Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2025 17:07 Björgvin Karl Gunnarsson var allt annað en sáttur við dómara leiksins. vísir/guðmundur Björgvin Karl Gunnarsson var ánægður með leik FHL þrátt fyrir 0-2 tap fyrir FH í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í Fjarðabyggðarhöllinni í dag. FH skoraði fyrra mark sitt á 76. mínútu. FHL var án þriggja erlendra leikmanna og lagði þess vegna upp með að spila þétta vörn sem gekk nokkuð vel. „Við lögðum upp með að vera þéttar til baka og beita skyndisóknum. Það gekk ágætlega þótt ég hefði viljað sjá okkur klára það betur,“ sagði Björgvin Karl eftir leik. „FH er með gott lið, í öðru sæti í deildinni og hefur verið á frábæru ferðalagi síðustu 2-3 ár. Það er virkilega erfitt að spila á móti þeim. Mér fannst við gera það nokkuð vel þótt ég hefði viljað sjá okkur loka fyrr á skotið sem fór inn. „Annars er ég ánægður með frammistöðuna. Okkur vantaði sterka leikmenn og vorum með ungan markvörð að spila sinn fyrsta byrjunarliðleik sem stóð sig mjög vel. En auðvitað hefðum við þurft að geta skorað eitt mark til að reyna að ná úrslitum. Þetta gengur út á úrslitin og við höfum ekki náð þeim.“ Meiri vörn í fjarveru lykilmanna Í lið FHL vantaði Calliste Brookshire kantmann, Alexiu Czerwien varnarmann og Keelan Terrell markvörð. Calliste og Alexia tóku út leikbann en Keelan fékk þursabit. Þær ættu að verða klárar í næsta leik. „Þær skildu eftir sig stórt skarð og þess vegna breyttum við aðeins um taktík og vorum því enn þéttari. En mér fannst við gera það vel,“ sagði þjálfarinn. Það sem Björgvin Karl var ekki ánægður með var dómgæslan. FHL virtist eiga að fá víti í stöðunni 0-0 fyrir hendi en liðið slapp með skrekkinn í eigin teig fyrir brot, rétt áður en FH komst yfir. „Mér fannst settið sem kom að sunnan ekki standa sig nógu vel til að vera kallað Bestu deildar dómarar. Ég skil ekki af hverju þetta er ekki víti en dómarinn heldur að þetta hafi farið í andlitið á leikmanninum en ekki höndina. Við erum veifuð í burtu og því miður er þetta fótboltinn. Það var fullt af atvikum, fleiri þar sem mér fannst hallað á okkur og ég er mjög ósáttur við það.“ FHL tekur næst á móti Fram strax á þriðjudag. „Það er bara endurheimt þangað til. Þetta er heimaleikur þar sem við verðum með fullskipað lið og hlökkum til.“ Besta deild kvenna FHL FH Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
„Við lögðum upp með að vera þéttar til baka og beita skyndisóknum. Það gekk ágætlega þótt ég hefði viljað sjá okkur klára það betur,“ sagði Björgvin Karl eftir leik. „FH er með gott lið, í öðru sæti í deildinni og hefur verið á frábæru ferðalagi síðustu 2-3 ár. Það er virkilega erfitt að spila á móti þeim. Mér fannst við gera það nokkuð vel þótt ég hefði viljað sjá okkur loka fyrr á skotið sem fór inn. „Annars er ég ánægður með frammistöðuna. Okkur vantaði sterka leikmenn og vorum með ungan markvörð að spila sinn fyrsta byrjunarliðleik sem stóð sig mjög vel. En auðvitað hefðum við þurft að geta skorað eitt mark til að reyna að ná úrslitum. Þetta gengur út á úrslitin og við höfum ekki náð þeim.“ Meiri vörn í fjarveru lykilmanna Í lið FHL vantaði Calliste Brookshire kantmann, Alexiu Czerwien varnarmann og Keelan Terrell markvörð. Calliste og Alexia tóku út leikbann en Keelan fékk þursabit. Þær ættu að verða klárar í næsta leik. „Þær skildu eftir sig stórt skarð og þess vegna breyttum við aðeins um taktík og vorum því enn þéttari. En mér fannst við gera það vel,“ sagði þjálfarinn. Það sem Björgvin Karl var ekki ánægður með var dómgæslan. FHL virtist eiga að fá víti í stöðunni 0-0 fyrir hendi en liðið slapp með skrekkinn í eigin teig fyrir brot, rétt áður en FH komst yfir. „Mér fannst settið sem kom að sunnan ekki standa sig nógu vel til að vera kallað Bestu deildar dómarar. Ég skil ekki af hverju þetta er ekki víti en dómarinn heldur að þetta hafi farið í andlitið á leikmanninum en ekki höndina. Við erum veifuð í burtu og því miður er þetta fótboltinn. Það var fullt af atvikum, fleiri þar sem mér fannst hallað á okkur og ég er mjög ósáttur við það.“ FHL tekur næst á móti Fram strax á þriðjudag. „Það er bara endurheimt þangað til. Þetta er heimaleikur þar sem við verðum með fullskipað lið og hlökkum til.“
Besta deild kvenna FHL FH Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira