„Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. ágúst 2025 12:15 Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari í hestaíþróttum. Vísir Heimsmeistaramóti íslenska hestsins lauk í Sviss í gær. Landsliðsþjálfari íslenska liðsins segir árangurinn á mótinu hafa verið frábæran og að tár hafi fallið hjá knöpum sem þurfa nú að skilja við hestana sína erlendis vegna sóttvarnalaga. Heimsmeistaramót íslenska hestsins fór fram í Sviss síðustu vikuna og lauk í gær. Ísland vann til gullverðlauna í níu keppnisgreinum af fjórtán auk þess að vinna tíu silfur og tvö brons. Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari segir árangurinn frábæran. „Þetta var gífurlega mikil uppskera og sérstaklega í yngri flokkunum þar sem vannst alveg gífurlega góður árangur. Yfir heildina kemur landslið Íslands út sem stór sigurvegari á mótinu. Við vinnum svokallaðan liðsbikar sem er mikill akkur í því að vinna,“ sagði Sigurbjörn í samtali við fréttastofu Sýnar. Þá sagði Sigurbjörn að sigur Aðalheiðar Önnu Guðjónsdóttur í slaktaumatölti hefði verið glæsilegur en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur til gullverðlauna í þeirri grein. Þá vann Árni Björn Pálsson tölthornið svokallaða sem er einn eftirsóttasti titill mótsins. Söluverð getur hlaupið á tugum milljóna en spurning með gróðann Nú þegar mótinu lýkur þarf að skilja hestana eftir erlendis vegna sóttvarnalaga hér á landi. Sigurbjörn sagði yfir 90% hestanna vera selda nú þegar en söluverð eins hests hleypur á milljónum eða jafnvel tugum milljóna. Hann sagði þó erfitt að tjá sig um fjárhagslegan ávinning af sölu þeirra. „Þú kynnir þig, kemur þér á framfæri. Þetta er atvinna manns og við það að koma þér á framfæri þá eru sóknarfæri á ýmsum stöðum í góða vinnu. Það eru allir að fá eitthvað til baka en svo þegar þú ert búinn að þjálfa hest í kannski fjögur ár, afburðagrip, þegar þú reiknar vinnuna þá er ekki þar með sagt að þú sér að græða svo mikið.“ Mæta jafnvel sínum eigin verðlaunahestum á næsta móti Þá nefnir hann að hestarnir séu seldir til erlendra aðila sem keppa jafnvel á þeim á næstu mótum. „Snúningurinn fyrir okkur er að við erum að fara með bestu hestana okkar, sem er tveggja, þriggja, fjögurra eða jafnvel fimm ára þjálfunarferli að baki og eru búnir að vinna til fjölda verðlauna hér á landi. Síðan eru þau látin af hendi og nýir eigendur eru andstæðingar og keppninautarnir sem mæta jafnvel á næsta mót á þeim sum hver.“ „Við erum þá að lenda í hörkuslag og verðum að vera búin að finna okkur nýjan stofn og koma aftur með nýtt blóð að keppa á móti okkar fyrrverandi skörungum. Svolítið mismunandi gefið á garðann eins og maður segir.“ Þá tengjast knapar hestum sínum tilfinningaböndum og tár megi sjá á hvarmi margra. „Þegar þeir eru að afhenda hestinn eða ljúka keppni þá er tekið utan um og þá sér maður að það brestur margur og klökknar, eðilegur viðskilnaður við vini sína þegar að þessum punkti kemur.“ Hestaíþróttir Hestar Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Sjá meira
Heimsmeistaramót íslenska hestsins fór fram í Sviss síðustu vikuna og lauk í gær. Ísland vann til gullverðlauna í níu keppnisgreinum af fjórtán auk þess að vinna tíu silfur og tvö brons. Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari segir árangurinn frábæran. „Þetta var gífurlega mikil uppskera og sérstaklega í yngri flokkunum þar sem vannst alveg gífurlega góður árangur. Yfir heildina kemur landslið Íslands út sem stór sigurvegari á mótinu. Við vinnum svokallaðan liðsbikar sem er mikill akkur í því að vinna,“ sagði Sigurbjörn í samtali við fréttastofu Sýnar. Þá sagði Sigurbjörn að sigur Aðalheiðar Önnu Guðjónsdóttur í slaktaumatölti hefði verið glæsilegur en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur til gullverðlauna í þeirri grein. Þá vann Árni Björn Pálsson tölthornið svokallaða sem er einn eftirsóttasti titill mótsins. Söluverð getur hlaupið á tugum milljóna en spurning með gróðann Nú þegar mótinu lýkur þarf að skilja hestana eftir erlendis vegna sóttvarnalaga hér á landi. Sigurbjörn sagði yfir 90% hestanna vera selda nú þegar en söluverð eins hests hleypur á milljónum eða jafnvel tugum milljóna. Hann sagði þó erfitt að tjá sig um fjárhagslegan ávinning af sölu þeirra. „Þú kynnir þig, kemur þér á framfæri. Þetta er atvinna manns og við það að koma þér á framfæri þá eru sóknarfæri á ýmsum stöðum í góða vinnu. Það eru allir að fá eitthvað til baka en svo þegar þú ert búinn að þjálfa hest í kannski fjögur ár, afburðagrip, þegar þú reiknar vinnuna þá er ekki þar með sagt að þú sér að græða svo mikið.“ Mæta jafnvel sínum eigin verðlaunahestum á næsta móti Þá nefnir hann að hestarnir séu seldir til erlendra aðila sem keppa jafnvel á þeim á næstu mótum. „Snúningurinn fyrir okkur er að við erum að fara með bestu hestana okkar, sem er tveggja, þriggja, fjögurra eða jafnvel fimm ára þjálfunarferli að baki og eru búnir að vinna til fjölda verðlauna hér á landi. Síðan eru þau látin af hendi og nýir eigendur eru andstæðingar og keppninautarnir sem mæta jafnvel á næsta mót á þeim sum hver.“ „Við erum þá að lenda í hörkuslag og verðum að vera búin að finna okkur nýjan stofn og koma aftur með nýtt blóð að keppa á móti okkar fyrrverandi skörungum. Svolítið mismunandi gefið á garðann eins og maður segir.“ Þá tengjast knapar hestum sínum tilfinningaböndum og tár megi sjá á hvarmi margra. „Þegar þeir eru að afhenda hestinn eða ljúka keppni þá er tekið utan um og þá sér maður að það brestur margur og klökknar, eðilegur viðskilnaður við vini sína þegar að þessum punkti kemur.“
Hestaíþróttir Hestar Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Sjá meira