Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2025 12:22 Auður Kjartansdóttir er framkvæmdastjóri Skógrægtarfélags Reykjavíkur. Veitur hafa frestað fyrirhuguðum framkvæmdum í Heiðmörk sem áttu að hefjast í sumar. Áformin hafa verið nokkuð umdeild en framkvæmdarstjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur fagnar frestun framkvæmda en félagið gerir athugasemdir við að umrædd framkvæmd fari ekki í gegnum deiliskipulag. Um er að ræða girðingarframkvæmd í tengslum við áfrorm um stækkun afgirts svæðis vegna vatnsverndar í Heiðmörk. Mbl.is greinir frá því í morgun að Veitur muni ekki hefja framkvæmdir við girðinguna í sumar líkt og til stóð. Veitur staðfesta í skriflegu svari til fréttastofu að framkvæmdir hefjist ekki í sumar, en til standi þó að þær hefjist fyrir áramót. Frestunin eigi sér eðlilegar skýringar, málið sé í undirbúningi og í eðlilegum farvegi og Veitur leggi áherslu á „að vanda vel til verka.“ Fyrirhuguð stækkun á afgirtu svæði er að kröfu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur en eins og staðan er nú er aðeins hluti brunnsvæðis vatnsverndar afgirtur. Ekki er ljóst nákvæmlega hvenær framkvæmdir hefjast en þær háðar útgáfu framkvæmdaleyfis frá Reykjavíkurborg. Vilja málið með inn í deiliskipulag Áformin hafa sætt gagnrýni en Skógræktarfélag Reykjavíkur er meðal þeirra sem óttast að framkvæmdirnar skerði aðgengi að útivistarsvæðinu í Heiðmörk. „Við fögnum því að það sé aðeins verið að bíða með þessa miklu girðingaframkvæmd. En við höfum lagt á það þunga áherslu að þetta sé tekið inn í deiliskipulagsvinnuna,“ segir Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógrægtarfélagsins. „Það var álit Veitna að þetta væri ótengt deiliskipulagsvinnunni en það voru okkar áherslur að þetta væri hluti af deiliskipulagsvinnunni. Þannig að ef það ætti að færa til göngustíga eða ef ætti að skerða aðgengi að Heiðmörk, að þá höfum við lagt á það áherslu að aðgengi allra væri tryggt í Heiðmörk. Og það er borgaryfirvalda að finna út hvernig því skuli háttað,“ segir Auður. Málið sé nokkuð flókið í eðli sínu, en henni þyki eðlilegt að þessi framkvæmd, líkt og önnur áform í tengslum við skipulag svæðisins, sé hluti af deiliskipulagsvinnunni sem nú standi yfir. Ólíkt umræddri girðingarframkvæmd væntir Auður þess að aðgengismál bílaumferðar verði tekin með inn í deiliskipulagið. „Heiðmörk er friðland okkar allra og fagnaði 75 ára afmæli á þessu ári og það er verið að deiliskipuleggja og mikilvægt að vanda til verka þar og það sé ekki verið að taka út einhverja eina framkvæmd eins og þessa girðingaframkvæmd,“ segir Auður. Segjast munu leggja nýjan stíg á undan girðingunni Fram kemur í svari Veitna að stefnt sé að því að leggja nýjan göngustíg áður en afgirt svæði verður stækkað, en núverandi gögnuleið liggur að hluta innan þess svæðis sem til stendur að girða. „Veitur áforma að hefja framkvæmdir fyrir áramót en þá miðum við við að byrja á því að leggja nýjan stíg fyrir fólk sem nýtur útivistar. Ástæðan fyrir því er að hluti af hinum svokallaða Ríkishring fer undir áformað afgirt svæði og vilja Veitur ekki að fólk sem nýtur útivistar í Heiðmörk verði fyrir skerðingu. Í kjölfar þess að nýr stígur hefur verið lagður vilja Veitur hefja vinnu við að stækka afgirt svæði til verndar hreinu vatni. Ekki er ljóst nákvæmlega hvenær framkvæmdir hefjast enda eru þær háðar útgáfu framkvæmdaleyfis frá Reykjavíkurborg,“ segir meðal annars í svari Veitna. Heiðmörk Vatnsból Vatnsvernd í Heiðmörk Reykjavík Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Fleiri fréttir „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Sjá meira
Um er að ræða girðingarframkvæmd í tengslum við áfrorm um stækkun afgirts svæðis vegna vatnsverndar í Heiðmörk. Mbl.is greinir frá því í morgun að Veitur muni ekki hefja framkvæmdir við girðinguna í sumar líkt og til stóð. Veitur staðfesta í skriflegu svari til fréttastofu að framkvæmdir hefjist ekki í sumar, en til standi þó að þær hefjist fyrir áramót. Frestunin eigi sér eðlilegar skýringar, málið sé í undirbúningi og í eðlilegum farvegi og Veitur leggi áherslu á „að vanda vel til verka.“ Fyrirhuguð stækkun á afgirtu svæði er að kröfu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur en eins og staðan er nú er aðeins hluti brunnsvæðis vatnsverndar afgirtur. Ekki er ljóst nákvæmlega hvenær framkvæmdir hefjast en þær háðar útgáfu framkvæmdaleyfis frá Reykjavíkurborg. Vilja málið með inn í deiliskipulag Áformin hafa sætt gagnrýni en Skógræktarfélag Reykjavíkur er meðal þeirra sem óttast að framkvæmdirnar skerði aðgengi að útivistarsvæðinu í Heiðmörk. „Við fögnum því að það sé aðeins verið að bíða með þessa miklu girðingaframkvæmd. En við höfum lagt á það þunga áherslu að þetta sé tekið inn í deiliskipulagsvinnuna,“ segir Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógrægtarfélagsins. „Það var álit Veitna að þetta væri ótengt deiliskipulagsvinnunni en það voru okkar áherslur að þetta væri hluti af deiliskipulagsvinnunni. Þannig að ef það ætti að færa til göngustíga eða ef ætti að skerða aðgengi að Heiðmörk, að þá höfum við lagt á það áherslu að aðgengi allra væri tryggt í Heiðmörk. Og það er borgaryfirvalda að finna út hvernig því skuli háttað,“ segir Auður. Málið sé nokkuð flókið í eðli sínu, en henni þyki eðlilegt að þessi framkvæmd, líkt og önnur áform í tengslum við skipulag svæðisins, sé hluti af deiliskipulagsvinnunni sem nú standi yfir. Ólíkt umræddri girðingarframkvæmd væntir Auður þess að aðgengismál bílaumferðar verði tekin með inn í deiliskipulagið. „Heiðmörk er friðland okkar allra og fagnaði 75 ára afmæli á þessu ári og það er verið að deiliskipuleggja og mikilvægt að vanda til verka þar og það sé ekki verið að taka út einhverja eina framkvæmd eins og þessa girðingaframkvæmd,“ segir Auður. Segjast munu leggja nýjan stíg á undan girðingunni Fram kemur í svari Veitna að stefnt sé að því að leggja nýjan göngustíg áður en afgirt svæði verður stækkað, en núverandi gögnuleið liggur að hluta innan þess svæðis sem til stendur að girða. „Veitur áforma að hefja framkvæmdir fyrir áramót en þá miðum við við að byrja á því að leggja nýjan stíg fyrir fólk sem nýtur útivistar. Ástæðan fyrir því er að hluti af hinum svokallaða Ríkishring fer undir áformað afgirt svæði og vilja Veitur ekki að fólk sem nýtur útivistar í Heiðmörk verði fyrir skerðingu. Í kjölfar þess að nýr stígur hefur verið lagður vilja Veitur hefja vinnu við að stækka afgirt svæði til verndar hreinu vatni. Ekki er ljóst nákvæmlega hvenær framkvæmdir hefjast enda eru þær háðar útgáfu framkvæmdaleyfis frá Reykjavíkurborg,“ segir meðal annars í svari Veitna.
Heiðmörk Vatnsból Vatnsvernd í Heiðmörk Reykjavík Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Fleiri fréttir „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Sjá meira