Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. ágúst 2025 15:31 Katie Ledecky vann HM í sjöunda sinn en þurfti að hafa mun meira fyrir því en vanalega. Sarah Stier/Getty Images Skriðsundsdrottningin Katie Ledecky lenti í vandræðum og var nálægt því að missa af gullverðlaunum á heimsmeistaramótinu í 800 metra skriðsundi í fyrsta sinn. Hún var önnur þegar aðeins hundrað metrar voru eftir en barðist til baka og hélt krúnunni. Átján ára ungstirni ógnaði drottningunni. Katie Ledecky er sigursælasta sundkona allra tíma og sú langbesta til að hafa nokkurn tímann synt 800 metra skriðsund. Hún hefur unnið gullverðlaun í greininni á HM alls sjö sinnum, eða í hvert einasta skipti sem hún hefur tekið þátt síðan árið 2013, þá sextán ára gömul. Meira að segja þegar hún glímdi við veikindi á HM 2019 stakk hún sér í 800 metra skriðsundið og vann gullið. Í nótt lenti hún hins vegar í mikilli áskorun frá hinni átján ára gömlu Summer McIntosh. Hin átján ára gamla Summer McIntosh er ein efnilegasta sundkona heims um þessar mundir. Lintao Zhang/Getty Images Eftirvæntingin var mikil fyrirfram enda hafði McIntosh unnið gullverðlaun í þremur öðrum greinum á mótinu og þótti líklegust til að steypa Ledecky úr stóli. Þegar hundrað metrar voru eftir af sundinu var McIntosh með forystuna en þá var orkan á þrotum og ungstirnið dróst aftur úr. Ledecky átti hins vegar aukakraftinn sem þurfti og fagnaði sigri á HM í sjöunda sinn. HM gullverðlaunin væru líklega átta, en Ledecky sleppti HM í fyrra til að einbeita sér að Ólympíuleikunum, þar sem hún vann gull. McIntosh endaði svo í þriðja sæti, á eftir hinni áströlsku Lani Pallister, sem synti frábæran endasprett og tók fram úr henni til að hirða silfrið. Þrátt fyrir að hafa klárað orkuna og þurft að sætta sig við þriðja sætið getur hin átján ára gamla McIntosh gengið sátt frá mótinu, með þrjú önnur gullverðlaun í farteskinu. Tímabilið er nú á enda, McIntosh þykir enn langlíklegust til að binda enda á yfirráð Ledecky í 800 metra skriðsundinu, en verður að bíða með það þar til á næsta ári. Sund Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Sjá meira
Katie Ledecky er sigursælasta sundkona allra tíma og sú langbesta til að hafa nokkurn tímann synt 800 metra skriðsund. Hún hefur unnið gullverðlaun í greininni á HM alls sjö sinnum, eða í hvert einasta skipti sem hún hefur tekið þátt síðan árið 2013, þá sextán ára gömul. Meira að segja þegar hún glímdi við veikindi á HM 2019 stakk hún sér í 800 metra skriðsundið og vann gullið. Í nótt lenti hún hins vegar í mikilli áskorun frá hinni átján ára gömlu Summer McIntosh. Hin átján ára gamla Summer McIntosh er ein efnilegasta sundkona heims um þessar mundir. Lintao Zhang/Getty Images Eftirvæntingin var mikil fyrirfram enda hafði McIntosh unnið gullverðlaun í þremur öðrum greinum á mótinu og þótti líklegust til að steypa Ledecky úr stóli. Þegar hundrað metrar voru eftir af sundinu var McIntosh með forystuna en þá var orkan á þrotum og ungstirnið dróst aftur úr. Ledecky átti hins vegar aukakraftinn sem þurfti og fagnaði sigri á HM í sjöunda sinn. HM gullverðlaunin væru líklega átta, en Ledecky sleppti HM í fyrra til að einbeita sér að Ólympíuleikunum, þar sem hún vann gull. McIntosh endaði svo í þriðja sæti, á eftir hinni áströlsku Lani Pallister, sem synti frábæran endasprett og tók fram úr henni til að hirða silfrið. Þrátt fyrir að hafa klárað orkuna og þurft að sætta sig við þriðja sætið getur hin átján ára gamla McIntosh gengið sátt frá mótinu, með þrjú önnur gullverðlaun í farteskinu. Tímabilið er nú á enda, McIntosh þykir enn langlíklegust til að binda enda á yfirráð Ledecky í 800 metra skriðsundinu, en verður að bíða með það þar til á næsta ári.
Sund Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Sjá meira