„Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. ágúst 2025 13:38 Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri kveðst sleginn vegna banaslyssins í Reynisfjöru í gær. Vísir Banaslysið í Reynisfjöru í gær er það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu fyrir nokkrum árum. Ferðamálastjóri segir tilefni til að leggjast yfir það hvernig megi bæta öryggi á svæðinu enn frekar, en er ekki hlynntur því að fjörunni verði alfarið lokað fyrir aðgengi ferðamanna. Níu ára gömul þýsk stúlka lést í gær eftir að hafa lent í sjónum við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur. Rannsókn málsins miðar vel samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi sem er í sambandi við bæði fjölskyldu stúlkunnar og þýska sendiráðið vegna málsins. Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri kveðst sleginn vegna banaslyssins. „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi og hugur okkar náttúrlega er hjá fjölskyldu þessarar ungu stelpu sem þarna lætur lífið og er verulega brugðið,“ segir Arnar. Tilefni til að skoða hvað gera megi betur Slysið er ekki það fyrsta af þessum toga á svæðinu en ráðist var í aðgerðir til að auka öryggi ferðamanna á svæðinu í framhaldi af vinnu starfshóps sem var skipaður um áramótin 2022 og 2023. Þá var meðal annars lögð áhersla á að miðla upplýsingum um hættu á svæðinu og sett upp litaskipt ljósaskilti sem gefur til kynna hverjar aðstæður eru á svæðinu með tilliti til ölduhæðar. „Ljós eru annað hvort gult, grænt eða rautt. Grænt, þá er óhætt að fara niður að fjöruborðinu, gult þýðir að það má ekki fara inn á þetta svokallaða gula svæði og halda sig fjarri fjörukambinum og svo er rautt, þá má fólk bara ekki fara niður í fjöruna,“ útskýrir Arnar. Viðvörunarskilti við Reynisfjöru.Vísir/Sigurjón „Við þurfum að byrja á því kannski núna að skoða hvort að þetta ljósakerfi sé nógu nákvæmt, eða nógu gott. Þetta er tengt við ölduhæðarspá og Vegagerðin heldur utan um þetta þannig við þurfum aðeins að skoða það. Svo er hugsanlegt að skoða þann möguleika hvort að það sé möguleiki að vera með mannaða vöktun á svæðinu þegar að spáin er rauð, eða þegar ljósið er rautt. Að þá sé hreinlega einhver sem að hreinlega bærir fólki frá því að fara niður í fjöruna og fjaran bara er lokuð,“ segir Arnar. Miðlægri skráningu slysa sé ábótavant Þetta þurfi allt að leggjast yfir og skoða hvaða leiðir eru færar. „Undanfarin áratug ef ég man rétt þá hafa orðið sex banaslys þarna í Reynisfjöru ef ég man rétt og þetta er það fyrsta síðan að þessar ráðstafanir voru gerðar. En öll samantekt á hættuatvikum og slysum sem tengjast ferðafólki og útivistarfólki í íslenskri náttúru er mjög bágborin og það er ekki til nein miðlæg og samræmd skráning á atvikum hér á landi,“ segir Arnar. Vinna standi yfir til að bæta úr skráningu og halda betur utan um slíka tölfræði. Ferðamálastofa birti hins vegar samantekt um daginn þar sem skráð eru um 840 atvik af ýmsum toga á síðustu 25 árum. „En þetta er ekki mjög vísindaleg rannsókn en það er verið að vinna að því að bæta þessar upplýsingar.“ Hugnast ekki boð og bönn Umræða um hvort loka eigi hreinlega fyrir aðgang ferðamanna að vinsælum áfangastöðum á borð við Reynisfjöru skýtur annað slagið upp kollinum, einkum þegar þar verða alvarleg slys. Arnar segist almennt ekki hlynntur því að loka ferðamannastöðum, en slysið í gær gefi tilefni til þess að fara enn betur yfir hvað gera megi betur. Ölduhæðin við Reynisfjöru getur verið gífurleg.Vísir/Vilhelm „Hér á Íslandi eru þessi banaslys orðin ansi mörg. Ég held að á Suðurlandi undanfarin 25 ár þá hafa fjörutíu ferðamenn látist. Stutta svarið um boð og bönn, lokun ferðamannastaða er ekki efst á blaði hjá mér en frekar að gera okkar besta í að miðla upplýsingum og koma fræðslu til fólks þannig að fólk átti sig á hættunum,“ segir Arnar. Í fyrra var samþykkt aðgerða- og stefnumótunaráætlun fyrir ferðaþjónustu en þar voru 43 aðgerðir samþykktar sem varða hinar ýmsu hliðar ferðaþjónustunnar. „Öryggismál var þar ein af þeim forgangsverkefnum sem var ýtt úr vör. Þannig það er starfshópur í gangi núna til þess að greina öryggismál í ferðaþjónustu og vinna að framgangi þess málaflokks,“ segir Arnar. Miðlægt skráningarkerfi, atvikaskráningarkerfi, er einn þáttur í þeirri vinnu að sögn Arnars. Ferðaþjónusta Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Níu ára gömul þýsk stúlka lést í gær eftir að hafa lent í sjónum við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur. Rannsókn málsins miðar vel samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi sem er í sambandi við bæði fjölskyldu stúlkunnar og þýska sendiráðið vegna málsins. Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri kveðst sleginn vegna banaslyssins. „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi og hugur okkar náttúrlega er hjá fjölskyldu þessarar ungu stelpu sem þarna lætur lífið og er verulega brugðið,“ segir Arnar. Tilefni til að skoða hvað gera megi betur Slysið er ekki það fyrsta af þessum toga á svæðinu en ráðist var í aðgerðir til að auka öryggi ferðamanna á svæðinu í framhaldi af vinnu starfshóps sem var skipaður um áramótin 2022 og 2023. Þá var meðal annars lögð áhersla á að miðla upplýsingum um hættu á svæðinu og sett upp litaskipt ljósaskilti sem gefur til kynna hverjar aðstæður eru á svæðinu með tilliti til ölduhæðar. „Ljós eru annað hvort gult, grænt eða rautt. Grænt, þá er óhætt að fara niður að fjöruborðinu, gult þýðir að það má ekki fara inn á þetta svokallaða gula svæði og halda sig fjarri fjörukambinum og svo er rautt, þá má fólk bara ekki fara niður í fjöruna,“ útskýrir Arnar. Viðvörunarskilti við Reynisfjöru.Vísir/Sigurjón „Við þurfum að byrja á því kannski núna að skoða hvort að þetta ljósakerfi sé nógu nákvæmt, eða nógu gott. Þetta er tengt við ölduhæðarspá og Vegagerðin heldur utan um þetta þannig við þurfum aðeins að skoða það. Svo er hugsanlegt að skoða þann möguleika hvort að það sé möguleiki að vera með mannaða vöktun á svæðinu þegar að spáin er rauð, eða þegar ljósið er rautt. Að þá sé hreinlega einhver sem að hreinlega bærir fólki frá því að fara niður í fjöruna og fjaran bara er lokuð,“ segir Arnar. Miðlægri skráningu slysa sé ábótavant Þetta þurfi allt að leggjast yfir og skoða hvaða leiðir eru færar. „Undanfarin áratug ef ég man rétt þá hafa orðið sex banaslys þarna í Reynisfjöru ef ég man rétt og þetta er það fyrsta síðan að þessar ráðstafanir voru gerðar. En öll samantekt á hættuatvikum og slysum sem tengjast ferðafólki og útivistarfólki í íslenskri náttúru er mjög bágborin og það er ekki til nein miðlæg og samræmd skráning á atvikum hér á landi,“ segir Arnar. Vinna standi yfir til að bæta úr skráningu og halda betur utan um slíka tölfræði. Ferðamálastofa birti hins vegar samantekt um daginn þar sem skráð eru um 840 atvik af ýmsum toga á síðustu 25 árum. „En þetta er ekki mjög vísindaleg rannsókn en það er verið að vinna að því að bæta þessar upplýsingar.“ Hugnast ekki boð og bönn Umræða um hvort loka eigi hreinlega fyrir aðgang ferðamanna að vinsælum áfangastöðum á borð við Reynisfjöru skýtur annað slagið upp kollinum, einkum þegar þar verða alvarleg slys. Arnar segist almennt ekki hlynntur því að loka ferðamannastöðum, en slysið í gær gefi tilefni til þess að fara enn betur yfir hvað gera megi betur. Ölduhæðin við Reynisfjöru getur verið gífurleg.Vísir/Vilhelm „Hér á Íslandi eru þessi banaslys orðin ansi mörg. Ég held að á Suðurlandi undanfarin 25 ár þá hafa fjörutíu ferðamenn látist. Stutta svarið um boð og bönn, lokun ferðamannastaða er ekki efst á blaði hjá mér en frekar að gera okkar besta í að miðla upplýsingum og koma fræðslu til fólks þannig að fólk átti sig á hættunum,“ segir Arnar. Í fyrra var samþykkt aðgerða- og stefnumótunaráætlun fyrir ferðaþjónustu en þar voru 43 aðgerðir samþykktar sem varða hinar ýmsu hliðar ferðaþjónustunnar. „Öryggismál var þar ein af þeim forgangsverkefnum sem var ýtt úr vör. Þannig það er starfshópur í gangi núna til þess að greina öryggismál í ferðaþjónustu og vinna að framgangi þess málaflokks,“ segir Arnar. Miðlægt skráningarkerfi, atvikaskráningarkerfi, er einn þáttur í þeirri vinnu að sögn Arnars.
Ferðaþjónusta Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira