Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Agnar Már Másson skrifar 15. ágúst 2025 10:58 Tveimur dögum eftir að Kaleo-tónleikunum lauk barst Mannanafnanefnd erindi þar sem spurt var hvort maður mætti heita það sama og hljómsveitin. Nefndin sagði já. Vísir/Viktor Freyr Hamína, Sky og Kaleo eru meðal þeirra nafna sem Mannanafnanefnd samþykkti á fundi sínum í vikunni. Þá má einnig heita Anída, Silfurregn og Dúni. Engri beiðni sem Mannanafnanefnd tók fyrir á fundi sínum hinn 13. ágúst var hafnað en alls voru sautján mál tekin fyrir. Sky og Silfurregn Fjögur kynhlutlaus nöfn voru samþykkt og má nú heita Rökkur, Sky, Elri og Silfurregn. Nöfnin eru í hvorugkyni og beygjast eins í öllum föllum nema eignarfalli en þá taka þau s-endingu. Nefndin bendir á að nafnið Sky sé ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls enda kemur y aðeins fyrir í lok orð ef það endar á -ey. Þó ekki væri hefð fyrir nafninu bendir nefndin á að tökunafnið sé nokkuð algengt í enskumælandi löndum. Til samanburðar var nafnið Skylar samþykkt árið 2021. Nefndin hefur því alls samþykkt á 36 kynhlutlaus nöfn frá því í október 2020. Dúni Kaleo Lársson Karlanafnið Dúni var samþykkt og tekur veika beygingu. Nefndin féllst einnig á kenninafnið Lársson, þar sem umsækjandi óskaði eftir því að barnið yrði kennt við föður sinn aðnafni Laurentiu, þó aðlagað að íslensku. Þá má einnig heita Matheó og Kaleo. Nefndin tekur fram að nafnið Kaleo eigi sér enga hefð í íslensku en bendir á að það sé tökunafn frá Bandaríkjunum og ritað með þessum hætti í ensku máli. Mikið fjör var á tónleikum Kaleo í Vaglaskógi í júlí. Vísir/Viktor Freyr Telst því hefð fyrir rithætti Kaleo á sama grundvelli og nafnsins Sky, þ.e. að rithátturinn sé gjaldgengur í veitimáli og nafnið ekki ritháttarafbrigði rótgróins nafns. Nefndinni barst erindi um nafnið Kaleó þriðjudaginn 29. júlí, þ.e. aðeins nokkrum dögum eftir að tónleikar samnefndrar hljómsveitar í Vaglaskógi voru haldnir. Nicolai, Torben og Teodor voru einnig samþykkt sem karlanöfn. Hamína Raggý Emhild Nú má einnig heita Anída og Josephine. Hið síðarnefnda er borið af tveimur Íslendingum og kemur nafnið fyrir fyrir í átta manntölum frá 1703–1920. Það telst því vera hefð fyrir hefð fyrir rithætti nafnsins samkvæmt vinnulagsreglum Mannanafnanefndar. Kvenkynsnöfnin Raggý, Hamína, Emhild og Inganna voru einnig samþykkt. Mannanöfn Tónleikar á Íslandi Tónlist Hinsegin Kaleo Barnalán Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Engri beiðni sem Mannanafnanefnd tók fyrir á fundi sínum hinn 13. ágúst var hafnað en alls voru sautján mál tekin fyrir. Sky og Silfurregn Fjögur kynhlutlaus nöfn voru samþykkt og má nú heita Rökkur, Sky, Elri og Silfurregn. Nöfnin eru í hvorugkyni og beygjast eins í öllum föllum nema eignarfalli en þá taka þau s-endingu. Nefndin bendir á að nafnið Sky sé ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls enda kemur y aðeins fyrir í lok orð ef það endar á -ey. Þó ekki væri hefð fyrir nafninu bendir nefndin á að tökunafnið sé nokkuð algengt í enskumælandi löndum. Til samanburðar var nafnið Skylar samþykkt árið 2021. Nefndin hefur því alls samþykkt á 36 kynhlutlaus nöfn frá því í október 2020. Dúni Kaleo Lársson Karlanafnið Dúni var samþykkt og tekur veika beygingu. Nefndin féllst einnig á kenninafnið Lársson, þar sem umsækjandi óskaði eftir því að barnið yrði kennt við föður sinn aðnafni Laurentiu, þó aðlagað að íslensku. Þá má einnig heita Matheó og Kaleo. Nefndin tekur fram að nafnið Kaleo eigi sér enga hefð í íslensku en bendir á að það sé tökunafn frá Bandaríkjunum og ritað með þessum hætti í ensku máli. Mikið fjör var á tónleikum Kaleo í Vaglaskógi í júlí. Vísir/Viktor Freyr Telst því hefð fyrir rithætti Kaleo á sama grundvelli og nafnsins Sky, þ.e. að rithátturinn sé gjaldgengur í veitimáli og nafnið ekki ritháttarafbrigði rótgróins nafns. Nefndinni barst erindi um nafnið Kaleó þriðjudaginn 29. júlí, þ.e. aðeins nokkrum dögum eftir að tónleikar samnefndrar hljómsveitar í Vaglaskógi voru haldnir. Nicolai, Torben og Teodor voru einnig samþykkt sem karlanöfn. Hamína Raggý Emhild Nú má einnig heita Anída og Josephine. Hið síðarnefnda er borið af tveimur Íslendingum og kemur nafnið fyrir fyrir í átta manntölum frá 1703–1920. Það telst því vera hefð fyrir hefð fyrir rithætti nafnsins samkvæmt vinnulagsreglum Mannanafnanefndar. Kvenkynsnöfnin Raggý, Hamína, Emhild og Inganna voru einnig samþykkt.
Mannanöfn Tónleikar á Íslandi Tónlist Hinsegin Kaleo Barnalán Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira