Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. ágúst 2025 13:50 Fjölmenni vottaði fjölmiðlamönnunum drepnu virðingu sína í útför þeirra sem fór fram í dag. AP Anas al-Sharif, fréttamaður Al Jazeera sem var tekinn af lífi í loftárás Ísraelshers í gær, er sagður hafa framleitt sjónvarpsefni fyrir Hamas áður en yfirstandandi stríð hófst. Ísraelsmenn héldu því fram í gær að hann hefði farið fyrir vígasveit Hamasliða en hafa ekki rökstutt það með nokkrum hætti. Þá hefur al-Sharif jafnframt gagnrýnt Hamas ítrekað í færslum á samfélagsmiðlum. Al-Sharif var á meðal fimm blaðamanna á vegum Al Jazeera sem myrtir voru í markvissri loftárás Ísraelsmanna á sérstakar tjaldbúðir blaðamanna í Gasaborg í gærkvöldi. Ísraelski herinn gekkst við því að hafa vísvitandi drepið mennina og sagði fyrrnefndan Anas al-Sharif hafa verið hryðjuverkamann og útsendara Hamas í dulargervi fréttamanns. Ísraelsmenn staðhæfðu einnig að þeir byggju yfir „óyggjandi gögnum“ þess efnis. Þó hafa þeir ekki sýnt á spilin að miklu leyti og þau óyggjandi gögn sem þeir hafa lagt fram eru ekki sannfærandi að mati Jeremy Bowen, fréttastjóra erlendra frétta hjá breska ríkisútvarpinu. Samkvæmt umfjölluninni er það eina sem ísraelski herinn hefur birt skjáskot af töflureikni sem þeir vilja meina að útlisti útsendara Hamas á norðanverðri Gasaströndinni. Breska ríkisútvarpinu hefur ekki tekist að sannreyna þessi gögn, enda bara um skjáskot að ræða, og það getur hver sem er skrifað nöfn inn í töflureikni. Ísraelar segja að auk skjáskotanna búi þeir yfir lista yfir þátttakendur í „hryðjuverkaþjálfunarnámskeiðum“ og síma- og launaskrár. Fréttamenn breska ríkisútvarpsins setja spurningarmerki við réttmæti drápanna á blaðamönnunum fimm hafi aðild al-Sharif að Hamas ekki verið umfangsmeiri en allt bendir til. Á annað hundrað blaðamanna hafa verið drepnir á Gasaströndinni frá upphafi stríðsins og um hundrað fangelsaðir. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Yfirmenn katörsku fréttastofunnar al-Jazeera og samtök um fjölmiðlafrelsi fordæma dráp Ísraelshers á blaðamönnum fjölmiðilsins á Gasa í gær. Fjöldi blaðamanna sem hefur fallið þar frá upphafi átakanna nálgast nú tvö hundruð. 11. ágúst 2025 09:12 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Ísraelsmenn héldu því fram í gær að hann hefði farið fyrir vígasveit Hamasliða en hafa ekki rökstutt það með nokkrum hætti. Þá hefur al-Sharif jafnframt gagnrýnt Hamas ítrekað í færslum á samfélagsmiðlum. Al-Sharif var á meðal fimm blaðamanna á vegum Al Jazeera sem myrtir voru í markvissri loftárás Ísraelsmanna á sérstakar tjaldbúðir blaðamanna í Gasaborg í gærkvöldi. Ísraelski herinn gekkst við því að hafa vísvitandi drepið mennina og sagði fyrrnefndan Anas al-Sharif hafa verið hryðjuverkamann og útsendara Hamas í dulargervi fréttamanns. Ísraelsmenn staðhæfðu einnig að þeir byggju yfir „óyggjandi gögnum“ þess efnis. Þó hafa þeir ekki sýnt á spilin að miklu leyti og þau óyggjandi gögn sem þeir hafa lagt fram eru ekki sannfærandi að mati Jeremy Bowen, fréttastjóra erlendra frétta hjá breska ríkisútvarpinu. Samkvæmt umfjölluninni er það eina sem ísraelski herinn hefur birt skjáskot af töflureikni sem þeir vilja meina að útlisti útsendara Hamas á norðanverðri Gasaströndinni. Breska ríkisútvarpinu hefur ekki tekist að sannreyna þessi gögn, enda bara um skjáskot að ræða, og það getur hver sem er skrifað nöfn inn í töflureikni. Ísraelar segja að auk skjáskotanna búi þeir yfir lista yfir þátttakendur í „hryðjuverkaþjálfunarnámskeiðum“ og síma- og launaskrár. Fréttamenn breska ríkisútvarpsins setja spurningarmerki við réttmæti drápanna á blaðamönnunum fimm hafi aðild al-Sharif að Hamas ekki verið umfangsmeiri en allt bendir til. Á annað hundrað blaðamanna hafa verið drepnir á Gasaströndinni frá upphafi stríðsins og um hundrað fangelsaðir.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Yfirmenn katörsku fréttastofunnar al-Jazeera og samtök um fjölmiðlafrelsi fordæma dráp Ísraelshers á blaðamönnum fjölmiðilsins á Gasa í gær. Fjöldi blaðamanna sem hefur fallið þar frá upphafi átakanna nálgast nú tvö hundruð. 11. ágúst 2025 09:12 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Yfirmenn katörsku fréttastofunnar al-Jazeera og samtök um fjölmiðlafrelsi fordæma dráp Ísraelshers á blaðamönnum fjölmiðilsins á Gasa í gær. Fjöldi blaðamanna sem hefur fallið þar frá upphafi átakanna nálgast nú tvö hundruð. 11. ágúst 2025 09:12