Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2025 19:30 Sigurður kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við og bjóði eldri borgurum sem verða fyrir ofbeldi upp á alvöru úrræði. Vísir/Bjarni Stjórnarmaður í Landssambandi eldri borgara óttast að tilfelli, þar sem fólk beitir aldraða ættingja sína ofbeldi, séu yfir þúsund á ári. Eldra fólk í slíkum aðstæðum geti hvergi leitað. Alvarlegt ofbeldi ættingja gegn eldri borgurum er það heimilisofbeldi sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á að sögn teymisstjóra hjá Bjarkahlíð sem ræddi málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Tilefnið er andlát áttræðs karlmanns sem lést í apríl eftir næturlanga líkamsárás dóttur sinnar. Samkvæmt ákæru á hendur dótturinni lét hún högg og spörk dynja á foreldrum sínum í tíu klukkustundir áður en maðurinn örmagnaðist og lést á flótta af heimili sínu. Áður en dóttir mannsins varð honum að bana þann 11. apríl síðastliðinn hafði hann og móðir hennar margsinnis leitað sér aðstoð lækna vegna árásarinnar. Örfáum dögum fyrir andlátið hafði hann legið inni á spítala í tvo daga eftir alvarlega árás. Geti hvergi leitað Sigurður Ágúst Sigurðsson varaformaður Landssambands eldri borgara segir málið sýna svart á hvítu að eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi fjölskyldumeðlima geti hvergi leitað. „Þegar lögreglan mætir á staðinn þá getur hún ekkert vísað málinu til einhvers sem tæki við málinu heldur fer þetta bara í skýrslubunka,“ segir Sigurður sem segist vilja sjá sambærileg úrræði standa öldruðum til boða og býst börnum sem verða fyrir ofbeldi. „Þegar lögregla mætir á staðinn og það er grunur um ofbeldi gegn barni þá er kallaður til fulltrúi frá Barnavernd sem kemur á staðinn þannig lögregla fer ekki af staðnum fyrr en sá fulltrúi er kominn og tekur við málinu. Það er til umboðsmaður barna. Af hverju getur sá sami aðili ekki líka verið umboðsmaður eldri borgara?“ Hann segir ljóst að um falið vandamál sé að ræða, rannsóknir erlendis frá sýni að tilkynnt brot séu einungis toppurinn á ísjakanum. „Og það er talað um að sextán prósent á aldrinum sextíu ára plús verði fyrir ofbeldi og ef við uppfærum þetta á Ísland erum að tala um um og yfir þúsund tilfelli á ári.“ Lögreglumál Eldri borgarar Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina. 31. júlí 2025 13:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Alvarlegt ofbeldi ættingja gegn eldri borgurum er það heimilisofbeldi sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á að sögn teymisstjóra hjá Bjarkahlíð sem ræddi málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Tilefnið er andlát áttræðs karlmanns sem lést í apríl eftir næturlanga líkamsárás dóttur sinnar. Samkvæmt ákæru á hendur dótturinni lét hún högg og spörk dynja á foreldrum sínum í tíu klukkustundir áður en maðurinn örmagnaðist og lést á flótta af heimili sínu. Áður en dóttir mannsins varð honum að bana þann 11. apríl síðastliðinn hafði hann og móðir hennar margsinnis leitað sér aðstoð lækna vegna árásarinnar. Örfáum dögum fyrir andlátið hafði hann legið inni á spítala í tvo daga eftir alvarlega árás. Geti hvergi leitað Sigurður Ágúst Sigurðsson varaformaður Landssambands eldri borgara segir málið sýna svart á hvítu að eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi fjölskyldumeðlima geti hvergi leitað. „Þegar lögreglan mætir á staðinn þá getur hún ekkert vísað málinu til einhvers sem tæki við málinu heldur fer þetta bara í skýrslubunka,“ segir Sigurður sem segist vilja sjá sambærileg úrræði standa öldruðum til boða og býst börnum sem verða fyrir ofbeldi. „Þegar lögregla mætir á staðinn og það er grunur um ofbeldi gegn barni þá er kallaður til fulltrúi frá Barnavernd sem kemur á staðinn þannig lögregla fer ekki af staðnum fyrr en sá fulltrúi er kominn og tekur við málinu. Það er til umboðsmaður barna. Af hverju getur sá sami aðili ekki líka verið umboðsmaður eldri borgara?“ Hann segir ljóst að um falið vandamál sé að ræða, rannsóknir erlendis frá sýni að tilkynnt brot séu einungis toppurinn á ísjakanum. „Og það er talað um að sextán prósent á aldrinum sextíu ára plús verði fyrir ofbeldi og ef við uppfærum þetta á Ísland erum að tala um um og yfir þúsund tilfelli á ári.“
Lögreglumál Eldri borgarar Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina. 31. júlí 2025 13:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina. 31. júlí 2025 13:00