Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. ágúst 2025 15:31 Katie Ledecky vann HM í sjöunda sinn en þurfti að hafa mun meira fyrir því en vanalega. Sarah Stier/Getty Images Skriðsundsdrottningin Katie Ledecky lenti í vandræðum og var nálægt því að missa af gullverðlaunum á heimsmeistaramótinu í 800 metra skriðsundi í fyrsta sinn. Hún var önnur þegar aðeins hundrað metrar voru eftir en barðist til baka og hélt krúnunni. Átján ára ungstirni ógnaði drottningunni. Katie Ledecky er sigursælasta sundkona allra tíma og sú langbesta til að hafa nokkurn tímann synt 800 metra skriðsund. Hún hefur unnið gullverðlaun í greininni á HM alls sjö sinnum, eða í hvert einasta skipti sem hún hefur tekið þátt síðan árið 2013, þá sextán ára gömul. Meira að segja þegar hún glímdi við veikindi á HM 2019 stakk hún sér í 800 metra skriðsundið og vann gullið. Í nótt lenti hún hins vegar í mikilli áskorun frá hinni átján ára gömlu Summer McIntosh. Hin átján ára gamla Summer McIntosh er ein efnilegasta sundkona heims um þessar mundir. Lintao Zhang/Getty Images Eftirvæntingin var mikil fyrirfram enda hafði McIntosh unnið gullverðlaun í þremur öðrum greinum á mótinu og þótti líklegust til að steypa Ledecky úr stóli. Þegar hundrað metrar voru eftir af sundinu var McIntosh með forystuna en þá var orkan á þrotum og ungstirnið dróst aftur úr. Ledecky átti hins vegar aukakraftinn sem þurfti og fagnaði sigri á HM í sjöunda sinn. HM gullverðlaunin væru líklega átta, en Ledecky sleppti HM í fyrra til að einbeita sér að Ólympíuleikunum, þar sem hún vann gull. McIntosh endaði svo í þriðja sæti, á eftir hinni áströlsku Lani Pallister, sem synti frábæran endasprett og tók fram úr henni til að hirða silfrið. Þrátt fyrir að hafa klárað orkuna og þurft að sætta sig við þriðja sætið getur hin átján ára gamla McIntosh gengið sátt frá mótinu, með þrjú önnur gullverðlaun í farteskinu. Tímabilið er nú á enda, McIntosh þykir enn langlíklegust til að binda enda á yfirráð Ledecky í 800 metra skriðsundinu, en verður að bíða með það þar til á næsta ári. Sund Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fleiri fréttir „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Sjá meira
Katie Ledecky er sigursælasta sundkona allra tíma og sú langbesta til að hafa nokkurn tímann synt 800 metra skriðsund. Hún hefur unnið gullverðlaun í greininni á HM alls sjö sinnum, eða í hvert einasta skipti sem hún hefur tekið þátt síðan árið 2013, þá sextán ára gömul. Meira að segja þegar hún glímdi við veikindi á HM 2019 stakk hún sér í 800 metra skriðsundið og vann gullið. Í nótt lenti hún hins vegar í mikilli áskorun frá hinni átján ára gömlu Summer McIntosh. Hin átján ára gamla Summer McIntosh er ein efnilegasta sundkona heims um þessar mundir. Lintao Zhang/Getty Images Eftirvæntingin var mikil fyrirfram enda hafði McIntosh unnið gullverðlaun í þremur öðrum greinum á mótinu og þótti líklegust til að steypa Ledecky úr stóli. Þegar hundrað metrar voru eftir af sundinu var McIntosh með forystuna en þá var orkan á þrotum og ungstirnið dróst aftur úr. Ledecky átti hins vegar aukakraftinn sem þurfti og fagnaði sigri á HM í sjöunda sinn. HM gullverðlaunin væru líklega átta, en Ledecky sleppti HM í fyrra til að einbeita sér að Ólympíuleikunum, þar sem hún vann gull. McIntosh endaði svo í þriðja sæti, á eftir hinni áströlsku Lani Pallister, sem synti frábæran endasprett og tók fram úr henni til að hirða silfrið. Þrátt fyrir að hafa klárað orkuna og þurft að sætta sig við þriðja sætið getur hin átján ára gamla McIntosh gengið sátt frá mótinu, með þrjú önnur gullverðlaun í farteskinu. Tímabilið er nú á enda, McIntosh þykir enn langlíklegust til að binda enda á yfirráð Ledecky í 800 metra skriðsundinu, en verður að bíða með það þar til á næsta ári.
Sund Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fleiri fréttir „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Sjá meira