Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2025 09:12 Blaðamaður virðir fyrir sér leifar tjaldbúðanna þar sem Ísraelar myrtu hóp kollega hans í Gasaborg í gær. AP/Jehad Alshrafi Yfirmenn katörsku fréttastofunnar al-Jazeera og samtök um fjölmiðlafrelsi fordæma dráp Ísraelshers á blaðamönnum fjölmiðilsins á Gasa í gær. Fjöldi blaðamanna sem hefur fallið þar frá upphafi átakanna nálgast nú tvö hundruð. Tveir fréttaritarar al-Jazeera, fjórir aðrir blaðamenn og tveir aðrir féllu í loftárás Ísraelshers á tjaldbúðir við Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg þar sem mennirnir leituðu skjóls í gær. Ísraelar sögðust hafa gert árásina vegna þess að Anas al-Sharif, annar fréttaritaranna, væri liðsmaður Hamas-samtakanna. Al-Jazeera fordæmdi drápin sem fréttastofan lýsti sem „markvissum morðum“ og árás á frelsi fjölmiðla. „Skipunin um að myrða Anas al-Sharif, einn af hugrökkustu blaðamönnunum á Gasa, er örvæntingarfull tilraun til þess að þagga niður í röddum sem afhjúpa yfirvofandi eignanám og hernám Gasa,“ segir í yfirlýsingu fjölmiðilsins. Al Jazeera Media Network condemns the targeted assassination of its correspondents Anas Al Sharif and Mohammeel Qraiqea, along with photographers Ibrahim Al Thaher, and Mohamed Nofal, by Israeli forces. #JournalismIsNotACrime[image or embed]— Al Jazeera English (@aljazeera.com) August 11, 2025 at 5:52 AM „Sannanir“ fyrir hryðjuverkastarfsemi sagðar ósannfærandi Ísraelar hafa haldið því fram undanfarið ár að al-Sharif hafi stýrt sellu Hamas-samtakanna en því höfðu al-Jazeera og blaðamaðurinn sjálfur staðfastlega hafnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Jeremy Bowen, ritstjóri erlendra frétta hjá breska ríkisútvarpinu, segist hafa séð meintar sannanir Ísraela fyrir ásökunum sínum á hendur al-Sharif. „Þau eru ekki sannfærandi“ segir Bowen. Bandarísku samtökin Nefnd um vernd blaðamanna (CPJ) lýstu því yfir fyrir nokkrum vikum að Ísraelsmenn hefðu höfðað rógsherferð gegn al-Sharif. „Sú hegðun Ísraels að kalla blaðamenn vígamenn án þess að leggja fram trúverðugar sannanir vekur upp alvarlegar spurningar um tilætlanir þess og virðingu fyrir frelsi fjölmiðla,“ sagði Sara Qudah, svæðisstjórnandi samtakanna. Banna erlendum blaðamönnum að ferðast til Gasa Ísraelsk stjórnvöld hleypa fréttamönnum ekki inn á Gasaströndina. Þau bera fyrir sig að svæðið sé of hættulegt og að blaðamennirnir væru ógn við öryggi ísraelskra hermanna. Af þessum sökum hafa erlendir fjölmiðlar eins og BBC og aðrir þurft að reiða sig á fréttaritara á Gasa eins og al-Sharif. Blaðamannasamtökunum CPJ telst til að í það minnsta 186 blaðamenn hafi nú fallið á Gasa frá því að hernaður Ísraela hófst fyrir að verða tveimur árum. Átökunum hefur verið lýst sem þeim blóðugustu fyrir fjölmiðlamenn á síðari árum. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að vaxandi vísbendingar séu um að Ísraelsher drepi blaðamenn á Gasa á grundvelli órökstuddra ásakana um að þeir tilheyri Hamas. „Annars vegar neita Ísraelar að hleypa erlendum blaðamönnum inn á Gasa og hins vegar rægja þeir vægðarlaust, ógna, hindra og drepa þá fáu blaðamenn sem eru þar eftir sem einu augu heimsbyggðarinnar á þjóðarmorðinu sem heldur áfram,“ sagði Irene Khan, sérstakur sendifulltrúi SÞ um tjáningarfrelsi. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Tveir fréttaritarar al-Jazeera, fjórir aðrir blaðamenn og tveir aðrir féllu í loftárás Ísraelshers á tjaldbúðir við Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg þar sem mennirnir leituðu skjóls í gær. Ísraelar sögðust hafa gert árásina vegna þess að Anas al-Sharif, annar fréttaritaranna, væri liðsmaður Hamas-samtakanna. Al-Jazeera fordæmdi drápin sem fréttastofan lýsti sem „markvissum morðum“ og árás á frelsi fjölmiðla. „Skipunin um að myrða Anas al-Sharif, einn af hugrökkustu blaðamönnunum á Gasa, er örvæntingarfull tilraun til þess að þagga niður í röddum sem afhjúpa yfirvofandi eignanám og hernám Gasa,“ segir í yfirlýsingu fjölmiðilsins. Al Jazeera Media Network condemns the targeted assassination of its correspondents Anas Al Sharif and Mohammeel Qraiqea, along with photographers Ibrahim Al Thaher, and Mohamed Nofal, by Israeli forces. #JournalismIsNotACrime[image or embed]— Al Jazeera English (@aljazeera.com) August 11, 2025 at 5:52 AM „Sannanir“ fyrir hryðjuverkastarfsemi sagðar ósannfærandi Ísraelar hafa haldið því fram undanfarið ár að al-Sharif hafi stýrt sellu Hamas-samtakanna en því höfðu al-Jazeera og blaðamaðurinn sjálfur staðfastlega hafnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Jeremy Bowen, ritstjóri erlendra frétta hjá breska ríkisútvarpinu, segist hafa séð meintar sannanir Ísraela fyrir ásökunum sínum á hendur al-Sharif. „Þau eru ekki sannfærandi“ segir Bowen. Bandarísku samtökin Nefnd um vernd blaðamanna (CPJ) lýstu því yfir fyrir nokkrum vikum að Ísraelsmenn hefðu höfðað rógsherferð gegn al-Sharif. „Sú hegðun Ísraels að kalla blaðamenn vígamenn án þess að leggja fram trúverðugar sannanir vekur upp alvarlegar spurningar um tilætlanir þess og virðingu fyrir frelsi fjölmiðla,“ sagði Sara Qudah, svæðisstjórnandi samtakanna. Banna erlendum blaðamönnum að ferðast til Gasa Ísraelsk stjórnvöld hleypa fréttamönnum ekki inn á Gasaströndina. Þau bera fyrir sig að svæðið sé of hættulegt og að blaðamennirnir væru ógn við öryggi ísraelskra hermanna. Af þessum sökum hafa erlendir fjölmiðlar eins og BBC og aðrir þurft að reiða sig á fréttaritara á Gasa eins og al-Sharif. Blaðamannasamtökunum CPJ telst til að í það minnsta 186 blaðamenn hafi nú fallið á Gasa frá því að hernaður Ísraela hófst fyrir að verða tveimur árum. Átökunum hefur verið lýst sem þeim blóðugustu fyrir fjölmiðlamenn á síðari árum. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að vaxandi vísbendingar séu um að Ísraelsher drepi blaðamenn á Gasa á grundvelli órökstuddra ásakana um að þeir tilheyri Hamas. „Annars vegar neita Ísraelar að hleypa erlendum blaðamönnum inn á Gasa og hins vegar rægja þeir vægðarlaust, ógna, hindra og drepa þá fáu blaðamenn sem eru þar eftir sem einu augu heimsbyggðarinnar á þjóðarmorðinu sem heldur áfram,“ sagði Irene Khan, sérstakur sendifulltrúi SÞ um tjáningarfrelsi.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira