Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. júlí 2025 19:27 Henry segir að líklega þurfi stjórnmálamenn að sætta sig við að verða fyrir barðinu á gervigreindarmyndböndum þar sem þeim eru eignuð orð sem þeir sögðu ekki. Hins vegar sé alvarlegra þegar slík myndbönd sýni fréttamenn eða aðra sem þurfi í hlutverkum sínum að treysta á trúverðugleika. Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðings. Stjórnmálamenn megi eiga von á því að verða fyrir barðinu á slíkum uppátækjum, en alvarlegra sé að blanda fjölmiðlafólki í slík myndbönd. Í myndbandinu má meðal annars sjá Margréti Helgu Erlingsdóttur, fréttaþul á Sýn, fara með tölfræði um þá sem fengu fjárhagsaðstoð frá borginni. Það er bara einn hængur á: Hún sagði þetta aldrei, en með hjálp gervigreindar er nokkuð auðvelt að láta líta út fyrir að hún hafi gert það. Fleiri þekktum andlitum bregður fyrir í myndbandinu, sem birtist með fyrirvara um að það væri gert með gervigreind. Þau eru mislík fyrirmyndum sínum og raddbeitingin ekki fullkomin í öllum tilfellum. Henry Alexander Henrysson er heimspekingur. Vísir/Sigurjón Bjóst við áhrifunum fyrr Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir þróun í þessa átt áhyggjuefni, en kveðst hissa á að hún hafi ekki komið fram fyrr. „Ég bjóst við þessu á síðasta ári, jafnvel í kringum allar þær kosningar sem voru á síðasta ári. Þetta er byrjað núna af miklum krafti, kannski meira erlendis, en núna komið til Íslands. Ég hugsa að við sjáum miklu meira af þessu á komandi misserum,“ segir Henry Alexander Henrysson. Samfélagið sé ekki undir það búið að tækninni fleygi fram, og erfiðara verði að greina á milli raunverulegra myndbanda og gervigreindar. „Þetta sýnir enn og aftur fram á mikilvægi hefðbundinnar fjölmiðlunar. Þegar fólk heldur að það geti bara fengið sínar fréttir með klippum á samfélagsmiðlum. Þú getur með engu móti í framtíðinni vitað hvaða klippur eru réttar og hverjar ekki.“ Kosningar framtíðarinnar undirlagðar af gervigreindarefni Þróuninni verði ekki snúið við, en auka þurfi meðvitund í samfélaginu. „Það er spurning hvort við getum fengið einhvers konar samfélagssáttmála, að það sé til dæmis litið niður á það og það verði ekki samþykkt að svona sé gert með fréttamönnum og þeir látnir segja svona hluti. Ég hugsa að stjórnmálamenn þurfi að þola það að þeim verði lögð orð í munn, en þeim hafa líka verið lögð orð í munn lengi.“ Kosningar framtíðarinnar kunni að litast verulega af tækniframförum sem hafa orðið í gervigreind. „Ég hélt að á síðasta ári myndum við sjá miklu meira um þetta og miklu meiri truflun á kosningunum með aðstoð skapandi gervigreindar. Það gerðist ekki en það mun gerast í framtíðinni.“ Miklu máli skipti hvernig gervigreindin verði notuð þegar fram líða stundir. Listamenn og grínistar muni sennilega í auknum mæli nýta tæknina í verkum sínum. „En þegar það er verið að nota hana til að búa til ákveðna upplýsingaóreiðu og draga inn ákveðnar starfsstéttir sem byggja á sínum trúverðugleika, þá verður þetta miklu alvarlegra,“ segir Henry Alexander. Gervigreind Tækni Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Í myndbandinu má meðal annars sjá Margréti Helgu Erlingsdóttur, fréttaþul á Sýn, fara með tölfræði um þá sem fengu fjárhagsaðstoð frá borginni. Það er bara einn hængur á: Hún sagði þetta aldrei, en með hjálp gervigreindar er nokkuð auðvelt að láta líta út fyrir að hún hafi gert það. Fleiri þekktum andlitum bregður fyrir í myndbandinu, sem birtist með fyrirvara um að það væri gert með gervigreind. Þau eru mislík fyrirmyndum sínum og raddbeitingin ekki fullkomin í öllum tilfellum. Henry Alexander Henrysson er heimspekingur. Vísir/Sigurjón Bjóst við áhrifunum fyrr Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir þróun í þessa átt áhyggjuefni, en kveðst hissa á að hún hafi ekki komið fram fyrr. „Ég bjóst við þessu á síðasta ári, jafnvel í kringum allar þær kosningar sem voru á síðasta ári. Þetta er byrjað núna af miklum krafti, kannski meira erlendis, en núna komið til Íslands. Ég hugsa að við sjáum miklu meira af þessu á komandi misserum,“ segir Henry Alexander Henrysson. Samfélagið sé ekki undir það búið að tækninni fleygi fram, og erfiðara verði að greina á milli raunverulegra myndbanda og gervigreindar. „Þetta sýnir enn og aftur fram á mikilvægi hefðbundinnar fjölmiðlunar. Þegar fólk heldur að það geti bara fengið sínar fréttir með klippum á samfélagsmiðlum. Þú getur með engu móti í framtíðinni vitað hvaða klippur eru réttar og hverjar ekki.“ Kosningar framtíðarinnar undirlagðar af gervigreindarefni Þróuninni verði ekki snúið við, en auka þurfi meðvitund í samfélaginu. „Það er spurning hvort við getum fengið einhvers konar samfélagssáttmála, að það sé til dæmis litið niður á það og það verði ekki samþykkt að svona sé gert með fréttamönnum og þeir látnir segja svona hluti. Ég hugsa að stjórnmálamenn þurfi að þola það að þeim verði lögð orð í munn, en þeim hafa líka verið lögð orð í munn lengi.“ Kosningar framtíðarinnar kunni að litast verulega af tækniframförum sem hafa orðið í gervigreind. „Ég hélt að á síðasta ári myndum við sjá miklu meira um þetta og miklu meiri truflun á kosningunum með aðstoð skapandi gervigreindar. Það gerðist ekki en það mun gerast í framtíðinni.“ Miklu máli skipti hvernig gervigreindin verði notuð þegar fram líða stundir. Listamenn og grínistar muni sennilega í auknum mæli nýta tæknina í verkum sínum. „En þegar það er verið að nota hana til að búa til ákveðna upplýsingaóreiðu og draga inn ákveðnar starfsstéttir sem byggja á sínum trúverðugleika, þá verður þetta miklu alvarlegra,“ segir Henry Alexander.
Gervigreind Tækni Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira