Erlent

Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Myndin er af bænum Orkíhív og tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Myndin er af bænum Orkíhív og tengist fréttinni ekki með beinum hætti. EPA

Sextán manns voru drepnir í loftárás Rússa á fangelsi skammt undan vígstöðvunum í Sapórísjsjíuhéraði í nótt og 35 manns hið minnsta eru særðir. Um ræðir banvænustu loftárás Rússa í Úkraínu undanfarna mánuði.

Ívan Fedorov héraðsstjóri greinir frá því á samfélagsmiðlum að fangelsið sé í rúst og að loftárásin hafi jafnframt unnið mikið tjón á heimilum í nágrenninu.

Guardian greinir einnig frá því að fjórir séu látnir og fjöldi slasaður í loftárásum í Dníprópetrovskhéraði samkvæmt héraðsyfirvöldum.

Fedorov héraðsstjóri segir Rússa hafa alls gert átta loftárásir í Sapórísjsjíuhéraði með hásprengjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×