Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 5. ágúst 2025 22:44 Skúli Björn Gunnarsson með laxinn sem hann veiddi í gær á Efri-Jökuldal um einn kílómetra ofan Stuðlagils. Skúli Björn Gunnarsson Nítján árum eftir að Jökulsá á Dal var stífluð við Kárahnjúka hefur tekist að byggja upp í ánni einn stærsta laxastofn landsins. Lax sem veiddist í gær á Efri-Jökuldal ofan Stuðlagils gæti verið sá lax sem veiðst hefur lengst frá sjó á Íslandi. Í fréttum Sýnar var rifjað upp að með Kárahnjúkastíflu breyttist Jökla úr forugasta fljóti landsins í tæra bergvatnsá árið 2006. Þetta varð til þess að Þröstur Elliðason í Veiðiþjónustunni Strengjum hóf að rækta upp ána í samstarfi við bændur. Þröstur Elliðason, leigutaki Jökulsár á Dal, á verönd veiðihússins í Jökulsárhlíð í dag.Sýn Þröstur segir að náttúrulegar aðstæður og uppeldisskilyrði seiða hafi reynst mun betri en menn héldu upphaflega. Þá hafi fylling Hálslóns með árlegu yfirfalli síðsumars á Kárahnjúkum ekki reynst sá skaðvaldur gagnvart seiðum sem menn óttuðust. „Og nú er bara að vaxa upp stór og mikill laxastofn á svæðinu, sem var í upphafi með seiðasleppingum. Ég er að minnka þær og náttúran er að taka við. Og þetta er einn stærsti laxastofn landsins líklega í dag,“ segir Þröstur en fyrirtæki hans er leigutaki Jökulsár á Dal. Frá Efri-Jökuldal.Arnar Halldórsson. Hann segir að menn hafi verið að leita að laxi á Efri-Jökuldal langleiðina að bænum Brú á Jökuldal. Í gær hafi veiðst lax ofan Stuðlagils. „Sem er alveg frábært,“ segir Þröstur. Það var Skúli Björn Gunnarsson sem fékk laxinn um einn kílómetra ofan Stuðlagils og gæti hann verið sá sem veiðst hefur lengst frá sjó á Íslandi. Veiðistaðurinn ofan Stuðlagils.Skúli Björn Gunnarsson Þröstur segir að í loftlínu sé veiðistaðurinn um 75 kílómetra frá sjó. Laxinn gæti hafa gengið 80 til 90 kílómetra upp í ánni frá sjó. „Ég veit ekki hvort það sé önnur á þar sem veiðst hefur lengra innanlands. Ég er ekki viss. En hugsanlega,“ segir Þröstur. Helsti veiðisérfræðingur landsins, Eggert Skúlason, telur að lax hafi hugsanlega veiðst ofar í Stóru-Laxá í Hreppum. Það sé þó óvíst og erfitt að skera úr um það. Frá Hrafnkelsdal. Um hann rennur áin Hrafnkela, ein af mörgum þverám Jöklu.Arnar Halldórsson Útbreiðsla laxins í Jöklu vekur spurningar um hvort lax gæti jafnvel gengið alla leið upp á Hrafnkelsdal. „Við erum svona hægt og rólega að vinna okkur upp Jökuldalinn,“ segir Þröstur. Ferlið hafi verið langt að átta sig á hvar hann sé. „Það er lax miklu víðar en við héldum.“ En það er einnig athyglisvert að á sama tíma og flestar laxveiðiár landsins valda vonbrigðum þetta sumarið er veiðin í Jöklu fjörutíu prósentum meiri en í fyrra. Jökulsá á Dal neðan brúarinnar á hringveginum við Brúarásskóla.Arnar Halldórsson „Það eru komnir eitthvað um 800 laxar. Það hafa verið svona 20 til 40 á dag. Ef við hefðum fengið að veiða í þrjá mánuði þá værum við að taka vel á annað þúsund laxa. En við erum reyndar ennþá að veiða. Við erum byrjaðir að veiða núna í hliðaránum. Það eru komnir nokkrir laxar á land núna í morgun. Veiðimenn eru að tínast hérna inn. Ég er búinn að heyra af þremur fjórum löxum í hliðarám og bleikjum og sjóbirting. Þannig að menn eru eitthvað að veiða hérna í hliðaránum í Jöklu þar sem er alltaf tært.“ Hálslón fór á yfirfall í gær.Stöð 2 Hálslón fór á yfirfall í gær sem þýðir að mórautt jökulvatnið flæðir núna niður árfarveginn. Það var hins vegar stíflan sem gerði Jöklu að laxveiðiá. „Venjulega hafa menn bölvað virkjunum – allt sem tengist laxveiði. En það er nú ekki kannski alveg hér. Reyndar bölvum við yfirfallinu. Það mátti koma seinna. Það kemur yfirleitt í lok ágúst, eða seinnipart sumars. En það er búið að vera heitt í sumar, því miður. Ég er eiginlega eini maðurinn sem bölvar hitanum,“ segir Þröstur og hlær í Sýnarviðtali sem sjá má hér: Hér má heyra hvað bændur á Jökuldal sögðu fyrir sjö árum: Múlaþing Lax Stangveiði Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Tengdar fréttir Segir Jöklu kannski verða stærstu laxveiðiá Evrópu Laxagengd í Jökulsá á Dal í sumar var sú mesta frá því byrjað var að rækta hana upp sem laxveiðiá eftir að áin varð bergvatnsá með Kárahnjúkastíflu. 12. nóvember 2018 21:00 Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Í fréttum Sýnar var rifjað upp að með Kárahnjúkastíflu breyttist Jökla úr forugasta fljóti landsins í tæra bergvatnsá árið 2006. Þetta varð til þess að Þröstur Elliðason í Veiðiþjónustunni Strengjum hóf að rækta upp ána í samstarfi við bændur. Þröstur Elliðason, leigutaki Jökulsár á Dal, á verönd veiðihússins í Jökulsárhlíð í dag.Sýn Þröstur segir að náttúrulegar aðstæður og uppeldisskilyrði seiða hafi reynst mun betri en menn héldu upphaflega. Þá hafi fylling Hálslóns með árlegu yfirfalli síðsumars á Kárahnjúkum ekki reynst sá skaðvaldur gagnvart seiðum sem menn óttuðust. „Og nú er bara að vaxa upp stór og mikill laxastofn á svæðinu, sem var í upphafi með seiðasleppingum. Ég er að minnka þær og náttúran er að taka við. Og þetta er einn stærsti laxastofn landsins líklega í dag,“ segir Þröstur en fyrirtæki hans er leigutaki Jökulsár á Dal. Frá Efri-Jökuldal.Arnar Halldórsson. Hann segir að menn hafi verið að leita að laxi á Efri-Jökuldal langleiðina að bænum Brú á Jökuldal. Í gær hafi veiðst lax ofan Stuðlagils. „Sem er alveg frábært,“ segir Þröstur. Það var Skúli Björn Gunnarsson sem fékk laxinn um einn kílómetra ofan Stuðlagils og gæti hann verið sá sem veiðst hefur lengst frá sjó á Íslandi. Veiðistaðurinn ofan Stuðlagils.Skúli Björn Gunnarsson Þröstur segir að í loftlínu sé veiðistaðurinn um 75 kílómetra frá sjó. Laxinn gæti hafa gengið 80 til 90 kílómetra upp í ánni frá sjó. „Ég veit ekki hvort það sé önnur á þar sem veiðst hefur lengra innanlands. Ég er ekki viss. En hugsanlega,“ segir Þröstur. Helsti veiðisérfræðingur landsins, Eggert Skúlason, telur að lax hafi hugsanlega veiðst ofar í Stóru-Laxá í Hreppum. Það sé þó óvíst og erfitt að skera úr um það. Frá Hrafnkelsdal. Um hann rennur áin Hrafnkela, ein af mörgum þverám Jöklu.Arnar Halldórsson Útbreiðsla laxins í Jöklu vekur spurningar um hvort lax gæti jafnvel gengið alla leið upp á Hrafnkelsdal. „Við erum svona hægt og rólega að vinna okkur upp Jökuldalinn,“ segir Þröstur. Ferlið hafi verið langt að átta sig á hvar hann sé. „Það er lax miklu víðar en við héldum.“ En það er einnig athyglisvert að á sama tíma og flestar laxveiðiár landsins valda vonbrigðum þetta sumarið er veiðin í Jöklu fjörutíu prósentum meiri en í fyrra. Jökulsá á Dal neðan brúarinnar á hringveginum við Brúarásskóla.Arnar Halldórsson „Það eru komnir eitthvað um 800 laxar. Það hafa verið svona 20 til 40 á dag. Ef við hefðum fengið að veiða í þrjá mánuði þá værum við að taka vel á annað þúsund laxa. En við erum reyndar ennþá að veiða. Við erum byrjaðir að veiða núna í hliðaránum. Það eru komnir nokkrir laxar á land núna í morgun. Veiðimenn eru að tínast hérna inn. Ég er búinn að heyra af þremur fjórum löxum í hliðarám og bleikjum og sjóbirting. Þannig að menn eru eitthvað að veiða hérna í hliðaránum í Jöklu þar sem er alltaf tært.“ Hálslón fór á yfirfall í gær.Stöð 2 Hálslón fór á yfirfall í gær sem þýðir að mórautt jökulvatnið flæðir núna niður árfarveginn. Það var hins vegar stíflan sem gerði Jöklu að laxveiðiá. „Venjulega hafa menn bölvað virkjunum – allt sem tengist laxveiði. En það er nú ekki kannski alveg hér. Reyndar bölvum við yfirfallinu. Það mátti koma seinna. Það kemur yfirleitt í lok ágúst, eða seinnipart sumars. En það er búið að vera heitt í sumar, því miður. Ég er eiginlega eini maðurinn sem bölvar hitanum,“ segir Þröstur og hlær í Sýnarviðtali sem sjá má hér: Hér má heyra hvað bændur á Jökuldal sögðu fyrir sjö árum:
Múlaþing Lax Stangveiði Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Tengdar fréttir Segir Jöklu kannski verða stærstu laxveiðiá Evrópu Laxagengd í Jökulsá á Dal í sumar var sú mesta frá því byrjað var að rækta hana upp sem laxveiðiá eftir að áin varð bergvatnsá með Kárahnjúkastíflu. 12. nóvember 2018 21:00 Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Segir Jöklu kannski verða stærstu laxveiðiá Evrópu Laxagengd í Jökulsá á Dal í sumar var sú mesta frá því byrjað var að rækta hana upp sem laxveiðiá eftir að áin varð bergvatnsá með Kárahnjúkastíflu. 12. nóvember 2018 21:00
Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00