Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 27. júlí 2025 23:29 Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir jafningjafræðari segir klámáhorf og fjárhættuspil normalíserað meðal ungmenna. Vísir/Ívar Fannar Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. Í jafningjafræðslu Hins hússins ferðast ungmenni milli vinnuskólahópa höfuðborgarsvæðisins og veita fræðslu um málefni sem snerta ungt fólk og ræða það sem liggur krökkunum á hjarta. Í ár tóku jafningjafræðararnir eftir ákveðnu mynstri meðal barna í vinnuskólahópunum. „Að ungmenni séu að verða meira einmana og að loka sig meira frá fólkinu í kringum sig. Þau eru að kjósa að eyða meira tíma í símanum og í netheimum. Það eru dæmi um að fólk eigi kannski þúsundir vina en engan sem þau þora að tala við í raun og veru,“ segir Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir jafningjafræðari. Útfrá þessari þróun verði til ýmis vandamál. „Við höfum verið að fara í leik þar sem við spyrjum: Að spila fjárhættuspil á netinu er sniðugt? Og það var alltaf stór hluti sem fór og sagði já, og var sammála. Og þeir sem sögðu nei voru oft krakkar sem höfðu misst mjög mikinn pening í fjárhættuspilum.“ Foreldrar líti upp úr símanum Foreldrar séu oft ekki meðvitaðir um að börnin þeirra hafi tapað tugum, ef ekki hundruð þúsunda í fjárhættuspilum. Þá er klámáhorf að verða meira og meira normalíserað. „Það finnst öllum svo eðlilegt að vera bara að horfa á klám, sérstaklega gaurum. Þetta er bara hluti af þeirra menningu. En það er ekkert eðlilegt, þetta er orðið að fíkn ef þetta er farið að hafa mikil áhrif á þig.“ Úlfhildur vill að foreldrar taki ábyrgð og hjálpi börnum sem eru að einangrast. „Þegar ég segi að ungmenni séu að verða einmana er það ekki bara þeim að kenna, það er ekki bara að þau séu að vera svo mikið í símanum. Það eru líka foreldrar þeirra, þeir kjósa að vera frekar í símanum heldur en að eiga alvöru spjöll.“ Fjárhættuspil Klám Reykjavík Samfélagsmiðlar Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Í jafningjafræðslu Hins hússins ferðast ungmenni milli vinnuskólahópa höfuðborgarsvæðisins og veita fræðslu um málefni sem snerta ungt fólk og ræða það sem liggur krökkunum á hjarta. Í ár tóku jafningjafræðararnir eftir ákveðnu mynstri meðal barna í vinnuskólahópunum. „Að ungmenni séu að verða meira einmana og að loka sig meira frá fólkinu í kringum sig. Þau eru að kjósa að eyða meira tíma í símanum og í netheimum. Það eru dæmi um að fólk eigi kannski þúsundir vina en engan sem þau þora að tala við í raun og veru,“ segir Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir jafningjafræðari. Útfrá þessari þróun verði til ýmis vandamál. „Við höfum verið að fara í leik þar sem við spyrjum: Að spila fjárhættuspil á netinu er sniðugt? Og það var alltaf stór hluti sem fór og sagði já, og var sammála. Og þeir sem sögðu nei voru oft krakkar sem höfðu misst mjög mikinn pening í fjárhættuspilum.“ Foreldrar líti upp úr símanum Foreldrar séu oft ekki meðvitaðir um að börnin þeirra hafi tapað tugum, ef ekki hundruð þúsunda í fjárhættuspilum. Þá er klámáhorf að verða meira og meira normalíserað. „Það finnst öllum svo eðlilegt að vera bara að horfa á klám, sérstaklega gaurum. Þetta er bara hluti af þeirra menningu. En það er ekkert eðlilegt, þetta er orðið að fíkn ef þetta er farið að hafa mikil áhrif á þig.“ Úlfhildur vill að foreldrar taki ábyrgð og hjálpi börnum sem eru að einangrast. „Þegar ég segi að ungmenni séu að verða einmana er það ekki bara þeim að kenna, það er ekki bara að þau séu að vera svo mikið í símanum. Það eru líka foreldrar þeirra, þeir kjósa að vera frekar í símanum heldur en að eiga alvöru spjöll.“
Fjárhættuspil Klám Reykjavík Samfélagsmiðlar Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira