Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 4. ágúst 2025 09:43 Gríðarleg hungursneyð er á Gasa. EPA Minnst tuttugu og sjö voru drepnir af ísraelska hernum þegar þeir biðu eftir mat og sex til viðbótar dóu úr hungri á Gasa í gær. Þetta hefur fréttastofa Guardian eftir palestínskum heilbrigðisyfirvöldum. Samkvæmt vitnum skutu ísraelskir hermenn á hóp fólks sem freistaði þess að sækja sér mat á dreifingarstöð samtakanna GHF. Þau eru rekin af bandarískum yfirvöldum og fá ein að dreifa matvælum á Gasaströndinni. Atvikið varð á suðurhluta strandarinnar. „Ég gat ekki stoppað og aðstoðsað vegna skothríðarinnar,“ hefur fréttastofa AP eftir Yousef Abed. Hann segist hafa séð minnst þrjá, sem blæddi úr liggjandi á jörðinni. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem skotið hefur verið á örvæntingarfulla íbúa strandarinnar á meðan þeir sækja sér mat. Talið er að minnst 1.400 manns hafi verið drepnir á þennan máta síðan 27. maí, langflestir nærri dreifingarsvæðum GHF, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Alls voru 119 Gasabúar drepnir af ísraelskum hermönnum síðasta sólarhringinn samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa. Sex til viðbótar létust úr hungri en segir heilbrigðisráðuneytið að alls hafi 175 látist úr hungri á meðan átökin hafa staðið yfir, langflestir þeirra á síðustu mánuðum. Ísraelsk yfirvöld neita því staðfastlega að hungursneyð sé á Gasa og sögðust ætla veita frekari aðgang að svæðinu fyrir mannúðaraðstoð. Hins vegar segja hjálparsamtök að Ísraelar séu enn að hindra aðgang mannúðaraðstoðar. Nauðsynjavörur látnar falla til jarðar á Gasaströndinni.EPA Nokkur ríki hafa tekið upp á því að láta mat og aðrar nauðsynjavörur falla úr flugvélum til jarðar, meðal annars Marokkó, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Frakkland og Bretland. Alls hafa tæplega 61 þúsund manns verið drepnir á Gasa frá því að átökin hófust með árás Hamas á tónlistarhátíð í Ísrael 7. október 2023. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Þetta hefur fréttastofa Guardian eftir palestínskum heilbrigðisyfirvöldum. Samkvæmt vitnum skutu ísraelskir hermenn á hóp fólks sem freistaði þess að sækja sér mat á dreifingarstöð samtakanna GHF. Þau eru rekin af bandarískum yfirvöldum og fá ein að dreifa matvælum á Gasaströndinni. Atvikið varð á suðurhluta strandarinnar. „Ég gat ekki stoppað og aðstoðsað vegna skothríðarinnar,“ hefur fréttastofa AP eftir Yousef Abed. Hann segist hafa séð minnst þrjá, sem blæddi úr liggjandi á jörðinni. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem skotið hefur verið á örvæntingarfulla íbúa strandarinnar á meðan þeir sækja sér mat. Talið er að minnst 1.400 manns hafi verið drepnir á þennan máta síðan 27. maí, langflestir nærri dreifingarsvæðum GHF, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Alls voru 119 Gasabúar drepnir af ísraelskum hermönnum síðasta sólarhringinn samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa. Sex til viðbótar létust úr hungri en segir heilbrigðisráðuneytið að alls hafi 175 látist úr hungri á meðan átökin hafa staðið yfir, langflestir þeirra á síðustu mánuðum. Ísraelsk yfirvöld neita því staðfastlega að hungursneyð sé á Gasa og sögðust ætla veita frekari aðgang að svæðinu fyrir mannúðaraðstoð. Hins vegar segja hjálparsamtök að Ísraelar séu enn að hindra aðgang mannúðaraðstoðar. Nauðsynjavörur látnar falla til jarðar á Gasaströndinni.EPA Nokkur ríki hafa tekið upp á því að láta mat og aðrar nauðsynjavörur falla úr flugvélum til jarðar, meðal annars Marokkó, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Frakkland og Bretland. Alls hafa tæplega 61 þúsund manns verið drepnir á Gasa frá því að átökin hófust með árás Hamas á tónlistarhátíð í Ísrael 7. október 2023.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira