Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. ágúst 2025 14:14 Áður en gengið er út í Reynisfjöru blasir við þetta skilti með litakóða sem byggir á ölduspárkerfi Vegagerðarinnar. Vísir/Vilhelm Landeigendur í Reynisfjöru harma banaslysið sem varð í gær þegar níu ára þýsk stúlka drukknaði í sjónum undan ströndinni. Þeir hyggjast nú leggjast yfir hvað hægt sé að gera betur til að upplýsa þá sem heimsækja fjöruna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendum í Reynisfjöru. Þar er farið yfir það starf sem hefur verið unnið til að auka öryggi í fjörunni. Starfshópur á vegum ferðamálaráðherra hafi komið saman árið 2022 vegna öryggismála í Reynisfjöru. Þar hafi verið fulltrúar frá landeigendum í Reynisfjöru, Veðurstofu Íslands, Vegagerðinni, almannavarnardeild Lögreglunnar á Suðurlandi, Landsbjörg, Mýrdalshreppi og Samtökum ferðaþjónustunnar. Starfshópurinn hafi skilað af sér skýrslu auk þess sem ráðist var í átak í merkingum og upplýsingagjöf um hætturnar í Reynisfjöru, bæði með merkingum á staðnum og upplýsingum á netinu. Þá hafi löggæslumyndavélum verið komið fyrir á mastri í fjörukambinum og ljósaskilti þar sem litur ljósa fer eftir ölduspárkerfi Vegagerðarinnar. Jafnframt segir í tilkynningunni að í fyrr hafi bílastæði í Reynisfjöru verið malbikuð og merkt til að auka umferðaröryggi og salernum verið fjölgað. Útsýnispallur hafi verið byggður á fjörukambinum þaðan sem hægt er að horfa á brimið og njóta stuðlabergsins í öruggri fjarlægð. „Á þessari öld hafa nú fjórir einstaklingar lent í sjónum og drukknað við Reynisfjöru og tveir einstaklingar látist af slysförum. Þegar brimið ber stuðlabergið myndast mikið frásog sem engin ræður við, lendi hann í sjónum við slíkar aðstæður,“ segir í tilkynningunni. Þegar aðstæður séu eins og þær voru í gær mælist landeigendur til að fólk stoppi á útsýnispallinum og fari ekki lengra. „Við sendum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Viðbragðsaðilar eiga þakkir skildar fyrir sín góðu óeigingjörnu störf. Öryggi gesta er okkur efst í huga og munum við nú leggjast yfir hvað við getum gert betur til að upplýsa þá sem heimsækja okkar fallegu fjöru,“ segir í lok tilkynningar. Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendum í Reynisfjöru. Þar er farið yfir það starf sem hefur verið unnið til að auka öryggi í fjörunni. Starfshópur á vegum ferðamálaráðherra hafi komið saman árið 2022 vegna öryggismála í Reynisfjöru. Þar hafi verið fulltrúar frá landeigendum í Reynisfjöru, Veðurstofu Íslands, Vegagerðinni, almannavarnardeild Lögreglunnar á Suðurlandi, Landsbjörg, Mýrdalshreppi og Samtökum ferðaþjónustunnar. Starfshópurinn hafi skilað af sér skýrslu auk þess sem ráðist var í átak í merkingum og upplýsingagjöf um hætturnar í Reynisfjöru, bæði með merkingum á staðnum og upplýsingum á netinu. Þá hafi löggæslumyndavélum verið komið fyrir á mastri í fjörukambinum og ljósaskilti þar sem litur ljósa fer eftir ölduspárkerfi Vegagerðarinnar. Jafnframt segir í tilkynningunni að í fyrr hafi bílastæði í Reynisfjöru verið malbikuð og merkt til að auka umferðaröryggi og salernum verið fjölgað. Útsýnispallur hafi verið byggður á fjörukambinum þaðan sem hægt er að horfa á brimið og njóta stuðlabergsins í öruggri fjarlægð. „Á þessari öld hafa nú fjórir einstaklingar lent í sjónum og drukknað við Reynisfjöru og tveir einstaklingar látist af slysförum. Þegar brimið ber stuðlabergið myndast mikið frásog sem engin ræður við, lendi hann í sjónum við slíkar aðstæður,“ segir í tilkynningunni. Þegar aðstæður séu eins og þær voru í gær mælist landeigendur til að fólk stoppi á útsýnispallinum og fari ekki lengra. „Við sendum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Viðbragðsaðilar eiga þakkir skildar fyrir sín góðu óeigingjörnu störf. Öryggi gesta er okkur efst í huga og munum við nú leggjast yfir hvað við getum gert betur til að upplýsa þá sem heimsækja okkar fallegu fjöru,“ segir í lok tilkynningar.
Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira