Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 20:02 Lögreglan í Vestmannaeyjum og á Akureyri segir að þrátt fyrir að erilsamt hafi verið um verslunarmannahelgina hafi helgin verið sambærileg eða jafnvel rólegri en fyrri hátíðir. Veður spilaði stóran þátt á báðum stöðum. Vísir Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum. Stefán Jónsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögregluna hafa verið með mikinn viðbúnað yfir þjóðhátíð þar sem 30 lögreglumenn voru að störfum. Alls sinnti lögreglan þar 287 málum yfir hátíðina 18 hegningarlagabrot voru skráð í lögreglukerfið, flest ofbeldisbrot. Þá voru 23 sérrefsilagabrot skráð, flest áfengislagabrot og fíkniefnalagabrot. Málin eru flest öll í rannsókn. „Svona heilt yfir erum við sátt við hátíðina. Það kom þessi veðursprenging aðfararnótt laugardagins og ýmis verkefni í tengslum við það,“ segir Stefán. Stefán segir að reynslan sýni að oft sé tilkynnt um brot einhverjum dögum eftir að hátíðinni lýkur. Hann segir að enn sem komið er sé ekki gefið upp hvort kynferðisabrot hafi verið tilkynnti til lögreglu. „Við viljum ekki fara djúpt í tölfræðina að svo stöddu út af rannsóknarhagsmunum,“ segir Stefán. Hann segir að lögreglan fái iðulega talsvert af óskilamunum eftir hátíðina og hægt að grennslast fyrir um týnda muni hjá embættinu. Þá muni embættið lýsa eftir eigendum á Facebook síðu sinni. Flugeldum kastað að fólki Alls sinnti lögreglan á Akureyri þar sem hátíðin Ein með öllu fór fram, 280 málum frá föstudagsmorgni og þar til í morgun. Þar af voru átta hegningarlagabrot eins og líkamsárásir, heimilisofbeldi og innbrot. Fimmtíu hraðakstursmál komu upp og átta sérrefsilagabrot eins og vopnaburður og fíkniefnamisferli. Eitt mál kom upp þar sem flugeldum var kastað að fólki en engin slasaðist. . Kristófer Hafsteinsson varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri segir að ekkert kynferðisbrot hafi verið tilkynnt en oft komi tilkynningar eftir helgina. Almennt hafi gengið vel miðað við mannfjölda. „Hátíðin var rólegri en verslunarmannahelgin í fyrra en það var greinilegt að það voru fleiri í bænum en þá,“ segir Kristófer. Aðspurður um hvort gott veður hafi haft jákvæð áhrif á gesti svarar hann: „Já alveg örugglega.“ Verslunarmannahelgin Akureyri Lögreglumál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Stefán Jónsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögregluna hafa verið með mikinn viðbúnað yfir þjóðhátíð þar sem 30 lögreglumenn voru að störfum. Alls sinnti lögreglan þar 287 málum yfir hátíðina 18 hegningarlagabrot voru skráð í lögreglukerfið, flest ofbeldisbrot. Þá voru 23 sérrefsilagabrot skráð, flest áfengislagabrot og fíkniefnalagabrot. Málin eru flest öll í rannsókn. „Svona heilt yfir erum við sátt við hátíðina. Það kom þessi veðursprenging aðfararnótt laugardagins og ýmis verkefni í tengslum við það,“ segir Stefán. Stefán segir að reynslan sýni að oft sé tilkynnt um brot einhverjum dögum eftir að hátíðinni lýkur. Hann segir að enn sem komið er sé ekki gefið upp hvort kynferðisabrot hafi verið tilkynnti til lögreglu. „Við viljum ekki fara djúpt í tölfræðina að svo stöddu út af rannsóknarhagsmunum,“ segir Stefán. Hann segir að lögreglan fái iðulega talsvert af óskilamunum eftir hátíðina og hægt að grennslast fyrir um týnda muni hjá embættinu. Þá muni embættið lýsa eftir eigendum á Facebook síðu sinni. Flugeldum kastað að fólki Alls sinnti lögreglan á Akureyri þar sem hátíðin Ein með öllu fór fram, 280 málum frá föstudagsmorgni og þar til í morgun. Þar af voru átta hegningarlagabrot eins og líkamsárásir, heimilisofbeldi og innbrot. Fimmtíu hraðakstursmál komu upp og átta sérrefsilagabrot eins og vopnaburður og fíkniefnamisferli. Eitt mál kom upp þar sem flugeldum var kastað að fólki en engin slasaðist. . Kristófer Hafsteinsson varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri segir að ekkert kynferðisbrot hafi verið tilkynnt en oft komi tilkynningar eftir helgina. Almennt hafi gengið vel miðað við mannfjölda. „Hátíðin var rólegri en verslunarmannahelgin í fyrra en það var greinilegt að það voru fleiri í bænum en þá,“ segir Kristófer. Aðspurður um hvort gott veður hafi haft jákvæð áhrif á gesti svarar hann: „Já alveg örugglega.“
Verslunarmannahelgin Akureyri Lögreglumál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira