Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. ágúst 2025 13:50 Fjölmenni vottaði fjölmiðlamönnunum drepnu virðingu sína í útför þeirra sem fór fram í dag. AP Anas al-Sharif, fréttamaður Al Jazeera sem var tekinn af lífi í loftárás Ísraelshers í gær, er sagður hafa framleitt sjónvarpsefni fyrir Hamas áður en yfirstandandi stríð hófst. Ísraelsmenn héldu því fram í gær að hann hefði farið fyrir vígasveit Hamasliða en hafa ekki rökstutt það með nokkrum hætti. Þá hefur al-Sharif jafnframt gagnrýnt Hamas ítrekað í færslum á samfélagsmiðlum. Al-Sharif var á meðal fimm blaðamanna á vegum Al Jazeera sem myrtir voru í markvissri loftárás Ísraelsmanna á sérstakar tjaldbúðir blaðamanna í Gasaborg í gærkvöldi. Ísraelski herinn gekkst við því að hafa vísvitandi drepið mennina og sagði fyrrnefndan Anas al-Sharif hafa verið hryðjuverkamann og útsendara Hamas í dulargervi fréttamanns. Ísraelsmenn staðhæfðu einnig að þeir byggju yfir „óyggjandi gögnum“ þess efnis. Þó hafa þeir ekki sýnt á spilin að miklu leyti og þau óyggjandi gögn sem þeir hafa lagt fram eru ekki sannfærandi að mati Jeremy Bowen, fréttastjóra erlendra frétta hjá breska ríkisútvarpinu. Samkvæmt umfjölluninni er það eina sem ísraelski herinn hefur birt skjáskot af töflureikni sem þeir vilja meina að útlisti útsendara Hamas á norðanverðri Gasaströndinni. Breska ríkisútvarpinu hefur ekki tekist að sannreyna þessi gögn, enda bara um skjáskot að ræða, og það getur hver sem er skrifað nöfn inn í töflureikni. Ísraelar segja að auk skjáskotanna búi þeir yfir lista yfir þátttakendur í „hryðjuverkaþjálfunarnámskeiðum“ og síma- og launaskrár. Fréttamenn breska ríkisútvarpsins setja spurningarmerki við réttmæti drápanna á blaðamönnunum fimm hafi aðild al-Sharif að Hamas ekki verið umfangsmeiri en allt bendir til. Á annað hundrað blaðamanna hafa verið drepnir á Gasaströndinni frá upphafi stríðsins og um hundrað fangelsaðir. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Yfirmenn katörsku fréttastofunnar al-Jazeera og samtök um fjölmiðlafrelsi fordæma dráp Ísraelshers á blaðamönnum fjölmiðilsins á Gasa í gær. Fjöldi blaðamanna sem hefur fallið þar frá upphafi átakanna nálgast nú tvö hundruð. 11. ágúst 2025 09:12 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira
Ísraelsmenn héldu því fram í gær að hann hefði farið fyrir vígasveit Hamasliða en hafa ekki rökstutt það með nokkrum hætti. Þá hefur al-Sharif jafnframt gagnrýnt Hamas ítrekað í færslum á samfélagsmiðlum. Al-Sharif var á meðal fimm blaðamanna á vegum Al Jazeera sem myrtir voru í markvissri loftárás Ísraelsmanna á sérstakar tjaldbúðir blaðamanna í Gasaborg í gærkvöldi. Ísraelski herinn gekkst við því að hafa vísvitandi drepið mennina og sagði fyrrnefndan Anas al-Sharif hafa verið hryðjuverkamann og útsendara Hamas í dulargervi fréttamanns. Ísraelsmenn staðhæfðu einnig að þeir byggju yfir „óyggjandi gögnum“ þess efnis. Þó hafa þeir ekki sýnt á spilin að miklu leyti og þau óyggjandi gögn sem þeir hafa lagt fram eru ekki sannfærandi að mati Jeremy Bowen, fréttastjóra erlendra frétta hjá breska ríkisútvarpinu. Samkvæmt umfjölluninni er það eina sem ísraelski herinn hefur birt skjáskot af töflureikni sem þeir vilja meina að útlisti útsendara Hamas á norðanverðri Gasaströndinni. Breska ríkisútvarpinu hefur ekki tekist að sannreyna þessi gögn, enda bara um skjáskot að ræða, og það getur hver sem er skrifað nöfn inn í töflureikni. Ísraelar segja að auk skjáskotanna búi þeir yfir lista yfir þátttakendur í „hryðjuverkaþjálfunarnámskeiðum“ og síma- og launaskrár. Fréttamenn breska ríkisútvarpsins setja spurningarmerki við réttmæti drápanna á blaðamönnunum fimm hafi aðild al-Sharif að Hamas ekki verið umfangsmeiri en allt bendir til. Á annað hundrað blaðamanna hafa verið drepnir á Gasaströndinni frá upphafi stríðsins og um hundrað fangelsaðir.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Yfirmenn katörsku fréttastofunnar al-Jazeera og samtök um fjölmiðlafrelsi fordæma dráp Ísraelshers á blaðamönnum fjölmiðilsins á Gasa í gær. Fjöldi blaðamanna sem hefur fallið þar frá upphafi átakanna nálgast nú tvö hundruð. 11. ágúst 2025 09:12 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira
Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Yfirmenn katörsku fréttastofunnar al-Jazeera og samtök um fjölmiðlafrelsi fordæma dráp Ísraelshers á blaðamönnum fjölmiðilsins á Gasa í gær. Fjöldi blaðamanna sem hefur fallið þar frá upphafi átakanna nálgast nú tvö hundruð. 11. ágúst 2025 09:12