Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. ágúst 2025 12:11 Leifur ásamt Þorláki Björnssyni, sem hefur verið sjálfboðaliði á heimaleikjum KR um árabil, fyrir leik. KR-ingar unnu sinn fyrsta sigur í rúmlega fjörutíu daga þegar þeir tóku Aftureldingu 2-1 í Frostaskjólinu í gær. Fyrir utan fótboltann var mikið rætt um einn tiltekinn boltasæki sem var höfðinu hærri en restin og virtist alltof gamall fyrir starfið. Boltasækirinn sem um ræðir er hinn 27 ára Leifur Þorsteinsson, viðskiptastjóri Creditinfo og stjórnandi hlaðvarpsins Chess After Dark, sem klæddist vestinu sem refsingu. Leifur hafði tekið þátt í draumaliðsdeild enska boltans (e. Fantasy Premier League) á síðasta tímabili með vinum sínum og var refsingin að vera boltasækir á heimaleik KR á Meistaravöllum. Leifur valdi sér lið í byrjun mótsins en gleymdi að huga að því frekar, svokallað „set and forget“, sem varð til þess að hann endaði langneðstur í deildinni. Við tók löng bið. Beðið eftir boltasæki Biðin eftir fullorðna boltasækinum lengdist nefnilega fullmikið, aðallega vegna framkvæmda á Meistaravöllum sem hafa staðið yfir í allt sumar vegna lagningar gervigrass. Í lok júlí var völlurinn loks tilbúinn og átti að vígja vestið á fyrsta heimleiknum gegn Breiðablik þann 26. júlí. Leifur forfallaðist hins vegar og varð heimaleikurinn gegn Aftureldingu í gær lendingin. Leifur mætti rétt fyrir leik í Frostaskjólið en lenti í vandræðum við miðasöluna því sagan þótti of ótrúleg. Hann komst þó á endanum inn og stóð allan leikinn á hliðarlínunni stúkumegin hjá stuðningsmönnum KR. Þar gnæfði Leifur yfir kollega sína enda er verkefnið gjarnan falið börnum undir tólf ára aldri. Leifur í Pepsi-vestinu eftir leik. Gjörningurinn vakti mikla lukku meðal stuðningsmanna og söng Miðjan, stuðningsmannasveit KR, meira að segja um kappann. Í þokkabót vann KR langþráðan sigur svo í stúkunni eftir leik var pískrað um það hvort kannski ætti framvegis alltaf að vera einn eldri boltasækir. Sjá einnig: Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Blaðamaður náði í skottið á Leifi eftir leik og var hann skiljanlega gríðaránægður með sigur sinna manna. Leifur, sem æfði upp yngri flokka KR þar til hann hætti í þriðja flokki, rifjaði upp síðasta skiptið sem hann hafði verið boltasækir en það var á úrslitaleik VISA-bikars karla 2010 þegar FH burstaði KR með fjórum mörkum gegn engu. Þá sagðist Leifur hafa fengið góð viðbrögð hjá leikmönnum KR við gjörningnum, Aron Sigurðarson hefði haft orð á því að sennilega væri um dýrasta boltasæki landsins að ræða. Leifur var sömuleiðis ekki viss um að hann færi úr vestinu í bráð og ýjaði að því að hann myndi halda áfram að mæta á hliðarlínuna þar til KR tapaði næst. Spurning hvort af því verður. Þangað til má segja að í gær hafi verið stiginn síðasti dansinn. Besta deild karla KR Grín og gaman Tengdar fréttir „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Þetta gerist ekki betra,“ sagði Gabríel Hrannar Eyjólfsson, bakvörður KR, eftir sigur á heimavelli gegn Aftureldingu í Bestu deild karla. KR er þar með komið upp úr fallsæti. 11. ágúst 2025 22:01 Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga FH og KR komu til baka og unnu mikilvæga sigra á ÍA og Aftureldingu í Bestu deild karla í gær. 12. ágúst 2025 10:01 Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Eldri borgurum í Vogum á Vatnsleysuströnd þótti það mikill heiður þegar þeim var boðið að leiða leikmenn knattspyrnudeildar Þróttar inn á völlinn á móti Víði í Garði í gærkvöldi. Venjan er að börn leiði leikmenn inn á völlinn. Tveir af eldri borgurum mættu með göngugrindurnar sínar á völlinn og þótti það ekki til töku mál. 25. júlí 2025 20:06 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Boltasækirinn sem um ræðir er hinn 27 ára Leifur Þorsteinsson, viðskiptastjóri Creditinfo og stjórnandi hlaðvarpsins Chess After Dark, sem klæddist vestinu sem refsingu. Leifur hafði tekið þátt í draumaliðsdeild enska boltans (e. Fantasy Premier League) á síðasta tímabili með vinum sínum og var refsingin að vera boltasækir á heimaleik KR á Meistaravöllum. Leifur valdi sér lið í byrjun mótsins en gleymdi að huga að því frekar, svokallað „set and forget“, sem varð til þess að hann endaði langneðstur í deildinni. Við tók löng bið. Beðið eftir boltasæki Biðin eftir fullorðna boltasækinum lengdist nefnilega fullmikið, aðallega vegna framkvæmda á Meistaravöllum sem hafa staðið yfir í allt sumar vegna lagningar gervigrass. Í lok júlí var völlurinn loks tilbúinn og átti að vígja vestið á fyrsta heimleiknum gegn Breiðablik þann 26. júlí. Leifur forfallaðist hins vegar og varð heimaleikurinn gegn Aftureldingu í gær lendingin. Leifur mætti rétt fyrir leik í Frostaskjólið en lenti í vandræðum við miðasöluna því sagan þótti of ótrúleg. Hann komst þó á endanum inn og stóð allan leikinn á hliðarlínunni stúkumegin hjá stuðningsmönnum KR. Þar gnæfði Leifur yfir kollega sína enda er verkefnið gjarnan falið börnum undir tólf ára aldri. Leifur í Pepsi-vestinu eftir leik. Gjörningurinn vakti mikla lukku meðal stuðningsmanna og söng Miðjan, stuðningsmannasveit KR, meira að segja um kappann. Í þokkabót vann KR langþráðan sigur svo í stúkunni eftir leik var pískrað um það hvort kannski ætti framvegis alltaf að vera einn eldri boltasækir. Sjá einnig: Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Blaðamaður náði í skottið á Leifi eftir leik og var hann skiljanlega gríðaránægður með sigur sinna manna. Leifur, sem æfði upp yngri flokka KR þar til hann hætti í þriðja flokki, rifjaði upp síðasta skiptið sem hann hafði verið boltasækir en það var á úrslitaleik VISA-bikars karla 2010 þegar FH burstaði KR með fjórum mörkum gegn engu. Þá sagðist Leifur hafa fengið góð viðbrögð hjá leikmönnum KR við gjörningnum, Aron Sigurðarson hefði haft orð á því að sennilega væri um dýrasta boltasæki landsins að ræða. Leifur var sömuleiðis ekki viss um að hann færi úr vestinu í bráð og ýjaði að því að hann myndi halda áfram að mæta á hliðarlínuna þar til KR tapaði næst. Spurning hvort af því verður. Þangað til má segja að í gær hafi verið stiginn síðasti dansinn.
Besta deild karla KR Grín og gaman Tengdar fréttir „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Þetta gerist ekki betra,“ sagði Gabríel Hrannar Eyjólfsson, bakvörður KR, eftir sigur á heimavelli gegn Aftureldingu í Bestu deild karla. KR er þar með komið upp úr fallsæti. 11. ágúst 2025 22:01 Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga FH og KR komu til baka og unnu mikilvæga sigra á ÍA og Aftureldingu í Bestu deild karla í gær. 12. ágúst 2025 10:01 Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Eldri borgurum í Vogum á Vatnsleysuströnd þótti það mikill heiður þegar þeim var boðið að leiða leikmenn knattspyrnudeildar Þróttar inn á völlinn á móti Víði í Garði í gærkvöldi. Venjan er að börn leiði leikmenn inn á völlinn. Tveir af eldri borgurum mættu með göngugrindurnar sínar á völlinn og þótti það ekki til töku mál. 25. júlí 2025 20:06 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
„Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Þetta gerist ekki betra,“ sagði Gabríel Hrannar Eyjólfsson, bakvörður KR, eftir sigur á heimavelli gegn Aftureldingu í Bestu deild karla. KR er þar með komið upp úr fallsæti. 11. ágúst 2025 22:01
Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga FH og KR komu til baka og unnu mikilvæga sigra á ÍA og Aftureldingu í Bestu deild karla í gær. 12. ágúst 2025 10:01
Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Eldri borgurum í Vogum á Vatnsleysuströnd þótti það mikill heiður þegar þeim var boðið að leiða leikmenn knattspyrnudeildar Þróttar inn á völlinn á móti Víði í Garði í gærkvöldi. Venjan er að börn leiði leikmenn inn á völlinn. Tveir af eldri borgurum mættu með göngugrindurnar sínar á völlinn og þótti það ekki til töku mál. 25. júlí 2025 20:06