Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2025 17:15 Chloe Kelly fagnar með bikarinn og við hlið liðsfélaga sinna í Evrópumeistaraliði Englands. Getty/Maja Hitij England og Spánn áttu langflesta leikmenn í úrvalsliði Evrópumótsins í Sviss eða átta af ellefu. Evrópumeistarar Englands eru með fjóra leikmenn í liðinu og silfurlið Spánar með aðra fjóra þar af alla miðjumenn liðsins. Úrvalsliðið var valið af sérstakri tækninefnd UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, á mótinu. Það vekur athygli en kemur alls ekki á óvart að hin enska Chloe Kelly er í úrvalsliðinu. Kelly tryggði Englandi sigur í vítakeppninni en hafði áður komið inn á og lagt upp jöfnunarmark liðsins. Kelly átti mikinn þátt í mörgum endurkomum enska liðsins á mótinu. Eitt það ótrúlegasta við hennar frammistöðu er að hún byrjaði ekki einn leik á öllu Evrópumótinu en var samt valin í lið mótsins. Enski markvörðurinn Hannah Hampton er í markinu en hún varði hverja vítaspyrnuna á fætur annarri í tveimur vítakeppnum enska liðsins og átti frábært mót. Enski bakvörðurinn Lucy Bronze komst líka í úrvalsliðið en hún spilaði allt mótið með sprungu í sköflungnum. Þvílík harka. Alessia Russo er fjórði Englendingurinn í liðinu en hún skoraði mark enska liðsins í úrslitaleiknum. Russo var óheppin með mörk á mótinu en bjó til mörg mörk fyrir liðsfélaga sína. Miðjumennirnir voru allir frá Spáni eða þær Aitana Bonmatí, Patri Guijarro og Alexia Putellas. Bonmatí hafði áður verið valin besti leikmaður mótsins. Irene Paredes, fyrirliði og miðvörður spænska liðsins var sú fjórða frá Spáni í úrvalsliðinu. Hinar þrjár í úrvalsliðinu, sem komu ekki frá England eða Spáni, voru ítalski varnarmaðurinn Elena Linari, þýski varnarmaðurinn Franziska Kett og þýski sóknarmaðurinn Jule Brand. 🥁 Introducing the #WEURO2025 Team of the Tournament, as chosen by the UEFA Technical Observer Group 🤩 pic.twitter.com/Zxe2e2jCo5— UEFA Women's EURO 2025 (@WEURO2025) July 28, 2025 EM 2025 í Sviss Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira
Úrvalsliðið var valið af sérstakri tækninefnd UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, á mótinu. Það vekur athygli en kemur alls ekki á óvart að hin enska Chloe Kelly er í úrvalsliðinu. Kelly tryggði Englandi sigur í vítakeppninni en hafði áður komið inn á og lagt upp jöfnunarmark liðsins. Kelly átti mikinn þátt í mörgum endurkomum enska liðsins á mótinu. Eitt það ótrúlegasta við hennar frammistöðu er að hún byrjaði ekki einn leik á öllu Evrópumótinu en var samt valin í lið mótsins. Enski markvörðurinn Hannah Hampton er í markinu en hún varði hverja vítaspyrnuna á fætur annarri í tveimur vítakeppnum enska liðsins og átti frábært mót. Enski bakvörðurinn Lucy Bronze komst líka í úrvalsliðið en hún spilaði allt mótið með sprungu í sköflungnum. Þvílík harka. Alessia Russo er fjórði Englendingurinn í liðinu en hún skoraði mark enska liðsins í úrslitaleiknum. Russo var óheppin með mörk á mótinu en bjó til mörg mörk fyrir liðsfélaga sína. Miðjumennirnir voru allir frá Spáni eða þær Aitana Bonmatí, Patri Guijarro og Alexia Putellas. Bonmatí hafði áður verið valin besti leikmaður mótsins. Irene Paredes, fyrirliði og miðvörður spænska liðsins var sú fjórða frá Spáni í úrvalsliðinu. Hinar þrjár í úrvalsliðinu, sem komu ekki frá England eða Spáni, voru ítalski varnarmaðurinn Elena Linari, þýski varnarmaðurinn Franziska Kett og þýski sóknarmaðurinn Jule Brand. 🥁 Introducing the #WEURO2025 Team of the Tournament, as chosen by the UEFA Technical Observer Group 🤩 pic.twitter.com/Zxe2e2jCo5— UEFA Women's EURO 2025 (@WEURO2025) July 28, 2025
EM 2025 í Sviss Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira