„Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Hjörvar Ólafsson skrifar 10. ágúst 2025 22:53 Jökull I. Elísabetarson var ánægður með margt við spilamennsku Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Diego Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, hrósaði andanum í Stjörnuliðinu og hversu vel liðið brást við mótlæti og þeim aðstæðum sem upp komu í sigri liðsins gegn Víkingi í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. „Það var gríðarlegur kraftur í Stjörnuliðinu í kvöld og við díluðum vel við þær aðstæður sem þessi leikur bauð upp á. Við vorum í smá tíma að ná takti í uppspilið hjá okkur en þegar það tókst þá spiluðum við bara ljómandi vel og skoruðum tvö fín mörk,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Svo þurfum við að breyta upplegginu eftir að við verðum einum manni færri en mér fannst við bara verjast vel manni færri og gefa fá færi á okkur. Það var mikið spirit í liðinu og ég mér fannst mun meiri orka í okkur en í leiknum við Fram í síðustu umferð til að mynda. Ég er sáttur við það,“ sagði Jökull þar að auki. „Við höfum ekki verið nógu stöðugir í spilamennsku okkar á þessu tímabili og kannski ekki náð að meitla leikstíl okkar nógu vel í stein. Við þurfum að nýta þann byr sem þessi sigur veitir okkur. Auk þess þurfum við að ná meiri stöðugleika í frammistöður okkar á sama tíma og við bætum stigasöfnunina,“ sagði hann um stöðu mála hjá Stjörnunni. „Ég verð líka að nefna að mér fannst við höndla það vel að fá á okkur marga vafasama dóma sem hölluðu á okkur. Varamannabekkur Víkings gerir vel í að setja gríðarlega pressu á dómarateymið allan leikinn. Dómarar eru bara mannlegir og mér fannst dómarateymið bogna undir ágangi frá bekknum hjá Víkingi að þessu sinni. Við vorum spjaldaðir í gríð og erg og það hallaði á okkur í stórum atvikum í báðum vítateigum. Á meðan aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tekur ekki á þessu þá heldur þetta bara áfram og þeir geta sett dómarana undir pressu með aggresívum hætti,“ sagði Jökull. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
„Það var gríðarlegur kraftur í Stjörnuliðinu í kvöld og við díluðum vel við þær aðstæður sem þessi leikur bauð upp á. Við vorum í smá tíma að ná takti í uppspilið hjá okkur en þegar það tókst þá spiluðum við bara ljómandi vel og skoruðum tvö fín mörk,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Svo þurfum við að breyta upplegginu eftir að við verðum einum manni færri en mér fannst við bara verjast vel manni færri og gefa fá færi á okkur. Það var mikið spirit í liðinu og ég mér fannst mun meiri orka í okkur en í leiknum við Fram í síðustu umferð til að mynda. Ég er sáttur við það,“ sagði Jökull þar að auki. „Við höfum ekki verið nógu stöðugir í spilamennsku okkar á þessu tímabili og kannski ekki náð að meitla leikstíl okkar nógu vel í stein. Við þurfum að nýta þann byr sem þessi sigur veitir okkur. Auk þess þurfum við að ná meiri stöðugleika í frammistöður okkar á sama tíma og við bætum stigasöfnunina,“ sagði hann um stöðu mála hjá Stjörnunni. „Ég verð líka að nefna að mér fannst við höndla það vel að fá á okkur marga vafasama dóma sem hölluðu á okkur. Varamannabekkur Víkings gerir vel í að setja gríðarlega pressu á dómarateymið allan leikinn. Dómarar eru bara mannlegir og mér fannst dómarateymið bogna undir ágangi frá bekknum hjá Víkingi að þessu sinni. Við vorum spjaldaðir í gríð og erg og það hallaði á okkur í stórum atvikum í báðum vítateigum. Á meðan aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tekur ekki á þessu þá heldur þetta bara áfram og þeir geta sett dómarana undir pressu með aggresívum hætti,“ sagði Jökull.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki