Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2025 13:45 Sjóða hefur þurft allt neysluvatn á Stöðvarfirði vegna mengunar. Vísir/Vilhelm Nokkrir íbúar á Stöðvarfirði hafa fengið magapest vegna gerlamengunar sem mældist í neysluvatninu. Oddviti minnihlutans segir óheppilegt að upplýsingagjöf hafi verið ábótavant og væntir þess að málið sé í hæsta forgangi hjá framkvæmdavaldinu. Greint er frá málinu í Austurfrétt þar sem segir að ekólí- og kólígerlamengun hafi mælst við sýnatöku þriðjudaginn 22. júlí. Formleg staðfesting barst þó ekki fyrr en sex dögum síðar, á mánudaginn var. Tölvupóstur þess efnis var sendur á starfsmann Fjarðabyggðar sem var í sumarfríi og því barst tilkynning til íbúa ekki fyrr en sólarhring síðar. „Það er auðvitað mjög óheppilegt og mjög leiðinlegt fyrir íbúana á Stöðvarfirði að fá ekki að vita af þessu á þeim tíma sem þeir hefðu getað fengið að vita af þessu. Það er eitthvað sem þarf að skoða og koma í veg fyrir að komi fyrir aftur,“ segir Stefán Þór Eysteinsson, oddviti Fjarðalistans. „Þetta hefur svo sem komið fyrir áður. Þetta er eitthvað sem hefur verið reynt að koma í veg fyrir í langan tíma og er verið að vinna að. Það var búið að binda vonir við að það yrði búið að klára þetta núna í sumar.“ Engin ein lausn fundin Vandræði hafa verið með vatnsbólið á Stöðvafirði í þónokkurn tíma og langan tíma hafi tekið að finna lausn. „Það hefur kannski aðallega reynst erfitt að finna hina einu lausn. Það er búið að skoða ýmislegt í þessu. Það eru margar lausnir til, menn eru með geislunarbúnað og slíkt. Það er hluti af þeim lausnum sem menn hafa verið að skoða til að koma í veg fyrir þetta.“ Hann segist hafa heyrt nokkra óánægju meðal íbúa og haft er eftir íbúum í frétt Austurfréttar að fólk hafi fundið fyrir magapest síðustu daga. Biðlað var til fólks að sjóða allt neysluvatn, í það minnsta fram yfir helgi. „Því miður er þetta eitthvað sem þau hafa þurft að gera áður, sem er auðvitað gríðarlega slæmt og mjög mikilvægt að það sé komið í veg fyrir þetta sem fyrst. Þetta á auðvitað ekki að vera ástand, sem er viðvarandi,“ segir Stefán. „Ég geri ráð fyrir að þetta sé forgangsatriði inni á framkvæmdasviðinu: Að klára þessi mál.“ Óheppileg töf á upplýsingagjöf Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri í Fjarðabyggð segir í samtali við fréttastofu að þegar bænum hafi borist upplýsingar um mengunina hafi starfsmenn farið í það verkefni að skola vatn úr kerfum Stöðvarfjarðar. Opnað var fyrir vatn til að streyma úr kerfinu svo mengunin gæti streymt út. Fara þurfi yfir hvað olli þeirri töf sem varð á upplýsingagjöf. „Það liggur fyrir á mánudegi að það þurfi að grípa til aðgerða um að skola út úr kerfinu,“ segir Jóna Árný. „Vatnsbólið okkar á Stöðvarfirði er tiltölulega hátt uppi í fjalli og samanstendur af nokkrum leiðum inn í það. Þetta er eitt af því sem hefur verið í skoðun hjá okkur. Við munum flýta þeirri vinnu hvernig best er að haga vatninu á Stöðvarfirði í framhaldi af þessu og svo sem fleiri tilfellum,“ segir Jóna Árný. Engar tilkynningar hafi borist bænum um veikindi vegna mengunarinnar en þeim hafi borist það til eyrna. Á morgun verði farið í að kanna það betur. „Fyrir helgi var alveg augljóst af sýnum að mengunin var á verulegu undanhaldi eftir þær aðgerðir sem gripið var til. Það var ákveðið fyrir helgi að halda samt tilmælum til allra íbúa að sjóða vatn yfir helgina. Það verður tekið annað sýni á morgun og við munum senda út upplýsingar um leið og niðurstöður liggja fyrir,“ segir Jóna Árný. „Það er mjög óheppilegt að þessi töf hafi orðið inni í tilkynningarferlinu. Við munum fara yfir þá ferla og skoða hvað betur megi fara í þeim, bæði í samstarfi við HAUST (Heilbrigðiseftirlit Austurlands) og þá sem mæla fyrir okkur, þannig að svona komi ekki upp aftur.“ Fjarðabyggð Vatnsból Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira
Greint er frá málinu í Austurfrétt þar sem segir að ekólí- og kólígerlamengun hafi mælst við sýnatöku þriðjudaginn 22. júlí. Formleg staðfesting barst þó ekki fyrr en sex dögum síðar, á mánudaginn var. Tölvupóstur þess efnis var sendur á starfsmann Fjarðabyggðar sem var í sumarfríi og því barst tilkynning til íbúa ekki fyrr en sólarhring síðar. „Það er auðvitað mjög óheppilegt og mjög leiðinlegt fyrir íbúana á Stöðvarfirði að fá ekki að vita af þessu á þeim tíma sem þeir hefðu getað fengið að vita af þessu. Það er eitthvað sem þarf að skoða og koma í veg fyrir að komi fyrir aftur,“ segir Stefán Þór Eysteinsson, oddviti Fjarðalistans. „Þetta hefur svo sem komið fyrir áður. Þetta er eitthvað sem hefur verið reynt að koma í veg fyrir í langan tíma og er verið að vinna að. Það var búið að binda vonir við að það yrði búið að klára þetta núna í sumar.“ Engin ein lausn fundin Vandræði hafa verið með vatnsbólið á Stöðvafirði í þónokkurn tíma og langan tíma hafi tekið að finna lausn. „Það hefur kannski aðallega reynst erfitt að finna hina einu lausn. Það er búið að skoða ýmislegt í þessu. Það eru margar lausnir til, menn eru með geislunarbúnað og slíkt. Það er hluti af þeim lausnum sem menn hafa verið að skoða til að koma í veg fyrir þetta.“ Hann segist hafa heyrt nokkra óánægju meðal íbúa og haft er eftir íbúum í frétt Austurfréttar að fólk hafi fundið fyrir magapest síðustu daga. Biðlað var til fólks að sjóða allt neysluvatn, í það minnsta fram yfir helgi. „Því miður er þetta eitthvað sem þau hafa þurft að gera áður, sem er auðvitað gríðarlega slæmt og mjög mikilvægt að það sé komið í veg fyrir þetta sem fyrst. Þetta á auðvitað ekki að vera ástand, sem er viðvarandi,“ segir Stefán. „Ég geri ráð fyrir að þetta sé forgangsatriði inni á framkvæmdasviðinu: Að klára þessi mál.“ Óheppileg töf á upplýsingagjöf Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri í Fjarðabyggð segir í samtali við fréttastofu að þegar bænum hafi borist upplýsingar um mengunina hafi starfsmenn farið í það verkefni að skola vatn úr kerfum Stöðvarfjarðar. Opnað var fyrir vatn til að streyma úr kerfinu svo mengunin gæti streymt út. Fara þurfi yfir hvað olli þeirri töf sem varð á upplýsingagjöf. „Það liggur fyrir á mánudegi að það þurfi að grípa til aðgerða um að skola út úr kerfinu,“ segir Jóna Árný. „Vatnsbólið okkar á Stöðvarfirði er tiltölulega hátt uppi í fjalli og samanstendur af nokkrum leiðum inn í það. Þetta er eitt af því sem hefur verið í skoðun hjá okkur. Við munum flýta þeirri vinnu hvernig best er að haga vatninu á Stöðvarfirði í framhaldi af þessu og svo sem fleiri tilfellum,“ segir Jóna Árný. Engar tilkynningar hafi borist bænum um veikindi vegna mengunarinnar en þeim hafi borist það til eyrna. Á morgun verði farið í að kanna það betur. „Fyrir helgi var alveg augljóst af sýnum að mengunin var á verulegu undanhaldi eftir þær aðgerðir sem gripið var til. Það var ákveðið fyrir helgi að halda samt tilmælum til allra íbúa að sjóða vatn yfir helgina. Það verður tekið annað sýni á morgun og við munum senda út upplýsingar um leið og niðurstöður liggja fyrir,“ segir Jóna Árný. „Það er mjög óheppilegt að þessi töf hafi orðið inni í tilkynningarferlinu. Við munum fara yfir þá ferla og skoða hvað betur megi fara í þeim, bæði í samstarfi við HAUST (Heilbrigðiseftirlit Austurlands) og þá sem mæla fyrir okkur, þannig að svona komi ekki upp aftur.“
Fjarðabyggð Vatnsból Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira