Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. ágúst 2025 09:26 Messi fann til aftan í læri og gat ekki haldið leik áfram. Leonardo Fernandez/Getty Images Lionel Messi meiddist aftan í læri og fór af velli eftir aðeins örfáar mínútur í leik Inter Miami og Club Nexaca í norðurameríska deildabikarnum í nótt. Inter Miami vann leikinn í vítaspyrnukeppni eftir að hafa skorað jöfnunarmark á lokamínútunum. Messi lenti í samstuði við Raúl Sánchez og Alexis Pena þegar hann reyndi að rekja boltann inn í vítateig andstæðinganna. Hann kútveltist til jarðar og sló fast í grasið af miklum pirringi. Messi reyndi að hrista meiðslin af sér næstu tvær mínúturnar en bað svo um aðhlynningu og var á endanum tekinn af velli. Hann hefur glímt við mikil meiðsli í lærvöðvanum undanfarin tvö ár. Bæði lið litu rautt spjald og leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir jöfnunarmark Jordi Alba á lokamínútunum. It's 10 vs. 10 again! 🟨🟨🟥 Falta de 'Chicote' Calderón sobre Suárez, second yellow card y se va expulsado el jugador de Necaxa#LeaguesCup2025 pic.twitter.com/Dn4EFrQ6jw— Leagues Cup (@LeaguesCup) August 3, 2025 GOAAAAALLL! ⚽️ Jordi Alba en la compensación y de cabeza empata para @InterMiamiCF #LeaguesCup2025 pic.twitter.com/V168rz2HDb— Leagues Cup (@LeaguesCup) August 3, 2025 Farið var í vítaspyrnukeppni, sem Inter Miami vann 5-4. Luis Suárez skoraði sigurspyrnuna eftir að markmaðurinn Rocco Ríos Novo hafði varið þriðju spyrnu Club Nexaca. Deildabikarinn er keppni milli liða í MLS deild Bandaríkjanna og Liga MX deildarinnar í Mexíkó. Átján efstu lið hvorrar deildar taka þátt. Liðin spila þrjá leiki við andstæðing frá hinu landinu og reyna að safna eins mörgum stigum og mögulegt er. Efstu fjögur lið hvorrar deildar fara svo í átta liða úrslit og spila þar til meistari er krýndur í úrslitaleik. Inter Miami er í öðru sæti bandarísku deildarinnar eftir að hafa spilað tvo leiki en fjölmörg lið geta tekið fram úr í kvöld. Þriðji leikur Inter Miami er svo á miðvikudagskvöld en óvíst er hvort Messi nái honum. „Alvarleiki meiðslanna á eftir að koma í ljós en líklega er eitthvað að. Kannski ekki mjög alvarlegt því hann fann ekki fyrir miklum sársauka, en óþægindum engu að síður“ sagði þjálfari Inter Miami, Javier Mascherano. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Messi lenti í samstuði við Raúl Sánchez og Alexis Pena þegar hann reyndi að rekja boltann inn í vítateig andstæðinganna. Hann kútveltist til jarðar og sló fast í grasið af miklum pirringi. Messi reyndi að hrista meiðslin af sér næstu tvær mínúturnar en bað svo um aðhlynningu og var á endanum tekinn af velli. Hann hefur glímt við mikil meiðsli í lærvöðvanum undanfarin tvö ár. Bæði lið litu rautt spjald og leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir jöfnunarmark Jordi Alba á lokamínútunum. It's 10 vs. 10 again! 🟨🟨🟥 Falta de 'Chicote' Calderón sobre Suárez, second yellow card y se va expulsado el jugador de Necaxa#LeaguesCup2025 pic.twitter.com/Dn4EFrQ6jw— Leagues Cup (@LeaguesCup) August 3, 2025 GOAAAAALLL! ⚽️ Jordi Alba en la compensación y de cabeza empata para @InterMiamiCF #LeaguesCup2025 pic.twitter.com/V168rz2HDb— Leagues Cup (@LeaguesCup) August 3, 2025 Farið var í vítaspyrnukeppni, sem Inter Miami vann 5-4. Luis Suárez skoraði sigurspyrnuna eftir að markmaðurinn Rocco Ríos Novo hafði varið þriðju spyrnu Club Nexaca. Deildabikarinn er keppni milli liða í MLS deild Bandaríkjanna og Liga MX deildarinnar í Mexíkó. Átján efstu lið hvorrar deildar taka þátt. Liðin spila þrjá leiki við andstæðing frá hinu landinu og reyna að safna eins mörgum stigum og mögulegt er. Efstu fjögur lið hvorrar deildar fara svo í átta liða úrslit og spila þar til meistari er krýndur í úrslitaleik. Inter Miami er í öðru sæti bandarísku deildarinnar eftir að hafa spilað tvo leiki en fjölmörg lið geta tekið fram úr í kvöld. Þriðji leikur Inter Miami er svo á miðvikudagskvöld en óvíst er hvort Messi nái honum. „Alvarleiki meiðslanna á eftir að koma í ljós en líklega er eitthvað að. Kannski ekki mjög alvarlegt því hann fann ekki fyrir miklum sársauka, en óþægindum engu að síður“ sagði þjálfari Inter Miami, Javier Mascherano.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira