Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júlí 2025 08:27 Vík í Mýrdal er svo vinsæll áfangastaður ferðamanna að mörgum þykir um of. Vísir/Vilhelm Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Heimildarinnar ræddi neikvæðar hliðar fjöldaferðamennskunnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær en ferðamannaþreytu gætir enn meira á Íslandi. Í síðasta tölublaði Heimildarinnar er fjallað um ferðamannalandið Ísland sem Ingibjörg kallar í leiðara hið nýja Ísland. Allt miðað við ferðamenn Hún segir vandamál ferðamannaiðnaðarins fyrst og fremst stafa af því að stjórnvöld hafi veigrað því fyrir sér að setja ferðaþjónustunni skýran ramma vegna þess hve ört hún óx. Sjá einnig: Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga „Það sem ég upplifi mjög sterkt þegar ég ferðast um Ísland er að hér er að verða ákveðið rof á milli margra Íslendinga og svo ferðaþjónustunnar þar sem öll skilti eru á ensku, þjónusta er á ensku og afþreying miðar að ferðamönnum. Öll mótun umhverfisins er út frá ferðaþjónustu en ekki okkur sem búum hérna,“ segir Ingibjörg. Hún segir einnig hafa myndast gjá milli hins almenna ferðamanns, íslensks og erlends, og þeirra sem eiga efni á að kaupa sér kyrrðina sem sé eitt helsta aðdráttaraflið í ferðamennskunni en hverfi hratt með örri fjölgun þeirra ferðamanna sem koma til landsins. Þyrlur rjúfi hálendiskyrrðina Ingibjörg tekur til dæmis Múlagljúfur þar sem ferðamaðurinn gat áður notið kyrrðarinnar og ósnortinnar náttúrunnar en nú sækja það yfir 120 þúsund ferðamenn á ári. Fólk eyði hundruðum þúsunda fyrir kyrrðina sem sé nú rofin af reglulegum hávaða þyrlna. „Þetta er ör breyting á íslensku samfélagi sem er ekki endilega auðvelt að snúa við,“ segir Ingibjörg. Hún segir samþjöppun einnig færast í aukana í ferðaþjónustunni. „Langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni eru lítil og með tímanum mun þessum litlu fyrirtækjum fækka. Kynnisferðir er dæmi um fyrirtæki sem sameinaðist félagi sem sá um fjárfestingar í ferðaþjónustu fyrir lífeyrissjóði,“ segir hún. Björgunarsveitir komi að útförum í Mýrdal Umfjöllun Heimildarinnar um systkin sem stóðu í því að bola ágengum ferðamönnum burt frá útför föður þeirra hefur einnig vakið mikla athygli. Sýn hefur einnig fjallað um svipuð vandræði sem starfsmenn Hallgrímskirkju hafa þurft að glíma við. „Ferðamennirnir voru þarna úti um allt eins og einhverjir álfar í lúpínunum,“ segir Ingibjörg um ferðamennina sem vildu komast inn í útförina í Vík. Ágengi ferðamanna hafi ekki aðeins áhrif á helgihald Mýrdælinga heldur raunar alla anga lífsins þar. „Fólk lýsir því að matvöruverslunin tekur mið af ferðamönnum og fólk á erfitt með að kaupa sér mat og fólk þarf að fara á Selfoss. Rotþróin ræður ekki við ferðamennina og stundum lyktar í bænum,“ segir Ingibjörg. Hún segir að þó að ferðamenn séu mikilvægur iðnaður hér á landi verði að hafa það í huga að fyrir það gjöldum við á ýmsan hátt. „Ferðamannaiðnaðurinn er mikilvægur og hefur verið mikilvægur fyrir okkar hagkerfi, sérstaklega eftir efnahagshrunið og svo heimsfaraldurinn, þess vegna held ég að stjórnvöld hafi veigrað því fyrir sér að setja reglur um þetta. En á endanum erum við að borga fyrir þetta með breytingum á samfélaginu og breytingum á náttúrunni,“ segir Ingibjörg. Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Loftgæði Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Heimildarinnar ræddi neikvæðar hliðar fjöldaferðamennskunnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær en ferðamannaþreytu gætir enn meira á Íslandi. Í síðasta tölublaði Heimildarinnar er fjallað um ferðamannalandið Ísland sem Ingibjörg kallar í leiðara hið nýja Ísland. Allt miðað við ferðamenn Hún segir vandamál ferðamannaiðnaðarins fyrst og fremst stafa af því að stjórnvöld hafi veigrað því fyrir sér að setja ferðaþjónustunni skýran ramma vegna þess hve ört hún óx. Sjá einnig: Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga „Það sem ég upplifi mjög sterkt þegar ég ferðast um Ísland er að hér er að verða ákveðið rof á milli margra Íslendinga og svo ferðaþjónustunnar þar sem öll skilti eru á ensku, þjónusta er á ensku og afþreying miðar að ferðamönnum. Öll mótun umhverfisins er út frá ferðaþjónustu en ekki okkur sem búum hérna,“ segir Ingibjörg. Hún segir einnig hafa myndast gjá milli hins almenna ferðamanns, íslensks og erlends, og þeirra sem eiga efni á að kaupa sér kyrrðina sem sé eitt helsta aðdráttaraflið í ferðamennskunni en hverfi hratt með örri fjölgun þeirra ferðamanna sem koma til landsins. Þyrlur rjúfi hálendiskyrrðina Ingibjörg tekur til dæmis Múlagljúfur þar sem ferðamaðurinn gat áður notið kyrrðarinnar og ósnortinnar náttúrunnar en nú sækja það yfir 120 þúsund ferðamenn á ári. Fólk eyði hundruðum þúsunda fyrir kyrrðina sem sé nú rofin af reglulegum hávaða þyrlna. „Þetta er ör breyting á íslensku samfélagi sem er ekki endilega auðvelt að snúa við,“ segir Ingibjörg. Hún segir samþjöppun einnig færast í aukana í ferðaþjónustunni. „Langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni eru lítil og með tímanum mun þessum litlu fyrirtækjum fækka. Kynnisferðir er dæmi um fyrirtæki sem sameinaðist félagi sem sá um fjárfestingar í ferðaþjónustu fyrir lífeyrissjóði,“ segir hún. Björgunarsveitir komi að útförum í Mýrdal Umfjöllun Heimildarinnar um systkin sem stóðu í því að bola ágengum ferðamönnum burt frá útför föður þeirra hefur einnig vakið mikla athygli. Sýn hefur einnig fjallað um svipuð vandræði sem starfsmenn Hallgrímskirkju hafa þurft að glíma við. „Ferðamennirnir voru þarna úti um allt eins og einhverjir álfar í lúpínunum,“ segir Ingibjörg um ferðamennina sem vildu komast inn í útförina í Vík. Ágengi ferðamanna hafi ekki aðeins áhrif á helgihald Mýrdælinga heldur raunar alla anga lífsins þar. „Fólk lýsir því að matvöruverslunin tekur mið af ferðamönnum og fólk á erfitt með að kaupa sér mat og fólk þarf að fara á Selfoss. Rotþróin ræður ekki við ferðamennina og stundum lyktar í bænum,“ segir Ingibjörg. Hún segir að þó að ferðamenn séu mikilvægur iðnaður hér á landi verði að hafa það í huga að fyrir það gjöldum við á ýmsan hátt. „Ferðamannaiðnaðurinn er mikilvægur og hefur verið mikilvægur fyrir okkar hagkerfi, sérstaklega eftir efnahagshrunið og svo heimsfaraldurinn, þess vegna held ég að stjórnvöld hafi veigrað því fyrir sér að setja reglur um þetta. En á endanum erum við að borga fyrir þetta með breytingum á samfélaginu og breytingum á náttúrunni,“ segir Ingibjörg.
Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Loftgæði Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira