Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2025 15:22 Landbúnaður er mjög vatnsfrekur en þurrkar hafa neytt bændur um allan heim til að leita sífellt meira til grunnvatns til að vökva akra sína. AP/Matt York Heimsálfur jarðarinnar hafa tapað gífurlega miklu ferskvatni og þá sérstaklega grunnvatni á undanförnum áratugum. Það á sérstaklega við þau svæði heimsins þar sem flestir búa og gæti það skapað gífurlegt vandamál fyrir mannkynið í framtíðinni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn sem byggir á gervihnattagögnum sem vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa safnað á rúmum tveimur áratugum. Þau gögn sýna, samkvæmt rannsókninni sem birt var af Science Advances á dögunum, að gífurlega mikið ferskvatn hefur tapast á norðurhveli jarðarinnar. Í mjög stuttu og einföldu máli sýna gögnin að þurr svæði jarðarinnar verða hraðar þurrari en blaut svæði verða blautari. Þá hefur þurrkunin orðið hraðari á undanförnum árum. Þurr jarðvegur dregur vatn verra í sig en rakur jarðvegur gerir og gerir það ástandið verra. Þurr svæði jarðarinnar hafa stækkað á meðan blaut svæði hafa dregist saman. Ísland er meðal þeirra landa sem hefur tapað miklu grunnvatni, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar en hún tekur minnkun jökla með í reikninginn. Þetta kort sýnir meðalbreytingar á ferskvatnsbirgðum heimsins frá febrúar 2003 til apríl 2024. Landbúnaður vatnsfrekur Grunnvatnið sem dælt er úr jörðinni, að mestu leyti vegna landbúnaðar, borga og íbúða, skilar sér sjaldan aftur í jarðlögin og endar þess í stað í sjónum, með tilheyrandi hækkun yfirborðs sjávar. Vísindamennirnir sem komu að rannsókninni segja yfirborð sjávar nú hækka meira vegna grunnvatns en vegna bráðnunar heimskautaíss. Um sjötíu prósent þess ferskvatns sem jarðarbúa nota fer í landbúnað og sífellt stærri hluti þess kemur úr vatnsæðum og jarðlögum. Þurrkar eru taldir hafa versnað vegna veðurfarsbreytinga af mannavöldum og hækkandi hitastigs. Þess vegna hafa bændur víðsvegar um heim leitað í meira mæli til grunnvatns og grafið sífellt dýpri brunna. Þurr svæði heimsins hafa stækkað verulega vegna þessa og myndað stærðarinnar þurr svæði. Eitt slíkt spannar stóra hluta Evrópu, Mið-Austurlanda, Afríku og Asíu. Reuters sagði frá því í síðasta mánuði að yfirvöld í Írak hefðu bannað landbúnað að sumri til þar í landi og ræktun hrísgrjóna. Var það gert vegna mikils vatnsskorts þar í landi en bændur hafa í sífellt meira mæli grafið djúpa brunna í leit að grunnvatni. Átök og flótti í framtíðinni Vísindamennirnir segja að þessi minnkun grunnvatns muni hafa mikil og slæm áhrif á kynslóðir framtíðarinnar og ekki verði hægt að laga vandann á tímaskala sem manneskjur átti sig á. Það er að segja, að það muni taka þúsundir ofan á þúsundir ára að fylla aftur á þessar vatnsæðar og jarðlög. Höfundar rannsóknarinnar segja mögulegt að þessar heimslægu breytingar gætu ógnað mataröryggi og aðgengi fjölda fólks að neysluvatni. Þannig gæti ástandið leitt til átaka í framtíðinni og mikilla fólksflutninga. Þeir segja aðgerðir til að sporna gegn notkun grunnvatns nauðsynlegar. Komandi kynslóðir muni þurfa á því að halda og einnig verði þannig hægt að draga úr hækkun yfirborðs sjávar. Veður Umhverfismál Tengdar fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. 13. apríl 2025 12:02 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn sem byggir á gervihnattagögnum sem vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa safnað á rúmum tveimur áratugum. Þau gögn sýna, samkvæmt rannsókninni sem birt var af Science Advances á dögunum, að gífurlega mikið ferskvatn hefur tapast á norðurhveli jarðarinnar. Í mjög stuttu og einföldu máli sýna gögnin að þurr svæði jarðarinnar verða hraðar þurrari en blaut svæði verða blautari. Þá hefur þurrkunin orðið hraðari á undanförnum árum. Þurr jarðvegur dregur vatn verra í sig en rakur jarðvegur gerir og gerir það ástandið verra. Þurr svæði jarðarinnar hafa stækkað á meðan blaut svæði hafa dregist saman. Ísland er meðal þeirra landa sem hefur tapað miklu grunnvatni, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar en hún tekur minnkun jökla með í reikninginn. Þetta kort sýnir meðalbreytingar á ferskvatnsbirgðum heimsins frá febrúar 2003 til apríl 2024. Landbúnaður vatnsfrekur Grunnvatnið sem dælt er úr jörðinni, að mestu leyti vegna landbúnaðar, borga og íbúða, skilar sér sjaldan aftur í jarðlögin og endar þess í stað í sjónum, með tilheyrandi hækkun yfirborðs sjávar. Vísindamennirnir sem komu að rannsókninni segja yfirborð sjávar nú hækka meira vegna grunnvatns en vegna bráðnunar heimskautaíss. Um sjötíu prósent þess ferskvatns sem jarðarbúa nota fer í landbúnað og sífellt stærri hluti þess kemur úr vatnsæðum og jarðlögum. Þurrkar eru taldir hafa versnað vegna veðurfarsbreytinga af mannavöldum og hækkandi hitastigs. Þess vegna hafa bændur víðsvegar um heim leitað í meira mæli til grunnvatns og grafið sífellt dýpri brunna. Þurr svæði heimsins hafa stækkað verulega vegna þessa og myndað stærðarinnar þurr svæði. Eitt slíkt spannar stóra hluta Evrópu, Mið-Austurlanda, Afríku og Asíu. Reuters sagði frá því í síðasta mánuði að yfirvöld í Írak hefðu bannað landbúnað að sumri til þar í landi og ræktun hrísgrjóna. Var það gert vegna mikils vatnsskorts þar í landi en bændur hafa í sífellt meira mæli grafið djúpa brunna í leit að grunnvatni. Átök og flótti í framtíðinni Vísindamennirnir segja að þessi minnkun grunnvatns muni hafa mikil og slæm áhrif á kynslóðir framtíðarinnar og ekki verði hægt að laga vandann á tímaskala sem manneskjur átti sig á. Það er að segja, að það muni taka þúsundir ofan á þúsundir ára að fylla aftur á þessar vatnsæðar og jarðlög. Höfundar rannsóknarinnar segja mögulegt að þessar heimslægu breytingar gætu ógnað mataröryggi og aðgengi fjölda fólks að neysluvatni. Þannig gæti ástandið leitt til átaka í framtíðinni og mikilla fólksflutninga. Þeir segja aðgerðir til að sporna gegn notkun grunnvatns nauðsynlegar. Komandi kynslóðir muni þurfa á því að halda og einnig verði þannig hægt að draga úr hækkun yfirborðs sjávar.
Veður Umhverfismál Tengdar fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. 13. apríl 2025 12:02 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. 13. apríl 2025 12:02