Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2025 15:09 Bezalel Smotrich heldur á korti sem sýnir fyrirhuguðu landtökubyggðina á Vesturbakkanum þegar hann tilkynnti um að hann ætlaði að gefa henni grænt ljós í dag. AP/Ohad Zwigenberg Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. Landsvæði austur af Jerúsalem sem hefur verið nefnt E1 hefur verið þrætuepli um áratuga skeið. Nú stendur loks til að gera alvöru úr áformum um að reisa þar nýja landtökubyggð á hernumdu landi Palestínumanna. „Þessi raunveruleiki grefur hugmyndina um palestínskt ríki vegna þess að það er ekkert eftir til þess að viðurkenna og enginn til þess að viðurkenna,“ sagði Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísraels sem kemur yst af hægri væng þarlendra stjórnmála. Verði byggðin að veruleika slítur það í reynd Vesturbakkann í tvennt fyrir Palestínumenn. Landið sem um ræðir er ein síðasta tengingin á milli tveggja helstu borganna þar, Ramallah og Bethlehem. AP-fréttastofan segir að Palestínumenn sem þurfi að ferðast á milli borganna þurfi í framtíðinni að leggja nokkra kílómetra lykkju á leið sína frá því sem nú er og fara í gegnum nokkrar eftirlitsstöðvar Ísraelsmanna. Lofar „sanna vini“ Ísraels vestanhafs Fram að þessu hafa Ísraelar látið verið að byggja á svæðinu undir þrýstingi frá Bandaríkjastjórn. Nú eru breyttir tíma og lofaði Smotrich bæði Donald Trump Bandaríkjaforseta og Mike Huckabee, sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael, sem „sanna vini Ísraels sem við höfum aldrei átt áður.“ Enn á eftir að hnýta nokkra lausa enda áður en byggðin fær endanlegt samþykki en framkvæmdir eru sagðar geta farið af stað á allra næstu mánuðum. Fulltrúar palestínskra yfirvalda og mannréttindasamtök fordæma fyrirætlanir Ísraela. Ráðgjafi utanríkisráðherra Palestínu lýsir þeim sem rasískri nýlendu- og útþenslustefnu. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að Palestínumenn fái eigið ríki. Meirihluti alþjóðasamfélagsins telur landtökubyggðir Ísraela, þar sem um 700.000 þeirra búa, ólöglegar. Ísraelar, sem hernámu Vesturbakkann í sex daga stríðinu árið 1967, halda því hins vegar fram að hann leysa þurfi úr deilum um tilkall til hans í samningaviðræðum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Landsvæði austur af Jerúsalem sem hefur verið nefnt E1 hefur verið þrætuepli um áratuga skeið. Nú stendur loks til að gera alvöru úr áformum um að reisa þar nýja landtökubyggð á hernumdu landi Palestínumanna. „Þessi raunveruleiki grefur hugmyndina um palestínskt ríki vegna þess að það er ekkert eftir til þess að viðurkenna og enginn til þess að viðurkenna,“ sagði Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísraels sem kemur yst af hægri væng þarlendra stjórnmála. Verði byggðin að veruleika slítur það í reynd Vesturbakkann í tvennt fyrir Palestínumenn. Landið sem um ræðir er ein síðasta tengingin á milli tveggja helstu borganna þar, Ramallah og Bethlehem. AP-fréttastofan segir að Palestínumenn sem þurfi að ferðast á milli borganna þurfi í framtíðinni að leggja nokkra kílómetra lykkju á leið sína frá því sem nú er og fara í gegnum nokkrar eftirlitsstöðvar Ísraelsmanna. Lofar „sanna vini“ Ísraels vestanhafs Fram að þessu hafa Ísraelar látið verið að byggja á svæðinu undir þrýstingi frá Bandaríkjastjórn. Nú eru breyttir tíma og lofaði Smotrich bæði Donald Trump Bandaríkjaforseta og Mike Huckabee, sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael, sem „sanna vini Ísraels sem við höfum aldrei átt áður.“ Enn á eftir að hnýta nokkra lausa enda áður en byggðin fær endanlegt samþykki en framkvæmdir eru sagðar geta farið af stað á allra næstu mánuðum. Fulltrúar palestínskra yfirvalda og mannréttindasamtök fordæma fyrirætlanir Ísraela. Ráðgjafi utanríkisráðherra Palestínu lýsir þeim sem rasískri nýlendu- og útþenslustefnu. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að Palestínumenn fái eigið ríki. Meirihluti alþjóðasamfélagsins telur landtökubyggðir Ísraela, þar sem um 700.000 þeirra búa, ólöglegar. Ísraelar, sem hernámu Vesturbakkann í sex daga stríðinu árið 1967, halda því hins vegar fram að hann leysa þurfi úr deilum um tilkall til hans í samningaviðræðum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira