„Mig langar ekki lengur að deyja“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 08:00 Ninna fékk ekki þá aðstoð sem hún þurfti í almenna geðheilbrigðiskerfinu. Aðsend Í meira en áratug barðist Ninna Karla Katrínar við þunglyndi, áföll og geðheilbrigðiskerfi sem virtist ætla að laga hana með lyfseðlum og námskeiðum, en aldrei með raunverulegri hlustun. Þegar hún kynntist Hugarafli breyttist allt og í ár hyggst hún „dansilabba“ tíu kílómetra fyrir samtökin sem björguðu að hennar sögn lífi hennar. Þegar kerfið bregst aftur og aftur Ninna hefur glímt við margskonar andlegar áskoranir síðan hún var ung; einelti í grunnskóla og fleiri áföll. Hún lýsir því hvernig hún fór marga hringi í „almenna“ geðheilbrigðiskerfinu. „Ég var búin að reyna að leita mér aðstoðar ítrekað í geðheilbrigðiskerfinu síðan ég var ólétt að eldri dóttur minni, árið 2009, en aldrei með fullnægjandi árangri. Ég var þó búin að leita mér aðstoðar lengur en það, eða síðan ég var unglingur. Ég var sett á þunglyndislyf fyrst þegar ég var unglingur. Ég gleypti þau öll, endaði uppi á spítala og var svo send heim með ný þunglyndislyf. Ég leitaði til heimilislækna, ég var sett á þunglyndislyf og send heim. Ég varð verulega þunglynd eftir fæðingu yngri dóttur minnar og var sett á lyf og boðið á HAM námskeið. Ég hef ekki tölu á því hversu mörg HAM námskeið ég hef farið á. Með allri virðingu fyrir HAM, það hefur nýst mér heilmikið í daglegu lífi, en það er ekki nóg. Mín upplifun af þessu almenna kerfi er að þú ert svolítið eins og númer á blaði. Það er alltaf verið að einblína á það sem þarf að lækna, það sem þarf að laga – og þá er meira og minna alltaf notast við lyf. Mig langaði ekki að lifa svona. Árið 2015 leitaði Ninna fyrst á bráðamóttöku geðdeilar- eftir sjálfsvígstilraun. Henni var vísað heim. „Ég var, að þeirra sögn, ekki nógu veik til að vera lögð inn. Þá fór ég á enn eitt HAM námskeiðið. Ég keyrði mig áfram í námi, vinnu, sinnti börnum og heimili og endaði í algjörri kulnun árið 2019. Þá fór ég enn eina ferðina upp á geðdeild og þáverandi kærastinn minn með, sem sætti sig ekki við að það ætti að senda mig heim, enda var ég búin að reyna að enda líf mitt nokkrum sinnum, og ég var lögð inn. Ég var lögð inn á fimmtudagskvöldi. Ég hitti geðlækni í nokkrar mínútur á föstudeginum og svo kom helgin. Þá voru engin viðtöl í boði, hvorki við geðlækni né sálfræðinga, og mér leið eiginlega bara eins og ég væri í hvíldarinnlögn. Sem var svosem ágætt, en ekki það sem ég þurfti. Á mánudagsmorgni fór ég svo í greiningarviðtal og var svo send heim með þunglyndis- og kvíðagreiningu í farteskinu og ávísun í ADHD greiningu.“ Eftir þetta mætti Ninna í Brúna, sem á að vera brú frá geðdeild yfir á vinnumarkaðinn. Það voru alls sex skipti í boði, einu sinni í viku. Hún lýsir því hvernig henni fannst hún vera að niðurlotum komin á þessum tíma. Mér fannst ég ekki vera að fá hjálpina sem ég þurfti, ég kom allsstaðar að lokuðum dyrum og eina markmið kerfisins var að henda mér sem allra fyrst út á vinnumarkaðinn. Þegar maður fer inn á geðdeild þá hittir maður fólk sem er á sama stað og maður sjálfur; allir þar inni eiga það sameiginlegt að vera á versta stað í lífinu. Svo kemuru út og hugsar bara: „Hvað núna?” Það er auðvelt að upplifa eins og maður sé algjörlega einn í heiminum.“ Ninna hefur gengið í gegnum langt og strembið bataferli undanfarin fimm ár.Aðsend Á botninum Í byrjun árs 2020 komst Ninna að hjá Virk. „Það leit vel út í fyrstu, ég fékk líkamsræktarkort, ég var komin á sjúkradagpeninga, sá fram á að geta séð fyrir mér og börnunum mínum og á sama tíma unnið í sjálfri mér almennilega. Það hafði margt gengið á, ég var að fara út úr erfiðu sambandi, ég hafði upplifað ýmis áföll síðan ég var barn sem ég hafði ekki unnið úr og þarna fannst mér loksins að það yrði hlustað á mig, að mér yrði hjálpað. En svo var ekki raunin. Vissulega spilaði Covid þarna inn í, allt lokaði og ég var send heim í fjarþjálfun. Ekkert annað, engin viðtöl, bara líkamsrækt heima. Og símtal við ráðgjafann minn, sem var alltaf að þrýsta á að ég færi sem fyrst út á vinnumarkaðinn,“segir Ninna. Upplifun hennar er sú að í öllu þessu hafi engin fókus verið á sjálfsvinnuna, sem hún var loksins tilbúin að takast á við. Það eina sem hafi verið í boði var kvíðanámskeið. „Ég gafst upp á Virk um sumarið. Ég var búin að vera mestmegnis ein, ég bjó í pínulítilli íbúð og vegna Covid og míns andlega ástands var hentugra að börnin mín væru að mestu hjá pabba sínum. Ég var einmana, fór að drekka mikið, einangraðist mikið og var alls ekkert að vinna í sjálfri mér, enda vissi ég ekkert hvernig ég ætti að fara að því. Ég var þarna byrjuð í sambandi með ofbeldismanni en var blind á rauðu flöggin, enda vel brennd og aldrei búin að vinna úr áföllunum mínum. Með honum datt ég í mikla grasneyslu og var algjörlega að missa tökin á lífinu. Ég vildi alls ekki lifa lengur og ég hafði ekki hugmynd um hvernig ég ætti að koma í veg fyrir það. Ég hélt að ég væri búin að reyna allt. Ég var búin að gera allt rétt; ég fór inn á geðdeild, ég fór í öll prógrömm eftir það sem ég var sett í, ég fór í Virk, mér mistókst. Ég klúðraði þessu og fannst ég ekki eiga skilið að lifa lengur.“ Allt annað viðmót Seint um haustið benti vinkona Ninnu henni á Hugarafl. Ninna var á þessum tíma „á botninum“ eins og hún orðar það. Þetta voru þung skref sem áttu þó eftir að reynast mikil heillaskref. „Vegna samkomutakmarkana var húsið nánast lokað en það kom ekki að sök og ég komst að í nýliðaviðtali og fór í framhaldinu að mæta á fundi á zoom. Ég fann það fljótt að Hugarafl hentaði mér vel. Það var engin pressa á að drífa sig út á vinnumarkaðinn; ég gat unnið mína sjálfsvinnu á þeim hraða sem mér hentaði og á þann hátt sem ég vildi. Ég var enn í ofbeldissambandi en viðurkenndi það ekki fyrir neinum. En á sama tíma og ég var brotin niður af fyrrverandi kærasta mínum var ég að læra hvað bati og valdefling þýddu og hvernig ég gæti notað það sem ég lærði í mínu daglega lífi. Þegar ég kom inn í Hugarafl mætti ég viðmóti sem ég hafði aldrei upplifað áður. Það fyrsta sem ég tók eftir var að ég var ekki spurð: „Hvað er að þér?“heldur: „Hvað kom fyrir?“ Það var einblínt á rót vandans. Það er auðvitað bara þannig að áfallaviðbrögð, sem oft eru þunglyndi, kvíði og vanlíðan- þetta eru einfaldlega eðlileg viðbrögð við mjög óeðlilegum aðstæðum. Við vinnum eftir batamódeli í Hugarafli – af því að bati er ekki það sama og lækning. Við tölum aldrei um hinar eða þessar greiningar. Þetta snýst ekki um að þú þurfir að „laga” þig. Það skiptir máli að einblína á styrkleikana sína; hvað hef ég og hvernig get ég ræktað það? Og lifa síðan eins góðu lífi og hægt er, með það sem þú hefur í höndunum. Það sem hafði svo mikla þýðingu fyrir mig var að koma þarna inn og sjá aðra sem höfðu verið á sama stað og ég og voru komnir lengra en ég í bataferlinu. Þá sá ég að þetta var í alvörunni hægt, ég fékk svona hálfpartinn lánaða von hjá þeim sem voru lengra komnir. Vonin er nefnilega svo mikilvæg, hún skiptir öllu, eins klisjulega og það hljómar þá er það satt.“ Ninna lýsir Hugarafli sem griðarstað.Aðsend Hæðir og lægðir Ninna minnist sérstaklega á mikilvægi jafningjastuðnings í þessu samhengi. „Þegar ég var bara númer í kerfinu var upplifun mín að mér væri bara þeytt fram og til baka eftir því sem þeim hentaði, ég hafði ekkert um málin að segja og það voru alltaf einhverjir aðrir sem „stjórnuðu”. Ninna sótti bæði einstaklingsviðtöl og hópavinnu hjá Hugarafli. Hún átti síðar eftir að fara í endurhæfingu hjá TR í gegnum Hugarafl og um sumarið árið 2021 lét hún langþráðan draum rætast og skráði sig í listförðunarnám. „Á svipuðum tíma stofnaði ég, ásamt fleiri frábærum konum, félagasamtökin Öfgar. Aldrei á ævinni hefði ég getað ímyndað mér að ég yrði hávær og ófeiminn femínisti og aktívisti. Það er Hugarafli að þakka.“ Um svipað leyti gerði Ninna tilraun til að losna úr ofbeldissambandinu en það reyndist allt annað en auðvelt. „Í september 2021 fór ég, mölbrotin eina ferðina enn, upp í Hugarafl og fékk stuðning um leið. Ég talaði við starfsmann í marga klukkutíma og hún hjálpaði mér meira en orð fá lýst. Ég fór í framhaldi af því í viðtöl í Bjarkarhlíð og loks, í lok september, losnaði ég úr sambandinu fyrir fullt og allt. En þó að kona losni úr ofbeldissambandi þá þýðir það ekki að allt sé glimmer og gleði eftir það,“segir Ninna jafnframt, en undanfarin ár hefur hún unnið markvisst úr afleiðingum ofbeldissambandsins, sem og fleiri áföll úr fortíðinni. Þessa vinnu hefði ég aldrei getað unnið ein. Ninna byrjaði síðan að sinna sjálfboðavinnu hjá Hugarafli- sem átti eftir að vinda verulega upp á sig. „Það sem var svo frábært var hvað sjálfboðaliðastörfin voru fjölbreytt. Ég var til dæmis einn daginn að finna netföng hjá ýmsum stofnunum og fólki til að bjóða því á opnunarhátíð Hugarafls. Næsta dag var ég svo að raða í uppþvottavélina. Tveir mjög ólíkir hlutir en báðir mjög valdeflandi.“ Hún varð seinna meir hópstjóri. Og í dag er hún orðin starfsmaður félagsins og fær að fylgjast með fólki í bata á hverjum degi. „Hugarafl er griðastaður. Það er eitthvað alveg einstakt við það að koma í hús, hitta annað fólk sem tekur mani alveg eins og man er og gera allskonar saman, spila á spil, spila tónlist, föndra og spjalla. Ég á yndislega fjölskyldu en ég segi alltaf að þarna inni hafi ég fengið auka fjölskyldu.“ Ninna er í dag orðin starfsmaður hjá Hugarafli og nýtur þess að gefa til baka,Aðsend Ætlar að dansilabba tíu kílómetra Í dag er Ninna á góðum stað í lífinu. Hún hefur verið lyfjalaus í fjögur ár. „Að þurfa að reiða sig á lyf til að halda dampi er ekki eitthvað sem mig langaði að þurfa að gera alla ævi. Ég hætti því á lyfjunum í samráði við lækni. Ég hefði aldrei gert það ef ég hefði ekki verið komin svona langt í sjálfsvinnunni minni. Það sem ég þurfti helst var að valdefla mig, trúa á sjálfa mig á ný og trúa því að ég væri einhvers virði. Ég er enn að vinna daglega í sjálfri mér, enda er sjálfsvinnan sú vinna sem við hættum aldrei að vinna. Mig langar ekki lengur að deyja og mig hefur ekki langað til þess í langan tíma.“ Þann 23. ágúst næstkomandi fer fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Ninna ætlar að taka þátt og safna áheitum fyrir Hugarafl. Það ætlar hún að gera með því að „dansilabba“ en dansilabb er eitt af því sem hún hefur kynnst í gegnum starfið í Hugarafli. „Ég er nefnilega alls enginn hlaupari og finnst hreinlega ekki gaman að hlaupa- en hinsvegar finnst mér mjög gaman að dansa og sérstaklega að dansilabba! Það er eitt af þeim verkfærum sem hafa hjálpað mér heilmikið í batavinnunni minni. Að dansilabba, með tónlist í eyrunum og vera alveg sama um allt á meðan, það er svo ótrúlega frelsandi, valdeflandi og skemmtilegt,“ segir hún. „Ég hef farið í viðtöl til fagaðila sem og annars starfsfólks innan Hugarafls, starfsfólks sem hefur setið ótal námskeið og lært mikið um jafningafræðslu- og stuðning og mér finnst ekki skipta máli hvort manneskjan er faglærð eða ekki, alltaf fæ ég gott viðmót og ómetanlega aðstoð. Kannski finnst öðrum það mikilvægt að fá aðstoð frá fagaðilum frekar en ófaglærðu fólki en til þess að ráða inn fleira fólk þarf Hugarafl á frekari fjárhagsstuðning að halda. Þetta ómetanlega félag,sem hefur hjálpað svo mörgum, á það svo sannarlega skilið. Núna eru fjögur önnur að fara að hlaupa fyrir Hugarafl og mig langar að þakka þeim; þetta er svo dýrmætt fyrir félagið okkar. Þetta er fólk að gefa til baka til félagsins á þann hátt sem það getur.“ Hér má heita á Ninnu og styðja við starfsemi Hugarafls. Hér má finna heimasíðu Hugarafls og nánari upplýsingar um starfsemina. Reykjavíkurmaraþon Geðheilbrigði Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Þegar kerfið bregst aftur og aftur Ninna hefur glímt við margskonar andlegar áskoranir síðan hún var ung; einelti í grunnskóla og fleiri áföll. Hún lýsir því hvernig hún fór marga hringi í „almenna“ geðheilbrigðiskerfinu. „Ég var búin að reyna að leita mér aðstoðar ítrekað í geðheilbrigðiskerfinu síðan ég var ólétt að eldri dóttur minni, árið 2009, en aldrei með fullnægjandi árangri. Ég var þó búin að leita mér aðstoðar lengur en það, eða síðan ég var unglingur. Ég var sett á þunglyndislyf fyrst þegar ég var unglingur. Ég gleypti þau öll, endaði uppi á spítala og var svo send heim með ný þunglyndislyf. Ég leitaði til heimilislækna, ég var sett á þunglyndislyf og send heim. Ég varð verulega þunglynd eftir fæðingu yngri dóttur minnar og var sett á lyf og boðið á HAM námskeið. Ég hef ekki tölu á því hversu mörg HAM námskeið ég hef farið á. Með allri virðingu fyrir HAM, það hefur nýst mér heilmikið í daglegu lífi, en það er ekki nóg. Mín upplifun af þessu almenna kerfi er að þú ert svolítið eins og númer á blaði. Það er alltaf verið að einblína á það sem þarf að lækna, það sem þarf að laga – og þá er meira og minna alltaf notast við lyf. Mig langaði ekki að lifa svona. Árið 2015 leitaði Ninna fyrst á bráðamóttöku geðdeilar- eftir sjálfsvígstilraun. Henni var vísað heim. „Ég var, að þeirra sögn, ekki nógu veik til að vera lögð inn. Þá fór ég á enn eitt HAM námskeiðið. Ég keyrði mig áfram í námi, vinnu, sinnti börnum og heimili og endaði í algjörri kulnun árið 2019. Þá fór ég enn eina ferðina upp á geðdeild og þáverandi kærastinn minn með, sem sætti sig ekki við að það ætti að senda mig heim, enda var ég búin að reyna að enda líf mitt nokkrum sinnum, og ég var lögð inn. Ég var lögð inn á fimmtudagskvöldi. Ég hitti geðlækni í nokkrar mínútur á föstudeginum og svo kom helgin. Þá voru engin viðtöl í boði, hvorki við geðlækni né sálfræðinga, og mér leið eiginlega bara eins og ég væri í hvíldarinnlögn. Sem var svosem ágætt, en ekki það sem ég þurfti. Á mánudagsmorgni fór ég svo í greiningarviðtal og var svo send heim með þunglyndis- og kvíðagreiningu í farteskinu og ávísun í ADHD greiningu.“ Eftir þetta mætti Ninna í Brúna, sem á að vera brú frá geðdeild yfir á vinnumarkaðinn. Það voru alls sex skipti í boði, einu sinni í viku. Hún lýsir því hvernig henni fannst hún vera að niðurlotum komin á þessum tíma. Mér fannst ég ekki vera að fá hjálpina sem ég þurfti, ég kom allsstaðar að lokuðum dyrum og eina markmið kerfisins var að henda mér sem allra fyrst út á vinnumarkaðinn. Þegar maður fer inn á geðdeild þá hittir maður fólk sem er á sama stað og maður sjálfur; allir þar inni eiga það sameiginlegt að vera á versta stað í lífinu. Svo kemuru út og hugsar bara: „Hvað núna?” Það er auðvelt að upplifa eins og maður sé algjörlega einn í heiminum.“ Ninna hefur gengið í gegnum langt og strembið bataferli undanfarin fimm ár.Aðsend Á botninum Í byrjun árs 2020 komst Ninna að hjá Virk. „Það leit vel út í fyrstu, ég fékk líkamsræktarkort, ég var komin á sjúkradagpeninga, sá fram á að geta séð fyrir mér og börnunum mínum og á sama tíma unnið í sjálfri mér almennilega. Það hafði margt gengið á, ég var að fara út úr erfiðu sambandi, ég hafði upplifað ýmis áföll síðan ég var barn sem ég hafði ekki unnið úr og þarna fannst mér loksins að það yrði hlustað á mig, að mér yrði hjálpað. En svo var ekki raunin. Vissulega spilaði Covid þarna inn í, allt lokaði og ég var send heim í fjarþjálfun. Ekkert annað, engin viðtöl, bara líkamsrækt heima. Og símtal við ráðgjafann minn, sem var alltaf að þrýsta á að ég færi sem fyrst út á vinnumarkaðinn,“segir Ninna. Upplifun hennar er sú að í öllu þessu hafi engin fókus verið á sjálfsvinnuna, sem hún var loksins tilbúin að takast á við. Það eina sem hafi verið í boði var kvíðanámskeið. „Ég gafst upp á Virk um sumarið. Ég var búin að vera mestmegnis ein, ég bjó í pínulítilli íbúð og vegna Covid og míns andlega ástands var hentugra að börnin mín væru að mestu hjá pabba sínum. Ég var einmana, fór að drekka mikið, einangraðist mikið og var alls ekkert að vinna í sjálfri mér, enda vissi ég ekkert hvernig ég ætti að fara að því. Ég var þarna byrjuð í sambandi með ofbeldismanni en var blind á rauðu flöggin, enda vel brennd og aldrei búin að vinna úr áföllunum mínum. Með honum datt ég í mikla grasneyslu og var algjörlega að missa tökin á lífinu. Ég vildi alls ekki lifa lengur og ég hafði ekki hugmynd um hvernig ég ætti að koma í veg fyrir það. Ég hélt að ég væri búin að reyna allt. Ég var búin að gera allt rétt; ég fór inn á geðdeild, ég fór í öll prógrömm eftir það sem ég var sett í, ég fór í Virk, mér mistókst. Ég klúðraði þessu og fannst ég ekki eiga skilið að lifa lengur.“ Allt annað viðmót Seint um haustið benti vinkona Ninnu henni á Hugarafl. Ninna var á þessum tíma „á botninum“ eins og hún orðar það. Þetta voru þung skref sem áttu þó eftir að reynast mikil heillaskref. „Vegna samkomutakmarkana var húsið nánast lokað en það kom ekki að sök og ég komst að í nýliðaviðtali og fór í framhaldinu að mæta á fundi á zoom. Ég fann það fljótt að Hugarafl hentaði mér vel. Það var engin pressa á að drífa sig út á vinnumarkaðinn; ég gat unnið mína sjálfsvinnu á þeim hraða sem mér hentaði og á þann hátt sem ég vildi. Ég var enn í ofbeldissambandi en viðurkenndi það ekki fyrir neinum. En á sama tíma og ég var brotin niður af fyrrverandi kærasta mínum var ég að læra hvað bati og valdefling þýddu og hvernig ég gæti notað það sem ég lærði í mínu daglega lífi. Þegar ég kom inn í Hugarafl mætti ég viðmóti sem ég hafði aldrei upplifað áður. Það fyrsta sem ég tók eftir var að ég var ekki spurð: „Hvað er að þér?“heldur: „Hvað kom fyrir?“ Það var einblínt á rót vandans. Það er auðvitað bara þannig að áfallaviðbrögð, sem oft eru þunglyndi, kvíði og vanlíðan- þetta eru einfaldlega eðlileg viðbrögð við mjög óeðlilegum aðstæðum. Við vinnum eftir batamódeli í Hugarafli – af því að bati er ekki það sama og lækning. Við tölum aldrei um hinar eða þessar greiningar. Þetta snýst ekki um að þú þurfir að „laga” þig. Það skiptir máli að einblína á styrkleikana sína; hvað hef ég og hvernig get ég ræktað það? Og lifa síðan eins góðu lífi og hægt er, með það sem þú hefur í höndunum. Það sem hafði svo mikla þýðingu fyrir mig var að koma þarna inn og sjá aðra sem höfðu verið á sama stað og ég og voru komnir lengra en ég í bataferlinu. Þá sá ég að þetta var í alvörunni hægt, ég fékk svona hálfpartinn lánaða von hjá þeim sem voru lengra komnir. Vonin er nefnilega svo mikilvæg, hún skiptir öllu, eins klisjulega og það hljómar þá er það satt.“ Ninna lýsir Hugarafli sem griðarstað.Aðsend Hæðir og lægðir Ninna minnist sérstaklega á mikilvægi jafningjastuðnings í þessu samhengi. „Þegar ég var bara númer í kerfinu var upplifun mín að mér væri bara þeytt fram og til baka eftir því sem þeim hentaði, ég hafði ekkert um málin að segja og það voru alltaf einhverjir aðrir sem „stjórnuðu”. Ninna sótti bæði einstaklingsviðtöl og hópavinnu hjá Hugarafli. Hún átti síðar eftir að fara í endurhæfingu hjá TR í gegnum Hugarafl og um sumarið árið 2021 lét hún langþráðan draum rætast og skráði sig í listförðunarnám. „Á svipuðum tíma stofnaði ég, ásamt fleiri frábærum konum, félagasamtökin Öfgar. Aldrei á ævinni hefði ég getað ímyndað mér að ég yrði hávær og ófeiminn femínisti og aktívisti. Það er Hugarafli að þakka.“ Um svipað leyti gerði Ninna tilraun til að losna úr ofbeldissambandinu en það reyndist allt annað en auðvelt. „Í september 2021 fór ég, mölbrotin eina ferðina enn, upp í Hugarafl og fékk stuðning um leið. Ég talaði við starfsmann í marga klukkutíma og hún hjálpaði mér meira en orð fá lýst. Ég fór í framhaldi af því í viðtöl í Bjarkarhlíð og loks, í lok september, losnaði ég úr sambandinu fyrir fullt og allt. En þó að kona losni úr ofbeldissambandi þá þýðir það ekki að allt sé glimmer og gleði eftir það,“segir Ninna jafnframt, en undanfarin ár hefur hún unnið markvisst úr afleiðingum ofbeldissambandsins, sem og fleiri áföll úr fortíðinni. Þessa vinnu hefði ég aldrei getað unnið ein. Ninna byrjaði síðan að sinna sjálfboðavinnu hjá Hugarafli- sem átti eftir að vinda verulega upp á sig. „Það sem var svo frábært var hvað sjálfboðaliðastörfin voru fjölbreytt. Ég var til dæmis einn daginn að finna netföng hjá ýmsum stofnunum og fólki til að bjóða því á opnunarhátíð Hugarafls. Næsta dag var ég svo að raða í uppþvottavélina. Tveir mjög ólíkir hlutir en báðir mjög valdeflandi.“ Hún varð seinna meir hópstjóri. Og í dag er hún orðin starfsmaður félagsins og fær að fylgjast með fólki í bata á hverjum degi. „Hugarafl er griðastaður. Það er eitthvað alveg einstakt við það að koma í hús, hitta annað fólk sem tekur mani alveg eins og man er og gera allskonar saman, spila á spil, spila tónlist, föndra og spjalla. Ég á yndislega fjölskyldu en ég segi alltaf að þarna inni hafi ég fengið auka fjölskyldu.“ Ninna er í dag orðin starfsmaður hjá Hugarafli og nýtur þess að gefa til baka,Aðsend Ætlar að dansilabba tíu kílómetra Í dag er Ninna á góðum stað í lífinu. Hún hefur verið lyfjalaus í fjögur ár. „Að þurfa að reiða sig á lyf til að halda dampi er ekki eitthvað sem mig langaði að þurfa að gera alla ævi. Ég hætti því á lyfjunum í samráði við lækni. Ég hefði aldrei gert það ef ég hefði ekki verið komin svona langt í sjálfsvinnunni minni. Það sem ég þurfti helst var að valdefla mig, trúa á sjálfa mig á ný og trúa því að ég væri einhvers virði. Ég er enn að vinna daglega í sjálfri mér, enda er sjálfsvinnan sú vinna sem við hættum aldrei að vinna. Mig langar ekki lengur að deyja og mig hefur ekki langað til þess í langan tíma.“ Þann 23. ágúst næstkomandi fer fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Ninna ætlar að taka þátt og safna áheitum fyrir Hugarafl. Það ætlar hún að gera með því að „dansilabba“ en dansilabb er eitt af því sem hún hefur kynnst í gegnum starfið í Hugarafli. „Ég er nefnilega alls enginn hlaupari og finnst hreinlega ekki gaman að hlaupa- en hinsvegar finnst mér mjög gaman að dansa og sérstaklega að dansilabba! Það er eitt af þeim verkfærum sem hafa hjálpað mér heilmikið í batavinnunni minni. Að dansilabba, með tónlist í eyrunum og vera alveg sama um allt á meðan, það er svo ótrúlega frelsandi, valdeflandi og skemmtilegt,“ segir hún. „Ég hef farið í viðtöl til fagaðila sem og annars starfsfólks innan Hugarafls, starfsfólks sem hefur setið ótal námskeið og lært mikið um jafningafræðslu- og stuðning og mér finnst ekki skipta máli hvort manneskjan er faglærð eða ekki, alltaf fæ ég gott viðmót og ómetanlega aðstoð. Kannski finnst öðrum það mikilvægt að fá aðstoð frá fagaðilum frekar en ófaglærðu fólki en til þess að ráða inn fleira fólk þarf Hugarafl á frekari fjárhagsstuðning að halda. Þetta ómetanlega félag,sem hefur hjálpað svo mörgum, á það svo sannarlega skilið. Núna eru fjögur önnur að fara að hlaupa fyrir Hugarafl og mig langar að þakka þeim; þetta er svo dýrmætt fyrir félagið okkar. Þetta er fólk að gefa til baka til félagsins á þann hátt sem það getur.“ Hér má heita á Ninnu og styðja við starfsemi Hugarafls. Hér má finna heimasíðu Hugarafls og nánari upplýsingar um starfsemina.
Reykjavíkurmaraþon Geðheilbrigði Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira