Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 19:00 Fólk prílar býsna hátt til að ná hinni fullkomnu mynd. Vísir/Sigurjón Ferðamenn í Reynisfjöru segjast lítið hafa vitað um hætturnar áður en þeir heimsóttu fjöruna. Þeir kalla eftir skýrari leiðbeiningum og fleiri skiltum. Hjón sem urðu vitni að banaslysinu telja að lífvörður á staðnum myndi aðeins vekja falska öryggistilfinningu. Mikil umræða hefur skapast um öryggismál á ferðamannastöðum í kjölfar þess að níu ára gömul þýsk stúlka lést í Reynisfjöru síðastliðinn laugardag. Meðal annars hafa komið fram hugmyndir um mannaða vakt í fjörunni. Hjónin Raiko og Aivi voru að ferðast um landið með fjölskyldu sinni og voru stödd í Reynisfjöru þegar slysið varð. Þau telja að mönnuð vakt á staðnum myndi litlu skila. „Fólk er adrenalínfíklar. Það kemur á staðinn og ef það sér lífvörð gæti það fengið falska öryggistilfinningu. Þá sækir það jafnvel enn meira í hættuna,“ segir Aivi Murd-Murulauk, vitni að banaslysinu. Ítarlegt viðtal við Aivi og Raiko má finna hér að ofan. „Það áttar sig ekki á því að lífvörðurinn getur ekki bjargað því úr öldunum.“ Finna þurfi einhverjar leiðir til að ná betur til fólks. „Ég held að 90 prósent fólks átti sig ekki á hættunni,“ segir Raiko Suurna, eiginmaður hennar. Þau segja skiltin sem eru á staðnum ágæt en ekki nógu mörg og upplýsingar um ólagsöldur ekki nógu skýrar. Margir ferðamenn í Reynisfjöru taka undir þetta. Iðulega er mjög fjölmennt á ströndinni.Vísir/Sigurjón Þegar þú kynntir þér Reynisfjöru og ákvaðst að koma hingað, sástu þá viðvaranir um hættuna? „Nei, reyndar ekki. Ég komst að því á TikTok. Ég sá frétt um að fyrir nokkrum dögum hafi eitthvað gerst,“ segir Julia, frá Grikklandi. „Ég held að við höfum séð í fréttum að þetta væri ein hættulegasta strönd í heimi og hér hefðu orðið einhverjir atburðir en það er fallegt hérna. Það er æðislegt, ólíkt öllu sem ég hef séð áður,“ segir hinn bandaríski Adrian. Það eru nokkur viðvörunarskilti hérna á staðnum. Heldurðu að það sé nóg eða þurfum við meira? „Ég held að viðvörunin við innganginn sé mjög góð til að vekja athygli fólks á aðstæðunum,“ segir hin pólska Suzanna. Julia segist aðeins hafa séð eitt skilti. „Eitt þeirra er sýnilegt en ég sá ekkert annað, bara eitt.“ Það er gult ljós, veistu hvað það þýðir? „Ekki nákvæmlega. Ég sá gula ljósið og hugsaði að þetta væri ekki svo hættulegt en ekki bestu aðstæður. En ég veit ekki hver hættan er ef satt skal segja, fyrir utan öldurnar.“ Langflestir sem leggja leið sína í fjöruna klifra upp í stuðlabergið.Vísir/Sigurjón Bandarísku hjónin Victor og Bridget voru í Reynisfjöru með dóttur sína Elenu. Þau segjast hafa tekið eftir ljósaskiltinu en ekki vita hvað gula viðvörunin þýðir. „Ef við göngum þarna vitum við ekki hvar gula svæðið er og hvar rauða svæðið er. Fólkið er úti um alla fjöru. Ég er viss um að það á ekki að vera þarna.“ Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Landeigandi í Reynisfjöru segir nauðsynlegt að tekið sé mark á reynslu, sem hlotist hefur í gegnum tíðina um hvað virkar og hvað ekki í öryggismálum á svæðinu. Hörmuleg slys og harkaleg orðræða taki bæði á fyrir landeigendur og viðbragðsaðila. 8. ágúst 2025 17:02 Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Eistnesk hjón, sem voru stödd í Reynisfjöru þegar banaslys varð þar um síðustu helgi, telja að hugmyndir um mannaða vakt í fjörunni myndu litlu skila. Ferðamenn myndu einungis fyllast falskri öryggistilfinningu og verða kærulausari. 8. ágúst 2025 10:49 „Það fer enginn lífvörður út í“ Sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu segir flókið verkefni að finna eina lausn á öryggismálum í Reynisfjöru. Fjaran sé á stöðugri hreyfingu og sjórinn svo svikull að ómögulegt væri að hafa þar lífvörð. Enginn, sama hversu vel þjálfaður, geti synt í land. 7. ágúst 2025 21:08 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um öryggismál á ferðamannastöðum í kjölfar þess að níu ára gömul þýsk stúlka lést í Reynisfjöru síðastliðinn laugardag. Meðal annars hafa komið fram hugmyndir um mannaða vakt í fjörunni. Hjónin Raiko og Aivi voru að ferðast um landið með fjölskyldu sinni og voru stödd í Reynisfjöru þegar slysið varð. Þau telja að mönnuð vakt á staðnum myndi litlu skila. „Fólk er adrenalínfíklar. Það kemur á staðinn og ef það sér lífvörð gæti það fengið falska öryggistilfinningu. Þá sækir það jafnvel enn meira í hættuna,“ segir Aivi Murd-Murulauk, vitni að banaslysinu. Ítarlegt viðtal við Aivi og Raiko má finna hér að ofan. „Það áttar sig ekki á því að lífvörðurinn getur ekki bjargað því úr öldunum.“ Finna þurfi einhverjar leiðir til að ná betur til fólks. „Ég held að 90 prósent fólks átti sig ekki á hættunni,“ segir Raiko Suurna, eiginmaður hennar. Þau segja skiltin sem eru á staðnum ágæt en ekki nógu mörg og upplýsingar um ólagsöldur ekki nógu skýrar. Margir ferðamenn í Reynisfjöru taka undir þetta. Iðulega er mjög fjölmennt á ströndinni.Vísir/Sigurjón Þegar þú kynntir þér Reynisfjöru og ákvaðst að koma hingað, sástu þá viðvaranir um hættuna? „Nei, reyndar ekki. Ég komst að því á TikTok. Ég sá frétt um að fyrir nokkrum dögum hafi eitthvað gerst,“ segir Julia, frá Grikklandi. „Ég held að við höfum séð í fréttum að þetta væri ein hættulegasta strönd í heimi og hér hefðu orðið einhverjir atburðir en það er fallegt hérna. Það er æðislegt, ólíkt öllu sem ég hef séð áður,“ segir hinn bandaríski Adrian. Það eru nokkur viðvörunarskilti hérna á staðnum. Heldurðu að það sé nóg eða þurfum við meira? „Ég held að viðvörunin við innganginn sé mjög góð til að vekja athygli fólks á aðstæðunum,“ segir hin pólska Suzanna. Julia segist aðeins hafa séð eitt skilti. „Eitt þeirra er sýnilegt en ég sá ekkert annað, bara eitt.“ Það er gult ljós, veistu hvað það þýðir? „Ekki nákvæmlega. Ég sá gula ljósið og hugsaði að þetta væri ekki svo hættulegt en ekki bestu aðstæður. En ég veit ekki hver hættan er ef satt skal segja, fyrir utan öldurnar.“ Langflestir sem leggja leið sína í fjöruna klifra upp í stuðlabergið.Vísir/Sigurjón Bandarísku hjónin Victor og Bridget voru í Reynisfjöru með dóttur sína Elenu. Þau segjast hafa tekið eftir ljósaskiltinu en ekki vita hvað gula viðvörunin þýðir. „Ef við göngum þarna vitum við ekki hvar gula svæðið er og hvar rauða svæðið er. Fólkið er úti um alla fjöru. Ég er viss um að það á ekki að vera þarna.“
Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Landeigandi í Reynisfjöru segir nauðsynlegt að tekið sé mark á reynslu, sem hlotist hefur í gegnum tíðina um hvað virkar og hvað ekki í öryggismálum á svæðinu. Hörmuleg slys og harkaleg orðræða taki bæði á fyrir landeigendur og viðbragðsaðila. 8. ágúst 2025 17:02 Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Eistnesk hjón, sem voru stödd í Reynisfjöru þegar banaslys varð þar um síðustu helgi, telja að hugmyndir um mannaða vakt í fjörunni myndu litlu skila. Ferðamenn myndu einungis fyllast falskri öryggistilfinningu og verða kærulausari. 8. ágúst 2025 10:49 „Það fer enginn lífvörður út í“ Sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu segir flókið verkefni að finna eina lausn á öryggismálum í Reynisfjöru. Fjaran sé á stöðugri hreyfingu og sjórinn svo svikull að ómögulegt væri að hafa þar lífvörð. Enginn, sama hversu vel þjálfaður, geti synt í land. 7. ágúst 2025 21:08 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Landeigandi í Reynisfjöru segir nauðsynlegt að tekið sé mark á reynslu, sem hlotist hefur í gegnum tíðina um hvað virkar og hvað ekki í öryggismálum á svæðinu. Hörmuleg slys og harkaleg orðræða taki bæði á fyrir landeigendur og viðbragðsaðila. 8. ágúst 2025 17:02
Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Eistnesk hjón, sem voru stödd í Reynisfjöru þegar banaslys varð þar um síðustu helgi, telja að hugmyndir um mannaða vakt í fjörunni myndu litlu skila. Ferðamenn myndu einungis fyllast falskri öryggistilfinningu og verða kærulausari. 8. ágúst 2025 10:49
„Það fer enginn lífvörður út í“ Sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu segir flókið verkefni að finna eina lausn á öryggismálum í Reynisfjöru. Fjaran sé á stöðugri hreyfingu og sjórinn svo svikull að ómögulegt væri að hafa þar lífvörð. Enginn, sama hversu vel þjálfaður, geti synt í land. 7. ágúst 2025 21:08