„Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. ágúst 2025 16:04 Halldór Ingi Guðnason rekur verslanirnar Heimaraf og Heimadecor með eiginkonu sinni, Sigrúnu Örnu Gunnarsdóttur. Vísir/Viktor Freyr/Heimaraf Fjöldi Þjóðhátíðargesta lenti í því að eyðileggja síma sína í rigningunni á föstudagskvöld. Allir símar seldust upp í kjölfarið hjá raftækjaversluninni Heimaraf. Ýmsir Þjóðhátíðargestir hafa deilt raunum sínum á TikTok síðastliðinn sólarhring þar sem þeir greina frá því að hafa orðið fyrir miska af völdum óveðursins sem reið yfir aðfaranótt laugardags. Fréttastofa heyrði því í Halldóri Inga Guðnasyni, eigandi Heimarafs, einu raftækjaverslunar Vestmannaeyja. Heimaraf er við Hilmisgötu í Eyjum.Já.is „Það er allt uppselt hjá okkur,“ sagði Halldór Ingi þegar fréttamaður spurði út í símasölu. Er það ekki óvenjulegt? „Það er allur gangur á því. Eins og rigningin var á föstudaginn er eðlilegt að fólk sé ekki að pæla mikið í símunum sínum,“ segir Halldór. „Það er alltaf einhver símasala yfir Þjóðhátíð en þetta var óvenju mikið,“ bætir hann við. Ekkert nýtt undir sólinni Þó það sé óvanalegt að allir símar seljist upp segir Halldór það ekki vera í fyrsta skiptið. „Það er ekkert nýtt undir sólinni í þessu,“ segir Halldór. Þjóðhátíðargestir skemma vonandi ekki síma sína í kvöld. „Við skulum vona ekki. Allavega ekki þar til ég fæ nýja sendingu,“ segir Halldór. Heimaraf lætur sér nægja að selja önnur raftæki í millitíðinni. „Ég hefði svosem alveg geta græjað nýjan lager í gær, látið senda mér síma en ég var ekkert að stressa mig á því,“ segir Halldór. En ekki er öll von úti fyrir óheppna símaeigendur. „Mér skilst að sölubás Nova sé búinn að koma sér upp lager þannig þau geta bjargað fólki,“ segir Halldór. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Verslun Verslunarmannahelgin Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Ýmsir Þjóðhátíðargestir hafa deilt raunum sínum á TikTok síðastliðinn sólarhring þar sem þeir greina frá því að hafa orðið fyrir miska af völdum óveðursins sem reið yfir aðfaranótt laugardags. Fréttastofa heyrði því í Halldóri Inga Guðnasyni, eigandi Heimarafs, einu raftækjaverslunar Vestmannaeyja. Heimaraf er við Hilmisgötu í Eyjum.Já.is „Það er allt uppselt hjá okkur,“ sagði Halldór Ingi þegar fréttamaður spurði út í símasölu. Er það ekki óvenjulegt? „Það er allur gangur á því. Eins og rigningin var á föstudaginn er eðlilegt að fólk sé ekki að pæla mikið í símunum sínum,“ segir Halldór. „Það er alltaf einhver símasala yfir Þjóðhátíð en þetta var óvenju mikið,“ bætir hann við. Ekkert nýtt undir sólinni Þó það sé óvanalegt að allir símar seljist upp segir Halldór það ekki vera í fyrsta skiptið. „Það er ekkert nýtt undir sólinni í þessu,“ segir Halldór. Þjóðhátíðargestir skemma vonandi ekki síma sína í kvöld. „Við skulum vona ekki. Allavega ekki þar til ég fæ nýja sendingu,“ segir Halldór. Heimaraf lætur sér nægja að selja önnur raftæki í millitíðinni. „Ég hefði svosem alveg geta græjað nýjan lager í gær, látið senda mér síma en ég var ekkert að stressa mig á því,“ segir Halldór. En ekki er öll von úti fyrir óheppna símaeigendur. „Mér skilst að sölubás Nova sé búinn að koma sér upp lager þannig þau geta bjargað fólki,“ segir Halldór.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Verslun Verslunarmannahelgin Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira