Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2025 14:41 Hallgrímur furðar sig á því að Íslendingar hafi snúið baki við gömlu skyraðferðinni til að spara tíma. Margir taka undir meðan aðrir fagna nútímalegri aðferðum. Listasafn Reykjavíkur/Vísir/Vilhelm Hallgrímur Helgason hrinti af stað mikill umræðu um skyr á samfélagsmiðlum í gær. Hann hafði borðað sveitaskyr frá Erpsstöðum og spurði í kjölfarið hvernig Íslendingar hefðu glutrað niður þessu gamla skyri. Fjölmargir syrgja gamla skyrið. Hallgrímur birti færslu á Facebook með myndum af sveitaskyri frá Erpsstöðum í Dalasýslu. „Erpsstaðaskyr, eða það sem einu sinni var einfaldlega kallað skyr. Það var nánast trúarleg upplifun að bragða aftur íslenskt skyr, skyr bernsku minnar, sem ég hef ekki bragðað síðan um 1970. Ég var búinn að gleyma bragðinu en þarna var það lifandi komið, í hnausþykkum og nokkuð þurrum bita, súrt eins og sautjánda öldin. Ég bar Íslandssöguna að vörum mér! Og líf mitt small saman á ný,“ skrifar Hallgrímur í færslunni. Sveitaskyr er með stutta innihaldslýsingu. „Hvernig gátum við glutrað þessu niður og hvernig gátum við leyft því að glutrast niður?“ spurði hann jafnframt í færslunni. „Mér skilst á fagfólki að MS hafi breytt vinnsluaðferðinni til að hraða ferlinu, hafði ekki eirð í sér til að bíða heilt ár, sem mun vera þroskunartími skyrsins okkar. Ímyndið ykkur að Ítalir hefðu glatað parmesan-arfleifð sinni vegna slíkrar óþolinmæði. Manni finnst þetta nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu,“ skrifar Hallgrímur. Að lokum spurði Hallgrímur fylgjendur sína: „Hvernig hrærir maður skyrið?“ „Nú er einhver vara seld út um allan heim undir heitinu skyr“ Viðbrögðin stóðu ekki á sér. Þegar þessi frétt er skrifuð höfðu rúmlega 660 manns brugðist við færslunni, við hana höfðu verið skrifuð 99 ummæli og henni hafði verið deilt ellefu sinnum. Meðal þeirra sem bölvuðu nútímaskyri var Egill Helgason. Egill Helgason syrgir skyrið.Vísir/Vilhelm „Maður fór í mjólkurbúð og skyrinu var mokað úr stampi og í bréf. Svo gekk maður með þetta heim. Nú er einhver vara seld út um allan heim undir heitinu skyr - en það er líkara jógúrt,“ skrifaði Egill í ummælum við færsluna. Jógúrtlíkingu Egils svarar vélaverkfræðingurinn Gestur Valgarðsson fullum hálsi í löngu máli. „Ég hef oft pirrað mig á þessari skelfilegu andstöðu fólks við þekkingu og framfarir. Verst er þó þegar fólk hefur ekki rétt fyrir sér. Þú ættirðu að vita að skyr og jógúrt eru ekki í sama flokki matvara. Annað er ostur en hitt ekki. Þannig getur skyr ekki orðið að jógúrt,“ skrifar Gestur. Gestur Valgarðsson. Framleiðsla skyrs hafi breyst með betri tækjum og skyrið sé núna framleitt með vönduðum síum sem geri að verkum að í því haldist betur mysuprótín. Sú framför í skyrgerðinni sé meginástæðan fyrir vinsældum skyrsins. „Síðan má benda umhverfisfólkinu á að með því að halda mysuprótínunum í skyrinu verður nýtingin betri úr mjólkinni en áður og því þurfum við færri prumpandi beljur á beit til að anna eftirspurn,“ skrifar Gestur í sömu ummælum og bætir við: „Hvernig væri að gefa þekkingunni eins og eitt stig og fá sér eina dollu af súrosti í morgunmatinn?“ KitchenAid, kalt vatn og strásykur Fjöldi fólks svaraði einnig spurningu Hallgríms um það hvernig hræra ætti skyrið. „Ég man ekki aftur til 1970 en áferðin hljómar kunnuglega. Heima hjá mér var skyrinu skellt í Kitchen-Aidina, nýmjólk (eða rjóma til spari) blandað saman við þar til ákjósanleg áferð náðist og svo sætt með strásykri eftir smekk,“ skrifaði Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar Reykjavíkur. „Á æskuheimili mínu var skyrið hrært út í köldu vatni og hæfilegu magni af sykri. Haft frekar þykkt og rjómablandi eða rjóma hellt út á,“ skrifaði kennarinn Fjóla Kristín. „Hrært út með undanrennu eða vatn/mjólk blandi, smávegis strásykur, rétt til að taka almesta súrinn, rjómabland út á geggjað ef til eru krækiber út á líka,“ sagði Fríða Bragadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sykursjúkra. Leikarinn Skúli Gautason rifjaði upp skondna sögu um skyrkaup tveggja Tékka. „Heima hjá mér leigðu herbergi tveir Tékkar sem spiluðu í Sinfóníunni einhverntíma um eða fyrir 1970. Þeir fóru í mjólkurbúðina og keyptu óhrært skyr. Þeir höfðu auðvitað enga hugmynd um hvernig tíðkaðist að bera þessi matvæli á borð, svo þeir söxuðu lauk og hvítlauk saman við, smurðu ofan á brauð og þótti gott,“ skrifaði Skúli við færsluna. Matur Matvælaframleiðsla Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hallgrímur birti færslu á Facebook með myndum af sveitaskyri frá Erpsstöðum í Dalasýslu. „Erpsstaðaskyr, eða það sem einu sinni var einfaldlega kallað skyr. Það var nánast trúarleg upplifun að bragða aftur íslenskt skyr, skyr bernsku minnar, sem ég hef ekki bragðað síðan um 1970. Ég var búinn að gleyma bragðinu en þarna var það lifandi komið, í hnausþykkum og nokkuð þurrum bita, súrt eins og sautjánda öldin. Ég bar Íslandssöguna að vörum mér! Og líf mitt small saman á ný,“ skrifar Hallgrímur í færslunni. Sveitaskyr er með stutta innihaldslýsingu. „Hvernig gátum við glutrað þessu niður og hvernig gátum við leyft því að glutrast niður?“ spurði hann jafnframt í færslunni. „Mér skilst á fagfólki að MS hafi breytt vinnsluaðferðinni til að hraða ferlinu, hafði ekki eirð í sér til að bíða heilt ár, sem mun vera þroskunartími skyrsins okkar. Ímyndið ykkur að Ítalir hefðu glatað parmesan-arfleifð sinni vegna slíkrar óþolinmæði. Manni finnst þetta nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu,“ skrifar Hallgrímur. Að lokum spurði Hallgrímur fylgjendur sína: „Hvernig hrærir maður skyrið?“ „Nú er einhver vara seld út um allan heim undir heitinu skyr“ Viðbrögðin stóðu ekki á sér. Þegar þessi frétt er skrifuð höfðu rúmlega 660 manns brugðist við færslunni, við hana höfðu verið skrifuð 99 ummæli og henni hafði verið deilt ellefu sinnum. Meðal þeirra sem bölvuðu nútímaskyri var Egill Helgason. Egill Helgason syrgir skyrið.Vísir/Vilhelm „Maður fór í mjólkurbúð og skyrinu var mokað úr stampi og í bréf. Svo gekk maður með þetta heim. Nú er einhver vara seld út um allan heim undir heitinu skyr - en það er líkara jógúrt,“ skrifaði Egill í ummælum við færsluna. Jógúrtlíkingu Egils svarar vélaverkfræðingurinn Gestur Valgarðsson fullum hálsi í löngu máli. „Ég hef oft pirrað mig á þessari skelfilegu andstöðu fólks við þekkingu og framfarir. Verst er þó þegar fólk hefur ekki rétt fyrir sér. Þú ættirðu að vita að skyr og jógúrt eru ekki í sama flokki matvara. Annað er ostur en hitt ekki. Þannig getur skyr ekki orðið að jógúrt,“ skrifar Gestur. Gestur Valgarðsson. Framleiðsla skyrs hafi breyst með betri tækjum og skyrið sé núna framleitt með vönduðum síum sem geri að verkum að í því haldist betur mysuprótín. Sú framför í skyrgerðinni sé meginástæðan fyrir vinsældum skyrsins. „Síðan má benda umhverfisfólkinu á að með því að halda mysuprótínunum í skyrinu verður nýtingin betri úr mjólkinni en áður og því þurfum við færri prumpandi beljur á beit til að anna eftirspurn,“ skrifar Gestur í sömu ummælum og bætir við: „Hvernig væri að gefa þekkingunni eins og eitt stig og fá sér eina dollu af súrosti í morgunmatinn?“ KitchenAid, kalt vatn og strásykur Fjöldi fólks svaraði einnig spurningu Hallgríms um það hvernig hræra ætti skyrið. „Ég man ekki aftur til 1970 en áferðin hljómar kunnuglega. Heima hjá mér var skyrinu skellt í Kitchen-Aidina, nýmjólk (eða rjóma til spari) blandað saman við þar til ákjósanleg áferð náðist og svo sætt með strásykri eftir smekk,“ skrifaði Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar Reykjavíkur. „Á æskuheimili mínu var skyrið hrært út í köldu vatni og hæfilegu magni af sykri. Haft frekar þykkt og rjómablandi eða rjóma hellt út á,“ skrifaði kennarinn Fjóla Kristín. „Hrært út með undanrennu eða vatn/mjólk blandi, smávegis strásykur, rétt til að taka almesta súrinn, rjómabland út á geggjað ef til eru krækiber út á líka,“ sagði Fríða Bragadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sykursjúkra. Leikarinn Skúli Gautason rifjaði upp skondna sögu um skyrkaup tveggja Tékka. „Heima hjá mér leigðu herbergi tveir Tékkar sem spiluðu í Sinfóníunni einhverntíma um eða fyrir 1970. Þeir fóru í mjólkurbúðina og keyptu óhrært skyr. Þeir höfðu auðvitað enga hugmynd um hvernig tíðkaðist að bera þessi matvæli á borð, svo þeir söxuðu lauk og hvítlauk saman við, smurðu ofan á brauð og þótti gott,“ skrifaði Skúli við færsluna.
Matur Matvælaframleiðsla Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira