Veður

Rigning norðan­til en yfir­leitt bjart sunnan heiða

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu sjö til fimmtán stig.
Hiti á landinu verður á bilinu sjö til fimmtán stig. Vísir/Anton Brink

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, fimm til tíu metrum á sekúndu en öllu hvassara norðvestantil fram að hádegi.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði rigning eða súld með köflum á norðanverðu landinu, en yfirleitt bjart sunnan heiða.

Hiti á landinu verður á bilinu sjö til fimmtán stig, hlýjast sunnantil, en svalast á Vestfjörðum.

Spákort fyrir klukkan 15.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Norðlæg átt 3-10 m/s, en norðvestan 8-13 á Norðausturlandi. Bjart að mestu sunnan- og vestantil. Dálítil væta norðan- og austanlands, en léttir til um kvöldið. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast sunnantil, en svalast norðaustanlands.

Á sunnudag: Breytileg átt 3-8. Rigning eða skúrir á sunnanverðu landinu, en þurrt að kalla fyrir norðan. Léttir til seinnipartinn, fyrst vestantil. Hiti 8 til 15 stig, svalast á Norðurlandi.

Á mánudag: Hægt vaxandi sunnanátt og lítilsháttar væta sunnantil, annars yfirleitt bjart. Suðaustan 10-18 og rigning sunnan- og vestanlands undir kvöld, en hægari og þurrt á Norðausturlandi. Hiti 11 til 16 stig.

Á þriðjudag: Austlæg átt og víða rigning, en þurrt að kalla norðaustanlands fram undir kvöld. Hiti 9 til 15 stig.

Á miðvikudag: Norðlæg átt og rigning, einkum norðaustantil, en léttskýjað sunnan heiða. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast syðst.

Á fimmtudag: Útlit fyrir norðlæga átt. Bjart veður í flestum landshlutum, en rigning eða súld á norðaustanverðu landinu. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast syðst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×