Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. ágúst 2025 10:30 Aljus Anzic þykir einn efnilegasti handboltamaður heims. ihf/Anze Malovrh Handboltaáhugafólk ætti að leggja nafn Slóvenans Aljus Anzic á minnið. Strákurinn skráði sig í sögubækurnar með magnaðri frammistöðu gegn Noregi á HM U-19 ára í gær. Hinn sautján ára Anzic skoraði hvorki fleiri né færri en 23 mörk þegar Slóvenar og Norðmenn gerðu jafntefli, 37-37. Hann tók 25 skot í leiknum og var því með 92 prósent skotnýtingu. Sex marka Anzic komu úr vítaköstum. „Þetta var mjög erfitt. Allt frá byrjun lentum við undir en undir lok fyrri hálfleiks komum við til baka, minnkuðum muninn í eitt mark og svo vorum við yfir í seinni hálfleik. Þetta var brjálaður leikur,“ sagði Anzic eftir leikinn. Miðjumaðurinn skoraði tíu mörk í fyrri hálfleik og þrettán í þeim seinni. Norðmenn tóku Anzic úr umferð í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Aldrei hefur leikmaður skorað jafn mörg mörk í einum og sama leiknum á HM U-19 ára og Anzic í gær. Eom Hyo-won frá Suður-Kóreu átti gamla metið sem voru átján mörk. Anzic bætti það um fimm mörk í leiknum í gær. Færeyingurinn Óli Mittún skoraði sautján mörk gegn Svíum á síðasta heimsmeistaramóti leikmanna nítján ára og yngri og íslenski hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimmtán mörk í einum leik á HM 2015. Þrátt fyrir magnaða og sögulega frammistöðu var Anzic svekktur eftir leikinn gegn Noregi enda á Slóvenía afar litla möguleika á að komast í átta liða úrslit mótsins. „Við leiddum nánast allan seinni hálfleikinn með 1-2 mörkum svo þetta var jafnt. Á síðustu tíu mínútunum vorum við þremur mörkum yfir en skoruðum síðan ekki í fjórar mínútur. Það gerði held ég útslagið,“ sagði Anzic. Hann hefur haft í nægu að snúast í sumar en hann lék einnig á HM U-21 árs. Þar skoraði Anzic 61 mark og var þriðji markahæsti leikmaður mótsins þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður þess. Hann hefur nú skorað 39 mörk á HM U-19 ára og er næstmarkahæstur á eftir Norðmanninum Vetle Mellemstrand Bore. Anzic, sem fæddist 12. febrúar 2008, er á mála hjá Celje Pivovarna Lasko í heimalandinu. Móðir hans, Alenka, er forseti Celje og faðir hans, Alen, er markvarðaþjálfari liðsins. Slóvenar eru skiljanlega spenntir fyrir framtíð Anzic og hann hefur meðal annars verið kallaður Lamine Yamal slóvensks handbolta eftir spænska fótboltaundrinu hjá Barcelona. Handbolti Slóvenía Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Sjá meira
Hinn sautján ára Anzic skoraði hvorki fleiri né færri en 23 mörk þegar Slóvenar og Norðmenn gerðu jafntefli, 37-37. Hann tók 25 skot í leiknum og var því með 92 prósent skotnýtingu. Sex marka Anzic komu úr vítaköstum. „Þetta var mjög erfitt. Allt frá byrjun lentum við undir en undir lok fyrri hálfleiks komum við til baka, minnkuðum muninn í eitt mark og svo vorum við yfir í seinni hálfleik. Þetta var brjálaður leikur,“ sagði Anzic eftir leikinn. Miðjumaðurinn skoraði tíu mörk í fyrri hálfleik og þrettán í þeim seinni. Norðmenn tóku Anzic úr umferð í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Aldrei hefur leikmaður skorað jafn mörg mörk í einum og sama leiknum á HM U-19 ára og Anzic í gær. Eom Hyo-won frá Suður-Kóreu átti gamla metið sem voru átján mörk. Anzic bætti það um fimm mörk í leiknum í gær. Færeyingurinn Óli Mittún skoraði sautján mörk gegn Svíum á síðasta heimsmeistaramóti leikmanna nítján ára og yngri og íslenski hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimmtán mörk í einum leik á HM 2015. Þrátt fyrir magnaða og sögulega frammistöðu var Anzic svekktur eftir leikinn gegn Noregi enda á Slóvenía afar litla möguleika á að komast í átta liða úrslit mótsins. „Við leiddum nánast allan seinni hálfleikinn með 1-2 mörkum svo þetta var jafnt. Á síðustu tíu mínútunum vorum við þremur mörkum yfir en skoruðum síðan ekki í fjórar mínútur. Það gerði held ég útslagið,“ sagði Anzic. Hann hefur haft í nægu að snúast í sumar en hann lék einnig á HM U-21 árs. Þar skoraði Anzic 61 mark og var þriðji markahæsti leikmaður mótsins þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður þess. Hann hefur nú skorað 39 mörk á HM U-19 ára og er næstmarkahæstur á eftir Norðmanninum Vetle Mellemstrand Bore. Anzic, sem fæddist 12. febrúar 2008, er á mála hjá Celje Pivovarna Lasko í heimalandinu. Móðir hans, Alenka, er forseti Celje og faðir hans, Alen, er markvarðaþjálfari liðsins. Slóvenar eru skiljanlega spenntir fyrir framtíð Anzic og hann hefur meðal annars verið kallaður Lamine Yamal slóvensks handbolta eftir spænska fótboltaundrinu hjá Barcelona.
Handbolti Slóvenía Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Sjá meira