýti. Hljómsveitin fattaði strax að platan yrði að heita Paranoid, lagið var aðalsingúll hennar og fór ofarlega á topplista um allan heim. Síðustu 55 ár frá útgáfu lagsins kom Ozzy nánast aldrei fram á tónleikum án þess að spila það. „Ég kalla það helgisöng minn,“ sagði Osbourne um lagið árið 2019. „Það er einfalt lag með skilvirkum takti. Það er með eigin lit og eigin víbrur. Ég vil trúa því að fólk muni á næstu árum áfram njóta þess. Endrum og eins fær maður lag upp úr engu, það er gjöf.“ Restin af Paranoid er ekkert slor og inniheldur nokkur af bestu og vinsælustu lögum sveitarinnar frá upphafi. Þar á meðal slagarann „Iron Man“ sem eftir nokkra trommuslætti og langa rafmagnaða gítarnótu hefst á Osbourne segja rafmagnaðri röddu: „I am Iron Man“. Mesta snilldin við lagið er ódauðlegt riff Iommi sem Osbourne fylgir í söng sínum. Texti lagsins rekur fantasíufrásögn af manni sem ferðast fram í tíma og kemst að því að jörðin muni enda með ragnarökum. Á leið aftur til nútímans umbreytist hann í járnskrímsli, reynir að vara samferðamenn sína sem hlusta ekki á hann og hefnir sín svo á þeim. Children of the Grave Black Sabbath lögðu grunninn að þungarokki með fyrstu tveimur plötum sínum en þriðja platan, Master of Reality, gat af sér nokkrar aðrar greinar: stónerarokk, doom-metal og sludge-rokk. Umslagið fyrir singúl „Children of the Grave“ er í takt við umfjöllunarefni lagsins. Hljómsveitin gerði það með því að tjúna niður bæði gítarinn og bassann á plötunni sem gaf dýpra og þyngra sánd en hafði áður heyrst. Margir áttu eftir að apa þetta eftir þeim. Sabbath-menn voru þarna undir miklum áhrifum grasreykinga, svo miklum að platan hefst á Iommi hósta eftir jónupúff í byrjun lagsins „Sweet Leaf“ sem fjallar um hið sæta græna maríjúanalauf. Besta lag plötunnar er þó sennilega „Children of the Grave“ þar sem hljómsveitin heldur áfram með sömu þemu og í „War Pigs“ og „Electric Funeral“. Grúví bassalínur Butler blandast saman við seyðandi Iommi-riff, tríbalíkar trommur Ward og söng Ozzy sem felur í sér ákall um breytingar á tímum Víetnamstríðsins og félagslegs umbrots. Changes Eftir grasreykingarnar á Master of Reality fóru Sabbath-menn í sterkari efni og upptaka fjórðu plata þeirra, Vol. 4, einkenndist af gríðarlegri kókaínneyslu en hljómsveitin lét reglulega senda til sín hátalara fulla af kókaíni. „Þrátt fyrir öll fíflalætin voru þesar vikur í Bel Air með því sterkasta sem við gerðum,“ sagði Ozzy um upptökurnar í ævisögu sinni, I Am Ozzy. Ozzy að fíflast árið 1971 en öllu gamni fylgir alvara.Getty „Á endanum fórum við að velta því fyrir okkur hvaðan í fjandanum allt þetta kók var að koma... þetta kók var hvítasta, hreinasta, sterkasta efni sem þú gast ímyndað þér. Eitt sniff og þú varst konungur alheimsins,“ skrifaði hann jafnframt. Eins og með „Sweet Leaf“ þá sömdu fjórmenningarnir óð til kókaíns í laginu „Snowblind“ sem þeir vildu jafnframt að yrði nafn plötunnar. Stjórnendum Vertigo Records fannst það vera of augljós vísun í efnið og tóku fyrir hendur sveitarinnar. Vol. 4 inniheldur dálitla tilraunamennsku, tvö lög án söngs og ballöðuna „Changes“ sem sýndi viðkvæmari hlið sveitarinnar. Iommi kenndi sér að spila á píanó í Bel-Air-villunni sem hljómsveitin leigði og samdi melódíu lagsins eitt kvöldið á mellotron-hljómborð. „Ég hummaði melódíu yfir lagið og Geezer skrifaði þennan átakanlega texta um sambandsslitin sem Bill var að ganga í gegnum með eiginkonu sinni. Mér fannst það vera snilld frá augnablikinu sem við tókum upp lagið,“ sagði Ozzy um lagið sem inniheldur engar trommur frá Ward. Lagið er ekki beint einkennandi fyrir Sabbath og píanómelódían er næstum of einföld en söngur Ozzy er það sem gerir lagið að þeirri snilld sem það er. Hann átti eftir að gera nokkrar ódauðlegar ballöður til viðbótar og tók reyndar „Changes“ aftur upp með dóttur sinni 2003. Sabbath Bloddy Sabbath Black Sabbath sneru aftur úr rúmlega hálfs árs tónleikaferðalag sumarið 1973 útkeyrðir af þreytu og illa haldnir af eiturlyfjaneyslu. Þeir fóru aftur til Bel-Air að taka upp nýja plötu en gáfust upp eftir mánaðardvöl því þeir voru ekki með neitt milli handanna. Plötuumslag Sabbath Bloody Sabbath sem Drew Struzan teiknaði af illum manni við dauðans dyr sem er ásóttur af púkum og rottum. Þá sneru þeir aftur til Bretlands og ákváðu að leigja Clearwell-kastala í Gloucester-skíri, þar sem hljómsveitir á borð við Led Zeppelin og Deep Purple höfðu tekið upp tónlist. Kastalinn setti mark sitt á upptökurnar, Iommi og Osbourne töldu sig hafa séð draug eitt kvöldið og draugagangurinn leysti bældan sköpunarkraft meðlimanna úr læðingi sem varð að plötunni Sabbath Bloody Sabbath. „Síðasta virkilega góða platan okkar, held ég... Og hvað tónlistina varðar náðum við að fara milliveginn milli gamla þungans og nýju tilraunakenndu hliðar okkar,“ sagði Osbourne um plötuna mörgum árum síðar. Meðan Iommi var staddur ofan í dýflissu kastalans rambaði hann á riffið fyrir „Sabbath Bloody Sabbath“ sem hefur verið kallað „riffið sem bjargaði Black Sabbath“ því meðlimirnir voru svo vissir um að hljómsveitin væri búið spil. Lagið er gjarnan talið með bestu lögum Sabbath og blandar saman þungu riffi Iommi við dómsdagstrommur Ward og melódískt órafmagnað viðlag Osbourne. Versin og endurtekið viðlagið byggjast síðan upp í djöfullegan hápunkt þar sem Ozzy gargar yfir gítarsprengingu: Sabbath bloody Sabbath/Nothing more to do/Living just for dying/Dying just for you „Það, fyrir mér, var hátindur Black Sabbath,“ sagði Osbourne um lagið árið 2001. Symptom of the Universe Eftir fimm plötur á fjórum árum var komin þreyta í mannskapinn. Í ofanálag stóðu meðlimir sveitarinnar í lagalegum deildum við útgáfufyrirtæki sitt sem setti mark sitt á sjöttu plötuna, Sabotage. Þrátt fyrir það er platan frábær, sennilega síðasta virkilega góða platan sem hljómsveitin gerði með Ozzy þar til lokaplatan 13 kom út 2013 rúmum fjörutíu árum eftir að Ozzy yfirgaf sveitina. Umslagið stendur undir nafni sem skemmdarverk, allavega tískulega séð. Iommi vill meina að lagalegu deilurnar og gremja sveitarinnar hafi skilað sér í þyngri og reiðari hljómi Sabotage sem er kannski rétt. Mikið hefur verið hæðst að umslagi plötunnar þar sem meðlimir sveitarinnar standa fyrir framan umsnúinn spegil í misfáránlegum flíkum. Upphaflega áttu fjórmenningarnir allir að vera svartklæddir en það klikkaði eitthvað þannig þeir virkuðu allir eins og álfar út úr hól. Besta lag plötunnar er „Symptom of the Universe“ sem inniheldur rosalegt riff eftir Iommi, sem hefur gjarnan verið kallað fyrirrennari thrash-metals sem varð geysivinsæll á níunda áratugnum. Ozzy gargar í laginu um kosmíska ást sem aldrei deyr og einhyrninga á himnum. Lagið skiptir um takt eftir fimm mínútur og endar á ljúfu órafmögnuðu gítarplokki og hófstilltari Ozzy (sem minnir dálítið á Robert Plant). Crazy Train Eftir útgáfu Technical Ecstasy (1977) yfirgaf Ozzy bandið tímabundið en sneri aftur fyrir Never Say Die! (1978). Báðar plötur voru frekar slappar og eftir tónleikaferðalag fyrir seinni plötuna var Ozzy sparkað úr Sabbath vegna eiturlyfjaneyslu. Eftir brottreksturinn lokaði Ozzy sig inni í þrjá mánuði til að dópa og drekka. „Þetta er síðasta partýið mitt því eftir þetta ætla ég aftur til Birmingham og á atvinnuleysisbætur,“ sagðist Ozzy hafa hugsað. Ozzy vígalegur. Sem betur fer þá gaf Don Arden honum samning hjá Jet Records og sendi dóttur sína, Sharon Arden, til Los Angeles til að sjá um Ozzy. Það átti eftir að reynast mesta lukka Osbourne því hún kom skikki á hann og þau giftust svo 1983. Ozzy var líka heppinn að næla í ljóshærða gítarsnillinginn Randy Rhoads, sem var þá nýhættur í Quiet Riot, og saman stofnuðu þeir bandið Blizzard of Ozz með nokkrum öðrum köppum. Stúdíóið ákvað að platan skyldi bera nafnið en hljómsveitin yrði sólóverkefni Ozzy. Platan er uppfull af góðum lögum, þar má nefna „Goodbye to Romance,“ „Suicide Solution“ og „I Don't Know,“ en „Crazy Train,“ aðalsingúll plötunnar, er hins vegar best. Mental wounds not healing/Life's a bitter shame/I'm going off the rails on a crazy train Lagið er langvinsælasta lag Ozzy, það lag sem hann flutti oftast á tónleikum sínum og fangar svo fullkomlega rokkarann sem persónu. Mr. Crowley Annar singúllinn af Blizzard of Ozz er ekki mikið síðri en sá fyrsti. Frá upphafi Black Sabbath hafði verið sakaður um að dýrka djöfulinn og aðhyllast satanisma. Ozzy neitaði því ætíð en gerði þó mikið úr því að innlima hið dulspekilega í tónlist sína og ergja þannig ýmsa kristna hópa. Ungur Aleister Crowley árið 1912 í fullum skrúða.Getty Þessir dulspekileikir birtast skýrast í laginu „Mr. Crowley“ sem er vísun í Aleister Crowley, dulspeking og töframann, sem stofnaði Thelema-trú í upphafi 20. aldar og var sakaður um að vera satanisti vegna ýmissar notkunar hans á satanískum táknum og vegna þess hve mótfallinn hann var kristinni trú. Lagið var sérstaklega innblásið af bókinni The Diary of a Drug Fiend (Dagbók fíkils) eftir Crowley og spilastokki með tarot-spilum sem var í stúdíóinu þegar upptökur hófust. Mr. Crowley/What went on in your head?/Oh, Mr. Crowley/Did you talk to the dead? Lagið hefst á rosalegu hljómborðssólói Dons Airey áður en Ozzy tekur við og syngur um dulspekinginn. Gítarsóló Randy Rhoads á laginu hefur gjarnan verið flokkað með bestu gítarsólóum sögunnar. Diary of a Madman Samstarf Ozzy og Randy Rhoads var eitt það öflugasta á ferli Osbourne og meðan þeir félagarnir deildu íbúð í Lundúnum hófu þeir að vinna að „Diary of a Madman“ sem varð síðar að lokalagi samnefndrar plötu. Ozzy dáist að töktum Rhoads á æfingu.Getty Einn daginn þegar Rhoads var á æfingu í klassískum í gítar rambaði Ozzy inn í herbergið og spurði gítarleikarann hvað hann væri að spila. „Mozart,“ svaraði Rhoads. „Einmitt við stelum þessu,“ sagði Ozzy en Rhoads maldaði í móinn: „Við getum ekki stolið Mozart.“ Þeir unnu síðan á laginu, bassaleikarinn Bob Daisley skrifaði texta þar sem hann rifjaði upp taugaáfall sem hann hafði fengið þegar hann var sextán ára og Osbourne túlkaði orðin eins og honum var einum lagið. „Um leið og Randy var búinn að dútla við það, var varla neinn Mozart eftir,“ sagði Osbourne um lagið. Platan reyndist vera það síðasta sem Rhoads gerði með Ozzy því á tónleikaferðalagi fyrir plötuna lést gítarleikarinn í voveiflegu flugslysi eftir að hafa verið að fíflast á smáflugvél, aðeins 25 ára gamall. „Þú drepur þig, þú veist, einn daginn,“ hafði Rhoads sagt við Ozzy á tónleikaferðalaginu um óhóflega drykkju söngvarans en örlaganornirnar spunnu annan vef. Bark at the Moon Enn og aftur var Ozzy búinn að missa frá sér íkonískan gítarsnilling og þurfti að finna einhvern sem gæti fetað í stór fótspor Rhoads. Lausnin var að ráða hinn lítt þekkta Jake E. Lee sem hafði verið í glam-bandinu Rough Cutt. Ozzy í varúflalíki á umslagi Bark at the Moon. Fyrsta lagið sem hlustendur heyrðu frá þessari nýju útgáfu Ozzy-bandsins, sem einkenndist af poppaðri synþa-hljóðheimi en fyrri útgáfur, var titillag næstu plötu, Bark at the Moon. Titillagið fjallar um eins konar varúlfa-uppvakning sem snýr aftur frá dauðum til að hefna sín á bæjarbúunum sem komu honum fyrir kattarnef. Umfjöllunarefnið er ískyggilega líkt „Iron Man“ nema matreitt ofan í nýjan markhóp á nýjum áratug. „Titill lagsins byggir á brandara sem ég var vanur að segja þar sem endahnúturinn var ,éttu skít og geltu á tunglið',“ skrifaði Ozzy um „Bark at the Moon“ í fylgitexta fyrir safnplötuna The Ozzman Cometh. Samstarf Ozzy og Lee entist stutt en þetta lag er hápunktur þess og sýnir bæði gítartakta Lee og hvað Ozzy er frábær sögumaður. No More Tears Tíundi áratugurinn var býsna erfiður fyrir margar þungarokkshljómsveitir sem höfðu verið vinsælar á áttunda og níunda áratugnum, þungavigtarbönd á borð við Iron Maiden, Judas Priest og Black Sabbath vissu ekki hvernig þau ættu að aðlaga sig að breyttum tímum þar sem grunge-ið réði ríkjum. Plötuumslag No More Tears þar sem sést í litla vængi Ozzy. Ozzy Osbourne var hins vegar undantekning og gaf út tvær geysivinsælar plötur. Sú fyrri var No More Tears, annað samstarf Ozzy með gítarleikaranum Zakk Wylde sem átti eftir að starfa með söngvaranum til dauðadags. Platan inniheldur fjölmarga slagara á borð við „Hellraiser,“ „I Don't Want to Change the World“ og „Mr. Tinkertrain“. Eitt besta lag plötunnar er sex mínútna progg-metal-epíkin „No More Tears“ sem hefst á smitandi bassalínu áður en bjartir synþar og gítar Wylde taka við. Ozzy syngur síðan um skuggalegan fjöldamorðingja sem bíður í myrkinu. Your momma told you that you're not supposed to talk to strangers/Look in the mirror, tell me, do you think your life's in danger?/No More Tears „John Purcell skrifaði textann og ég fann upp á melódíunni,“ sagði Osbourne um lagið í viðtali við útvarpsstöðina Planet Rock. „Það kom mér inn í tíunda áratuginn.“ Mama, I'm Coming Home „Crazy Train“ er sannarlega þekktasta lag Ozzy en kraftballaðan „Mama, I’m Home Coming“ er eina sóló-lag Osbourne sem rataði á Top 40-vinsældarlistann. „Allir halda að það séu um móður mína. En það er það ekki. Ég kalla konuna mína, Sharon, Mama...“ sagði Ozzy um umfjöllunarefni lagsins. Times have changed and times are strange/Here I come, but I ain't the same/Mama, I'm coming home Lagið er afar poppuð kraftballaða og festi sig í sessi á MTV þar sem Ozzy aflaði sér nýs aðdáendahóps. Eftir útgáfu lagsins tók Ozzy það nánast alltaf á tónleikum sínum. Þegar Sharon fór í gegnum erfiða krabbameinsbaráttu í byrjun aldar átti Ozzy yfirleitt í miklum erfiðleikum með að klára það án þess að brotna niður. Tónlist Bretland Tengdar fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Zakk Wylde, gítarleikari og náinn samstarfsmaður Ozzy Osbourne sem lést á dögunum, hefur greint frá síðustu skilaboðunum sem hann fékk frá honum. Þar mun Osbourne hafa lýst yfir þakklæti sínu. 31. júlí 2025 10:30 Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Tugþúsundir komu saman á götum Birmingham í Bretlandi í dag til að votta myrkraprinsinum og rokkgoðsögninni Ozzy Osbourne virðingu sína og fylgja honum síðasta spölinn. 30. júlí 2025 20:43 Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Johnny Depp birtist óvænt uppi á sviði á tónleikum rokkarans Alice Cooper í Lundúnum og saman heiðruðu þeir minningu Ozzy Osbourne með flutningi á „Paranoid“ eftir Black Sabbath. 27. júlí 2025 10:23 Ozzy Osbourne allur Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne er látinn 76 ára að aldri. Fjölskylda hans greinir frá þessu. Áhrif hans á rokksöguna voru mikil, og hlaut hann viðurnefnið myrkraprinsinn. 22. júlí 2025 18:25 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
John Michael Osbourne fæddist 3. desember 1948 í Marston Green og ólst upp í Birmingham. Móðir hans, Lilian, vann í verksmiðju og faðir hans, John Thomas, vann sem verkfærasmiður. Sem barn fékk hann viðurnefnið Ozzy. Ozzy var magnaður söngvari.Getty Ozzy gekk illa í skóla vegna lesblindu og var kynferðislega misnotaður af skólabróður sínum. Á táningsárunum reyndi Ozzy mörgum sinnum að svipta sig lífi. Þegar hann var fjórtán ára heyrði Ozzy lagið „She Loves You“ með Bítlunum sem hann sagði hafa veitt honum innblástur til að verða tónlistarmaður. Eftir að hafa hætt í skóla fimmtán ára vann Ozzy við ýmis störf áður en Tony Iommi fékk hann til liðs við Black Sabbath árið 1967 og breytti tónlistarsögunni. Ozzy átti gríðarlega farsælan tónlistarferil, gaf út níu plötur með Sabbath og þrettán sólóplötur. Ozzy Osbourne var tvígiftur og lætur eftir sig sex börn. Ozzy giftist seinni eiginkonu sinni, Sharon Arden, árið 1982 og lifði hjónabandið til dauðadags Ozzy. Osbourne-fjölskyldan árið 1997: Aimee, Sharon Osbourne, Kelly, Jack og Ozzy.Getty Sharon, sem er í dag þekkt sem Sharon Osbourne, var jafnframt umboðsmaður Ozzy og átti þátt í því að gera Osbourne-fjölskylduna að raunveruleikastjörnum með þáttunum The Osbournes (2002-05) þar sem tvö barna þeirra, Kelly og Jack, spiluðu einnig stóra rullu. Hér fyrir neðan hafa verið tekin saman þrettán lög sem fanga fjölbreyttan tónlistarferil Ozzy. Black Sabbath Rigning, kirkjubjöllur óma, stormur brestur á og svo... fæðist þungarokkið. Allavega vilja einhverjir meina að „Black Sabbath,“ upphafslag samnefndrar plötu eftir samnefnda hljómsveit marki formlegt upphaf þungarokksins, eða metalsins. Plötuumslagið fyrir fyrstu plötuna fangar vel nöturleikann og hryllinginn í tónlistinni. Gítarriff Tony Iommi eru, líkt og með allt sem hljómsveitin gerði, lykillinn að laginu en söngur Ozzy er það sem fullkomnar hryllinginn og örvæntinguna. Sex mínútna upphafslagið kjarnar allt það besta við Black Sabbath: satanískir undirtónar, svartagaldur, geggjuð riff og tilfinningaríkur söngur myrkraprinsins Ozzy. Texti lagsins byggir á reynslu bassaleikarans Geezer Butler sem, eftir að hafa lesið bók um dulspeki, vaknaði einn daginn og sá stóra svarta veru standa við enda rúmsins síns. What is this that stands before me?/Figure in black which points at me... „Við vissum að við hefðum eitthvað. Þú fannst það, hárin risu á hnakkanum, manni leið svo allt öðruvísi,“ skrifaði Tony Iommi um lagið í ævisögu sinni, Iron Man. War Pigs Aðeins átta mánuðum eftir útgáfu Black Sabbath kom út önnur plata sveitarinnar, Paranoid, sem festi hljómsveitina í sessi sem rokkgoðsagnir og er gjarnan flokkuð sem besta þungarokksplata sögunnar. Upphafslag plötunnar er einn besti óður gegn stríði sem hefur verið skrifaður. Upphaflega átti lagið að heita „Walpurgis“ (sem er Valborgarmessa á íslensku) og fjalla um hrollvekjandi nornamessu með línum um brennandi líkamsleifar, eyðilagðar kirkjur og rottuinnyfli. Stúdíóið tók það hins vegar ekki í mál, fannst lagið of satanískt og báðu bandið um að breyta laginu. Úr varð þessi íkoníski óður um stríðssvín, hershöfðingja og stjórnmálamenn, sem senda aðra út á vígvöllinn til að deyja í sínu nafni. Lag sem mun sennilega aldrei úreldast. Day of Judgment, God is calling/On their knees, the war pigs crawling/Begging mercies for their sins/Satan, laughing, spreads his wings Fjórmenningarnir eru allir hér á toppi leiks síns, Tony Iommi með enn eitt sjúka riffið, Bill Ward taktfastur á trommunum, Geezer Butler í bassagrúvi og Ozzy að veina um dauða og stríð. Ozzy fangar sérstaklega vel reiðina og getuleysið sem felst í því að horfa upp á óstöðvandi stríðsvél. Paranoid Beint í kjölfarið á upphafslagi Paranoid fylgir allravinsælasta laga sveitarinnar frá upphafi sem platan heitir eftir. „Paranoid“ hefst á einu besta riffi Tony Iommi áður en Ozzy tekur við og syngur um mann haldinn ofsóknaræði og miklu þunglyndi. Umslagið fyrir endurútgáfu singúlsins árið 1976. Hljómsveitin var búin að taka upp plötuna og ætluðu að kalla hana War Pigs þegar þá vantaði nokkurra mínútna fylliefni, Iommi töfraði fram þetta geggjaða riff og Butler snaraði fram texta í flýti. Hljómsveitin fattaði strax að platan yrði að heita Paranoid, lagið var aðalsingúll hennar og fór ofarlega á topplista um allan heim. Síðustu 55 ár frá útgáfu lagsins kom Ozzy nánast aldrei fram á tónleikum án þess að spila það. „Ég kalla það helgisöng minn,“ sagði Osbourne um lagið árið 2019. „Það er einfalt lag með skilvirkum takti. Það er með eigin lit og eigin víbrur. Ég vil trúa því að fólk muni á næstu árum áfram njóta þess. Endrum og eins fær maður lag upp úr engu, það er gjöf.“ Restin af Paranoid er ekkert slor og inniheldur nokkur af bestu og vinsælustu lögum sveitarinnar frá upphafi. Þar á meðal slagarann „Iron Man“ sem eftir nokkra trommuslætti og langa rafmagnaða gítarnótu hefst á Osbourne segja rafmagnaðri röddu: „I am Iron Man“. Mesta snilldin við lagið er ódauðlegt riff Iommi sem Osbourne fylgir í söng sínum. Texti lagsins rekur fantasíufrásögn af manni sem ferðast fram í tíma og kemst að því að jörðin muni enda með ragnarökum. Á leið aftur til nútímans umbreytist hann í járnskrímsli, reynir að vara samferðamenn sína sem hlusta ekki á hann og hefnir sín svo á þeim. Children of the Grave Black Sabbath lögðu grunninn að þungarokki með fyrstu tveimur plötum sínum en þriðja platan, Master of Reality, gat af sér nokkrar aðrar greinar: stónerarokk, doom-metal og sludge-rokk. Umslagið fyrir singúl „Children of the Grave“ er í takt við umfjöllunarefni lagsins. Hljómsveitin gerði það með því að tjúna niður bæði gítarinn og bassann á plötunni sem gaf dýpra og þyngra sánd en hafði áður heyrst. Margir áttu eftir að apa þetta eftir þeim. Sabbath-menn voru þarna undir miklum áhrifum grasreykinga, svo miklum að platan hefst á Iommi hósta eftir jónupúff í byrjun lagsins „Sweet Leaf“ sem fjallar um hið sæta græna maríjúanalauf. Besta lag plötunnar er þó sennilega „Children of the Grave“ þar sem hljómsveitin heldur áfram með sömu þemu og í „War Pigs“ og „Electric Funeral“. Grúví bassalínur Butler blandast saman við seyðandi Iommi-riff, tríbalíkar trommur Ward og söng Ozzy sem felur í sér ákall um breytingar á tímum Víetnamstríðsins og félagslegs umbrots. Changes Eftir grasreykingarnar á Master of Reality fóru Sabbath-menn í sterkari efni og upptaka fjórðu plata þeirra, Vol. 4, einkenndist af gríðarlegri kókaínneyslu en hljómsveitin lét reglulega senda til sín hátalara fulla af kókaíni. „Þrátt fyrir öll fíflalætin voru þesar vikur í Bel Air með því sterkasta sem við gerðum,“ sagði Ozzy um upptökurnar í ævisögu sinni, I Am Ozzy. Ozzy að fíflast árið 1971 en öllu gamni fylgir alvara.Getty „Á endanum fórum við að velta því fyrir okkur hvaðan í fjandanum allt þetta kók var að koma... þetta kók var hvítasta, hreinasta, sterkasta efni sem þú gast ímyndað þér. Eitt sniff og þú varst konungur alheimsins,“ skrifaði hann jafnframt. Eins og með „Sweet Leaf“ þá sömdu fjórmenningarnir óð til kókaíns í laginu „Snowblind“ sem þeir vildu jafnframt að yrði nafn plötunnar. Stjórnendum Vertigo Records fannst það vera of augljós vísun í efnið og tóku fyrir hendur sveitarinnar. Vol. 4 inniheldur dálitla tilraunamennsku, tvö lög án söngs og ballöðuna „Changes“ sem sýndi viðkvæmari hlið sveitarinnar. Iommi kenndi sér að spila á píanó í Bel-Air-villunni sem hljómsveitin leigði og samdi melódíu lagsins eitt kvöldið á mellotron-hljómborð. „Ég hummaði melódíu yfir lagið og Geezer skrifaði þennan átakanlega texta um sambandsslitin sem Bill var að ganga í gegnum með eiginkonu sinni. Mér fannst það vera snilld frá augnablikinu sem við tókum upp lagið,“ sagði Ozzy um lagið sem inniheldur engar trommur frá Ward. Lagið er ekki beint einkennandi fyrir Sabbath og píanómelódían er næstum of einföld en söngur Ozzy er það sem gerir lagið að þeirri snilld sem það er. Hann átti eftir að gera nokkrar ódauðlegar ballöður til viðbótar og tók reyndar „Changes“ aftur upp með dóttur sinni 2003. Sabbath Bloddy Sabbath Black Sabbath sneru aftur úr rúmlega hálfs árs tónleikaferðalag sumarið 1973 útkeyrðir af þreytu og illa haldnir af eiturlyfjaneyslu. Þeir fóru aftur til Bel-Air að taka upp nýja plötu en gáfust upp eftir mánaðardvöl því þeir voru ekki með neitt milli handanna. Plötuumslag Sabbath Bloody Sabbath sem Drew Struzan teiknaði af illum manni við dauðans dyr sem er ásóttur af púkum og rottum. Þá sneru þeir aftur til Bretlands og ákváðu að leigja Clearwell-kastala í Gloucester-skíri, þar sem hljómsveitir á borð við Led Zeppelin og Deep Purple höfðu tekið upp tónlist. Kastalinn setti mark sitt á upptökurnar, Iommi og Osbourne töldu sig hafa séð draug eitt kvöldið og draugagangurinn leysti bældan sköpunarkraft meðlimanna úr læðingi sem varð að plötunni Sabbath Bloody Sabbath. „Síðasta virkilega góða platan okkar, held ég... Og hvað tónlistina varðar náðum við að fara milliveginn milli gamla þungans og nýju tilraunakenndu hliðar okkar,“ sagði Osbourne um plötuna mörgum árum síðar. Meðan Iommi var staddur ofan í dýflissu kastalans rambaði hann á riffið fyrir „Sabbath Bloody Sabbath“ sem hefur verið kallað „riffið sem bjargaði Black Sabbath“ því meðlimirnir voru svo vissir um að hljómsveitin væri búið spil. Lagið er gjarnan talið með bestu lögum Sabbath og blandar saman þungu riffi Iommi við dómsdagstrommur Ward og melódískt órafmagnað viðlag Osbourne. Versin og endurtekið viðlagið byggjast síðan upp í djöfullegan hápunkt þar sem Ozzy gargar yfir gítarsprengingu: Sabbath bloody Sabbath/Nothing more to do/Living just for dying/Dying just for you „Það, fyrir mér, var hátindur Black Sabbath,“ sagði Osbourne um lagið árið 2001. Symptom of the Universe Eftir fimm plötur á fjórum árum var komin þreyta í mannskapinn. Í ofanálag stóðu meðlimir sveitarinnar í lagalegum deildum við útgáfufyrirtæki sitt sem setti mark sitt á sjöttu plötuna, Sabotage. Þrátt fyrir það er platan frábær, sennilega síðasta virkilega góða platan sem hljómsveitin gerði með Ozzy þar til lokaplatan 13 kom út 2013 rúmum fjörutíu árum eftir að Ozzy yfirgaf sveitina. Umslagið stendur undir nafni sem skemmdarverk, allavega tískulega séð. Iommi vill meina að lagalegu deilurnar og gremja sveitarinnar hafi skilað sér í þyngri og reiðari hljómi Sabotage sem er kannski rétt. Mikið hefur verið hæðst að umslagi plötunnar þar sem meðlimir sveitarinnar standa fyrir framan umsnúinn spegil í misfáránlegum flíkum. Upphaflega áttu fjórmenningarnir allir að vera svartklæddir en það klikkaði eitthvað þannig þeir virkuðu allir eins og álfar út úr hól. Besta lag plötunnar er „Symptom of the Universe“ sem inniheldur rosalegt riff eftir Iommi, sem hefur gjarnan verið kallað fyrirrennari thrash-metals sem varð geysivinsæll á níunda áratugnum. Ozzy gargar í laginu um kosmíska ást sem aldrei deyr og einhyrninga á himnum. Lagið skiptir um takt eftir fimm mínútur og endar á ljúfu órafmögnuðu gítarplokki og hófstilltari Ozzy (sem minnir dálítið á Robert Plant). Crazy Train Eftir útgáfu Technical Ecstasy (1977) yfirgaf Ozzy bandið tímabundið en sneri aftur fyrir Never Say Die! (1978). Báðar plötur voru frekar slappar og eftir tónleikaferðalag fyrir seinni plötuna var Ozzy sparkað úr Sabbath vegna eiturlyfjaneyslu. Eftir brottreksturinn lokaði Ozzy sig inni í þrjá mánuði til að dópa og drekka. „Þetta er síðasta partýið mitt því eftir þetta ætla ég aftur til Birmingham og á atvinnuleysisbætur,“ sagðist Ozzy hafa hugsað. Ozzy vígalegur. Sem betur fer þá gaf Don Arden honum samning hjá Jet Records og sendi dóttur sína, Sharon Arden, til Los Angeles til að sjá um Ozzy. Það átti eftir að reynast mesta lukka Osbourne því hún kom skikki á hann og þau giftust svo 1983. Ozzy var líka heppinn að næla í ljóshærða gítarsnillinginn Randy Rhoads, sem var þá nýhættur í Quiet Riot, og saman stofnuðu þeir bandið Blizzard of Ozz með nokkrum öðrum köppum. Stúdíóið ákvað að platan skyldi bera nafnið en hljómsveitin yrði sólóverkefni Ozzy. Platan er uppfull af góðum lögum, þar má nefna „Goodbye to Romance,“ „Suicide Solution“ og „I Don't Know,“ en „Crazy Train,“ aðalsingúll plötunnar, er hins vegar best. Mental wounds not healing/Life's a bitter shame/I'm going off the rails on a crazy train Lagið er langvinsælasta lag Ozzy, það lag sem hann flutti oftast á tónleikum sínum og fangar svo fullkomlega rokkarann sem persónu. Mr. Crowley Annar singúllinn af Blizzard of Ozz er ekki mikið síðri en sá fyrsti. Frá upphafi Black Sabbath hafði verið sakaður um að dýrka djöfulinn og aðhyllast satanisma. Ozzy neitaði því ætíð en gerði þó mikið úr því að innlima hið dulspekilega í tónlist sína og ergja þannig ýmsa kristna hópa. Ungur Aleister Crowley árið 1912 í fullum skrúða.Getty Þessir dulspekileikir birtast skýrast í laginu „Mr. Crowley“ sem er vísun í Aleister Crowley, dulspeking og töframann, sem stofnaði Thelema-trú í upphafi 20. aldar og var sakaður um að vera satanisti vegna ýmissar notkunar hans á satanískum táknum og vegna þess hve mótfallinn hann var kristinni trú. Lagið var sérstaklega innblásið af bókinni The Diary of a Drug Fiend (Dagbók fíkils) eftir Crowley og spilastokki með tarot-spilum sem var í stúdíóinu þegar upptökur hófust. Mr. Crowley/What went on in your head?/Oh, Mr. Crowley/Did you talk to the dead? Lagið hefst á rosalegu hljómborðssólói Dons Airey áður en Ozzy tekur við og syngur um dulspekinginn. Gítarsóló Randy Rhoads á laginu hefur gjarnan verið flokkað með bestu gítarsólóum sögunnar. Diary of a Madman Samstarf Ozzy og Randy Rhoads var eitt það öflugasta á ferli Osbourne og meðan þeir félagarnir deildu íbúð í Lundúnum hófu þeir að vinna að „Diary of a Madman“ sem varð síðar að lokalagi samnefndrar plötu. Ozzy dáist að töktum Rhoads á æfingu.Getty Einn daginn þegar Rhoads var á æfingu í klassískum í gítar rambaði Ozzy inn í herbergið og spurði gítarleikarann hvað hann væri að spila. „Mozart,“ svaraði Rhoads. „Einmitt við stelum þessu,“ sagði Ozzy en Rhoads maldaði í móinn: „Við getum ekki stolið Mozart.“ Þeir unnu síðan á laginu, bassaleikarinn Bob Daisley skrifaði texta þar sem hann rifjaði upp taugaáfall sem hann hafði fengið þegar hann var sextán ára og Osbourne túlkaði orðin eins og honum var einum lagið. „Um leið og Randy var búinn að dútla við það, var varla neinn Mozart eftir,“ sagði Osbourne um lagið. Platan reyndist vera það síðasta sem Rhoads gerði með Ozzy því á tónleikaferðalagi fyrir plötuna lést gítarleikarinn í voveiflegu flugslysi eftir að hafa verið að fíflast á smáflugvél, aðeins 25 ára gamall. „Þú drepur þig, þú veist, einn daginn,“ hafði Rhoads sagt við Ozzy á tónleikaferðalaginu um óhóflega drykkju söngvarans en örlaganornirnar spunnu annan vef. Bark at the Moon Enn og aftur var Ozzy búinn að missa frá sér íkonískan gítarsnilling og þurfti að finna einhvern sem gæti fetað í stór fótspor Rhoads. Lausnin var að ráða hinn lítt þekkta Jake E. Lee sem hafði verið í glam-bandinu Rough Cutt. Ozzy í varúflalíki á umslagi Bark at the Moon. Fyrsta lagið sem hlustendur heyrðu frá þessari nýju útgáfu Ozzy-bandsins, sem einkenndist af poppaðri synþa-hljóðheimi en fyrri útgáfur, var titillag næstu plötu, Bark at the Moon. Titillagið fjallar um eins konar varúlfa-uppvakning sem snýr aftur frá dauðum til að hefna sín á bæjarbúunum sem komu honum fyrir kattarnef. Umfjöllunarefnið er ískyggilega líkt „Iron Man“ nema matreitt ofan í nýjan markhóp á nýjum áratug. „Titill lagsins byggir á brandara sem ég var vanur að segja þar sem endahnúturinn var ,éttu skít og geltu á tunglið',“ skrifaði Ozzy um „Bark at the Moon“ í fylgitexta fyrir safnplötuna The Ozzman Cometh. Samstarf Ozzy og Lee entist stutt en þetta lag er hápunktur þess og sýnir bæði gítartakta Lee og hvað Ozzy er frábær sögumaður. No More Tears Tíundi áratugurinn var býsna erfiður fyrir margar þungarokkshljómsveitir sem höfðu verið vinsælar á áttunda og níunda áratugnum, þungavigtarbönd á borð við Iron Maiden, Judas Priest og Black Sabbath vissu ekki hvernig þau ættu að aðlaga sig að breyttum tímum þar sem grunge-ið réði ríkjum. Plötuumslag No More Tears þar sem sést í litla vængi Ozzy. Ozzy Osbourne var hins vegar undantekning og gaf út tvær geysivinsælar plötur. Sú fyrri var No More Tears, annað samstarf Ozzy með gítarleikaranum Zakk Wylde sem átti eftir að starfa með söngvaranum til dauðadags. Platan inniheldur fjölmarga slagara á borð við „Hellraiser,“ „I Don't Want to Change the World“ og „Mr. Tinkertrain“. Eitt besta lag plötunnar er sex mínútna progg-metal-epíkin „No More Tears“ sem hefst á smitandi bassalínu áður en bjartir synþar og gítar Wylde taka við. Ozzy syngur síðan um skuggalegan fjöldamorðingja sem bíður í myrkinu. Your momma told you that you're not supposed to talk to strangers/Look in the mirror, tell me, do you think your life's in danger?/No More Tears „John Purcell skrifaði textann og ég fann upp á melódíunni,“ sagði Osbourne um lagið í viðtali við útvarpsstöðina Planet Rock. „Það kom mér inn í tíunda áratuginn.“ Mama, I'm Coming Home „Crazy Train“ er sannarlega þekktasta lag Ozzy en kraftballaðan „Mama, I’m Home Coming“ er eina sóló-lag Osbourne sem rataði á Top 40-vinsældarlistann. „Allir halda að það séu um móður mína. En það er það ekki. Ég kalla konuna mína, Sharon, Mama...“ sagði Ozzy um umfjöllunarefni lagsins. Times have changed and times are strange/Here I come, but I ain't the same/Mama, I'm coming home Lagið er afar poppuð kraftballaða og festi sig í sessi á MTV þar sem Ozzy aflaði sér nýs aðdáendahóps. Eftir útgáfu lagsins tók Ozzy það nánast alltaf á tónleikum sínum. Þegar Sharon fór í gegnum erfiða krabbameinsbaráttu í byrjun aldar átti Ozzy yfirleitt í miklum erfiðleikum með að klára það án þess að brotna niður.
Tónlist Bretland Tengdar fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Zakk Wylde, gítarleikari og náinn samstarfsmaður Ozzy Osbourne sem lést á dögunum, hefur greint frá síðustu skilaboðunum sem hann fékk frá honum. Þar mun Osbourne hafa lýst yfir þakklæti sínu. 31. júlí 2025 10:30 Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Tugþúsundir komu saman á götum Birmingham í Bretlandi í dag til að votta myrkraprinsinum og rokkgoðsögninni Ozzy Osbourne virðingu sína og fylgja honum síðasta spölinn. 30. júlí 2025 20:43 Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Johnny Depp birtist óvænt uppi á sviði á tónleikum rokkarans Alice Cooper í Lundúnum og saman heiðruðu þeir minningu Ozzy Osbourne með flutningi á „Paranoid“ eftir Black Sabbath. 27. júlí 2025 10:23 Ozzy Osbourne allur Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne er látinn 76 ára að aldri. Fjölskylda hans greinir frá þessu. Áhrif hans á rokksöguna voru mikil, og hlaut hann viðurnefnið myrkraprinsinn. 22. júlí 2025 18:25 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Zakk Wylde, gítarleikari og náinn samstarfsmaður Ozzy Osbourne sem lést á dögunum, hefur greint frá síðustu skilaboðunum sem hann fékk frá honum. Þar mun Osbourne hafa lýst yfir þakklæti sínu. 31. júlí 2025 10:30
Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Tugþúsundir komu saman á götum Birmingham í Bretlandi í dag til að votta myrkraprinsinum og rokkgoðsögninni Ozzy Osbourne virðingu sína og fylgja honum síðasta spölinn. 30. júlí 2025 20:43
Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Johnny Depp birtist óvænt uppi á sviði á tónleikum rokkarans Alice Cooper í Lundúnum og saman heiðruðu þeir minningu Ozzy Osbourne með flutningi á „Paranoid“ eftir Black Sabbath. 27. júlí 2025 10:23
Ozzy Osbourne allur Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne er látinn 76 ára að aldri. Fjölskylda hans greinir frá þessu. Áhrif hans á rokksöguna voru mikil, og hlaut hann viðurnefnið myrkraprinsinn. 22. júlí 2025 18:25