Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2025 09:58 Frá Sochi í nótt og í morgun. Stór eldur kviknaði í olíugeymslu í Sochi í Rússlandi í nótt eftir drónaárás Úkraínumanna. Loka þurfti flugvellinum í borginni, sem liggur við strendur Svartahafs, vegna eldsins og börðust á annað hundrað slökkviliðsmenn gegn honum. Ríkisstjóri Krasnodar, þar sem Sochi er, sagði á samfélagsmiðlum að eldurinn hefði kviknað eftir að brak úr dróna féll til jarðar. Það segja rússneskir ráðamenn ítrekað eftir árásir Úkraínumanna en myndband af vettvangi sýnir þegar drónum var flogið á olíugeymsluna. Óljóst er hve margir drónar hæfðu olíugeymsluna en myndbönd gefa til kynna að þeir hafi verið nokkrir. Rússar segjast samkvæmt frétt BBC hafa skotið niður 93 dróna frá Úkraínu í nótt. Fjórir eru sagðir hafa særst í árásum næturinnar í Rússlandi. Burning Russian oil depot in Adler after a drone attack https://t.co/wEL2KcBFef pic.twitter.com/ivHB5G6PeW— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) August 3, 2025 Úkraínumenn gerðu einnig árásir með drónum í Rússlandi í fyrrinótt. Þær eru meðal annars sagðar hafa beinst að drónaframleiðslu í Rússlandi, gasleiðslu og flugvelli. Þrír á sjúkrahús eftir eldflaugaárás Rússar gerðu einnig árásir í Úkraínu í nótt og skutu meðal annars eldflaug að Míkólaív í sunnanverðri Úkraínu. Ráðamenn þar segja eldflaugina hafa hæft íbúðarhús. Þrír voru fluttir á sjúkrahús. Úkraínumenn segja Rússa hafa beitt 76 drónum og sjö eldflaugum í nótt. Að minnsta kosti einni eldflaug var beint að Kænugarði. Sextíu drónar voru skotnir niður, samkvæmt Úkraínumönnum, og ein eldflaug. Sextán drónar og sex eldflaugar fundu skotmörk sín á átta mismunandi stöðum í Úkraínu. Fyrr í vikunni gerðu Rússar eina banvænustu árásina hingað til á Kænugarð. Að minnsta kost 31 féll í árásinni, þar á meðal fimm börn, og rúmlega 150 særðust. Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Ríkisstjóri Krasnodar, þar sem Sochi er, sagði á samfélagsmiðlum að eldurinn hefði kviknað eftir að brak úr dróna féll til jarðar. Það segja rússneskir ráðamenn ítrekað eftir árásir Úkraínumanna en myndband af vettvangi sýnir þegar drónum var flogið á olíugeymsluna. Óljóst er hve margir drónar hæfðu olíugeymsluna en myndbönd gefa til kynna að þeir hafi verið nokkrir. Rússar segjast samkvæmt frétt BBC hafa skotið niður 93 dróna frá Úkraínu í nótt. Fjórir eru sagðir hafa særst í árásum næturinnar í Rússlandi. Burning Russian oil depot in Adler after a drone attack https://t.co/wEL2KcBFef pic.twitter.com/ivHB5G6PeW— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) August 3, 2025 Úkraínumenn gerðu einnig árásir með drónum í Rússlandi í fyrrinótt. Þær eru meðal annars sagðar hafa beinst að drónaframleiðslu í Rússlandi, gasleiðslu og flugvelli. Þrír á sjúkrahús eftir eldflaugaárás Rússar gerðu einnig árásir í Úkraínu í nótt og skutu meðal annars eldflaug að Míkólaív í sunnanverðri Úkraínu. Ráðamenn þar segja eldflaugina hafa hæft íbúðarhús. Þrír voru fluttir á sjúkrahús. Úkraínumenn segja Rússa hafa beitt 76 drónum og sjö eldflaugum í nótt. Að minnsta kosti einni eldflaug var beint að Kænugarði. Sextíu drónar voru skotnir niður, samkvæmt Úkraínumönnum, og ein eldflaug. Sextán drónar og sex eldflaugar fundu skotmörk sín á átta mismunandi stöðum í Úkraínu. Fyrr í vikunni gerðu Rússar eina banvænustu árásina hingað til á Kænugarð. Að minnsta kost 31 féll í árásinni, þar á meðal fimm börn, og rúmlega 150 særðust.
Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira