Fótbolti

„Þeir sann­færðu okkur um að þetta hafi verið al­gjör­lega ein­stakt til­felli“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, hefur engar áhyggjur af látum í stúkunni á leiknum í kvöld. 
Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, hefur engar áhyggjur af látum í stúkunni á leiknum í kvöld.  vísir / ívar

Undirbúningur er á fullu hjá Víkingi fyrir leikinn gegn albanska liðinu Vllaznia. Huga þarf að mörgu og mögulega bæta við öryggisgæsluna, í ljósi þess sem gerðist þegar sama lið heimsótti Hlíðarenda í fyrra.

Víkingur er 2-1 undir eftir fyrri leikinn úti í Albaníu en þjálfarinn Sölvi Geir veit nákvæmlega hvað þarf að gera til að snúa einvíginu við.

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / ívar

„Gera ögn betur. Við fengum fullt af svörum og sáum hvernig þeir spila fótbolta, erum búnir að fara mjög vel yfir síðasta leik og erum bara mjög bjartsýnir. 2-1 staðan í hálfleik og við fáum 90 mínútur núna til að leiðrétta það. Hellings tími og margt getur gerst“ sagði Sölvi.

Engar áhyggjur af stuðningsmönnum Vllaznia

Í suðurhluta stúkunnar, nær Kópavogi, verður stuðningsmönnum útiliðsins komið fyrir. Ekki er von á neinum stuðningsmönnum að utan, frá Albaníu, en á Íslandi býr töluverður fjöldi Albana sem lagði leið síðan á Hlíðarenda í fyrra.

Illa fór á Hlíðarenda eftir leik Vals gegn Vlaznia í fyrra, átök brutust út og lögregla var kölluð til eftir að öryggisvörður var laminn. Átök brutust síðan aftur út fyrir utan leikvanginn og hótanir voru hafðar í garð stuðnings- og stjórnarmanna Vals.

Þrátt fyrir það hafa Víkingar engar áhyggjur fyrir leik kvöldsins.

„Ekki nokkrar. Við vorum þarna úti fyrir viku síðan og heyrðum þeirra hlið. Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli og myndi ekki endurtaka sig“ sagði Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings. 

Hann væntir þess þó að öryggisgæsla verði eitthvað meiri en venjulega á vellinum í kvöld.

„Það er líklegt að það verði eitthvað, svona til öryggis, en ekkert sérstaklega mikið.“

Fjallað var um undirbúnings Víkings fyrir leikinn gegn Vllaznia í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum ofan. 

Hér fyrir neðan má svona finna viðtalið við Sölva í heild sinni, þar sem hann greinir fyrri leikinn og fer yfir möguleika Víkings fyrir seinni leikinn, ásamt fleiru. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×