Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. ágúst 2025 17:37 Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Einar Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi aukist örlítið í ágúst. Forstjóri Vinnumálastofnunin segir aukið atvinnuleysi á milli mánaða stafa af árvissri árstíðarsveiflu í íslensku atvinnulífi sem orsakist af fækkun ferðamanna og samdrætti í byggingariðnaðinum. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir þessa þróun dæmigerða og að atvinnuleysi muni halda áfram að aukast um vetrartímann, fram yfir áramót, en dragist svo saman með hækkandi sól. Nóg af vinnu að hafa Minnsta atvinnuleysið mældist á Norðurlandi vestra, eitt prósent. Atvinnuleysið hafi verið minnst þar í langan tíma. Hún segir árstíðarbundið atvinnuleysi ekki áberandi í öðrum geirum atvinnulífsins. Ferðaþjónustan og byggingariðnaðurinn skeri sig úr en aðrar atvinnugreinar séu talsvert stöðugri. Unnur segir blómlegt atvinnulíf á Íslandi og nóg af vinnu að hafa. Á Íslandi séu atvinnuleysistölur marktækt lægri en á Norðurlöndunum og Evrópu. Engin bölsýni sé á skrifstofum Vinnumálastofu enda nemi aukning atvinnuleysis á milli mánaða ekki nema einn tíunda úr prósenti. Karlmenn séu í meirihluta á atvinnuleysisskrá og það sé vegna kynjaójafnvægis í byggingariðnaðinum. Hlutfall kvenna á skránni aukist eftir því sem dregur á veturinn vegna samdráttar í ferðaþjónustunni. Atvinnulausir duglegir að endurmennta sig Eru atvinnulausir í stöðugri leit að vinnum eða eru margir lengi á skrá? „Sem betur fer er það nú þannig að mjög margir fá vinnu innan fjögurra mánaða. Það er gríðarleg velta hjá okkur af skjólstæðingum. Hjá sumum tekur það aðeins lengri tíma en svo er alltaf einhver hópur sem ílengist og á erfiðara með að finna störf en þá erum við með mjög góða þjónustu hér í náms- og starfsráðgjöf,“ segir Unnur. Hún segir atvinnulausa duglegt við að sækja námskeið og endurmenntun telji það bæta stöðu sína í atvinnuleitinni. Svo vegi fjölgun starfa í opinbera geiranum og menntakerfinu upp á móti fækkun þeirra í byggingargeiranum og ferðaþjónustunni. „Þetta eru lágar tölur og góðar,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vinnumarkaður Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir þessa þróun dæmigerða og að atvinnuleysi muni halda áfram að aukast um vetrartímann, fram yfir áramót, en dragist svo saman með hækkandi sól. Nóg af vinnu að hafa Minnsta atvinnuleysið mældist á Norðurlandi vestra, eitt prósent. Atvinnuleysið hafi verið minnst þar í langan tíma. Hún segir árstíðarbundið atvinnuleysi ekki áberandi í öðrum geirum atvinnulífsins. Ferðaþjónustan og byggingariðnaðurinn skeri sig úr en aðrar atvinnugreinar séu talsvert stöðugri. Unnur segir blómlegt atvinnulíf á Íslandi og nóg af vinnu að hafa. Á Íslandi séu atvinnuleysistölur marktækt lægri en á Norðurlöndunum og Evrópu. Engin bölsýni sé á skrifstofum Vinnumálastofu enda nemi aukning atvinnuleysis á milli mánaða ekki nema einn tíunda úr prósenti. Karlmenn séu í meirihluta á atvinnuleysisskrá og það sé vegna kynjaójafnvægis í byggingariðnaðinum. Hlutfall kvenna á skránni aukist eftir því sem dregur á veturinn vegna samdráttar í ferðaþjónustunni. Atvinnulausir duglegir að endurmennta sig Eru atvinnulausir í stöðugri leit að vinnum eða eru margir lengi á skrá? „Sem betur fer er það nú þannig að mjög margir fá vinnu innan fjögurra mánaða. Það er gríðarleg velta hjá okkur af skjólstæðingum. Hjá sumum tekur það aðeins lengri tíma en svo er alltaf einhver hópur sem ílengist og á erfiðara með að finna störf en þá erum við með mjög góða þjónustu hér í náms- og starfsráðgjöf,“ segir Unnur. Hún segir atvinnulausa duglegt við að sækja námskeið og endurmenntun telji það bæta stöðu sína í atvinnuleitinni. Svo vegi fjölgun starfa í opinbera geiranum og menntakerfinu upp á móti fækkun þeirra í byggingargeiranum og ferðaþjónustunni. „Þetta eru lágar tölur og góðar,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Vinnumarkaður Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira