Innlent

Bílastæðamál, POTS, ó­kyrrð og ís­lenski hesturinn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.

Ráðherra neytendamála segir að það muni ekki standa á sér komi í ljós að neytendalöggjöf sé ekki nægilega skýr til að halda utan um bílastæðamálin sem hafa verið í ólestri um nokkurt skeið. 

Neytendastofa hefur beint þeim fyrirmælum til nokkurra bílastæðafyrirtækja að lagfæra upplýsingagjöf og samræma gjaldtöku við lög. Ráðherrann hefur sjálfur ítrekað fengið slíka rukkun inn á heimabanka.

Það myndi hafa alvarlegar afleiðingar ef greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS-sjúklinga verður hætt. Þetta segir formaður Samtaka um POTS á Íslandi. Hætt sé við því að fólk sem hafi náð framförum með hjálp vökvagjafar detti aftur úr vinnu eða skóla og verði jafnvel aftur rúmliggjandi.

Flugmenn og aðrir sérfræðingar í flugmálum virðast á einu máli um að ókyrrð sé að aukast og versna, sérstaklega á ákveðnum leiðum. Ekki er vitað til þess að flugvél hafi farist vegna ókyrrðar en hún er hinsvegar orsök flestra slysa um borð.

Heimsmeistaramóti íslenska hestsins lauk í Sviss í gær. Landsliðsþjálfari íslenska liðsins segir árangurinn á mótinu hafa verið frábæran og að tár hafi fallið hjá knöpum sem þurfa nú að skilja við hestana sína erlendis vegna sóttvarnalaga.

Klippa: Hádegisfréttir 11. ágúst 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×