Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2025 12:45 Leikmenn Bröndby IF fagna hér marki á móti nágrönnum sínum í FC Kaupamannahöfn og það á sjálfum Parken. Getty/Kristian Tuxen Ladegaard Berg Danskir fjölmiðlar segja frá vandræðalegum liðsfundi fyrir nýja leikmenn Bröndby í fótboltanum en danska félagið er þessa dagana að undirbúa sig fyrir leiki á móti Víkingum í Sambandsdeildinni seinna í þessari viku. Víkingur fær Bröndby í heimsókn í Víkina á fimmtudaginn í fyrri leik liðanna í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Í boði er sæti í umspilsleikjum um sæti í Sambandsdeildinni þar sem mótherjinn verður tapliðið úr leik Servette frá Sviss og Utrecht frá Hollandi. Frederik Birk er þjálfari Bröndby og hann viðurkenndi í viðtali við Bold vefinn að upp kom vandræðalega stund á dögunum eftir liðsfund liðsins. Bröndby er með japönsku leikmennina Shō Fukuda og Kōtarō Uchino en þeir eru báðir framherjar og komu báðir til danska félagsins í síðasta mánuði. Þeir kunna ekki orð í dönsku ennþá og leikgreinandi danska félagsins leitaði því til gervigreindarinnar til að þýða fyrir sig fyrirlestur sinn um komandi leik. „Sho og Kotaro komu út af fundinum frekar ringlaðir þar sem Sören, leikgreinandinn minn, hafði verið með fyrirlestur um næstu mótherja okkar. Hann fékk gervigreindina til að hjálpa sér með japönskuna en hún fór bara að tala um kjúklinga og grænmeti. Þeir vissu því ekki alveg hvaða taktík var átt við,“ sagði Frederik Birk við bold.dk. „Það var líka eitthvað um það að við vildum taka yfir Þýskaland og sögulega var þetta einnig að skapa rugling hjá þeim,“ sagði Birk og hló. Kotaro er 22 ára og kom frá Tsukuba University en Sho er ári eldri og kom frá Shonan Bellmare. Báðir gerðu samning til ársins 2029. View this post on Instagram A post shared by 𝐌𝐞𝐫𝐞 𝐅𝐨𝐝𝐛𝐨𝐥𝐝 (@merefodbold) Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja Sjá meira
Víkingur fær Bröndby í heimsókn í Víkina á fimmtudaginn í fyrri leik liðanna í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Í boði er sæti í umspilsleikjum um sæti í Sambandsdeildinni þar sem mótherjinn verður tapliðið úr leik Servette frá Sviss og Utrecht frá Hollandi. Frederik Birk er þjálfari Bröndby og hann viðurkenndi í viðtali við Bold vefinn að upp kom vandræðalega stund á dögunum eftir liðsfund liðsins. Bröndby er með japönsku leikmennina Shō Fukuda og Kōtarō Uchino en þeir eru báðir framherjar og komu báðir til danska félagsins í síðasta mánuði. Þeir kunna ekki orð í dönsku ennþá og leikgreinandi danska félagsins leitaði því til gervigreindarinnar til að þýða fyrir sig fyrirlestur sinn um komandi leik. „Sho og Kotaro komu út af fundinum frekar ringlaðir þar sem Sören, leikgreinandinn minn, hafði verið með fyrirlestur um næstu mótherja okkar. Hann fékk gervigreindina til að hjálpa sér með japönskuna en hún fór bara að tala um kjúklinga og grænmeti. Þeir vissu því ekki alveg hvaða taktík var átt við,“ sagði Frederik Birk við bold.dk. „Það var líka eitthvað um það að við vildum taka yfir Þýskaland og sögulega var þetta einnig að skapa rugling hjá þeim,“ sagði Birk og hló. Kotaro er 22 ára og kom frá Tsukuba University en Sho er ári eldri og kom frá Shonan Bellmare. Báðir gerðu samning til ársins 2029. View this post on Instagram A post shared by 𝐌𝐞𝐫𝐞 𝐅𝐨𝐝𝐛𝐨𝐥𝐝 (@merefodbold)
Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja Sjá meira