Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. ágúst 2025 21:15 FH gat fagnað sigri í fyrsta sinn á útivelli í sumar. vísir Breiðablik tók á móti FH í einhverjum furðulegasta leik sumarsins. Níu mörk voru skoruð í heildina, Breiðablik komst tvisvar yfir í fyrri hálfleik, lenti svo þremur mörkum undir í seinni hálfleik en var næstum því búinn að jafna undir lokin. Lokatölur urðu 4-5 fyrir FH og þeirra helsta hetja var Bragi Karl Bjarkason, sem átti einhverja bestu innkomu sumarsins. Sigurinn fleytir FH upp í sjötta sæti deildarinnar og fimm stigum frá fallsvæðinu með 25 stig, jafnt Fram að stigum en þeir eiga leik til góða á morgun. Breiðablik situr hins vegar eftir í sárum, í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Víkingi sem vann ÍA og fimm stigum á eftir Val sem missteig sig harkalega gegn ÍBV. Byrjaði hægt en svo flaug allt af stað FH tók sér tíu mínútur í að byrja leikinn almennilega en tók svo algjörlega yfir. Breiðablik var í miklu brasi, missti menn og bolta oft inn fyrir vörnina og fékk á sig nokkur dauðafæri. Þrjú mörk á tíu mínútum Þvert gegn gangi leiksins tók Breiðablik forystuna á 26. mínútu, Davíð Ingvarsson var þar á ferðinni, kom úr djúpu hlaupi og fékk frábæra fyrirgjöf frá Kristni Steindórssyni sem hann stýrði í netið. Sjö mínútum síðar skoraði FH verðskuldað jöfnunarmark. Kristján Flóki fékk háa sendingu yfir vörnina frá Kjartani Kára, kom á ferðinni og kláraði færið vel í fyrstu snertingu, milli fóta markmannsins. FH-ingar lærðu hins vegar ekki af mistökum og fengu á sig alveg eins mark og þeir skoruðu, aðeins þremur mínútum síðar. Damir Muminovic gaf háa sendingu inn fyrir vörnina, Davíð Ingvarsson kom á ferðinni og kláraði í fyrsta en skoraði sitt annað mark. Mögulega verður markið skráð sem sjálfsmark hjá Birki Val, boltinn var á leiðinni á markið eftir snertingu Davíðs, Birkir reyndi svo að hreinsa en skaut honum í eigið mark. Blikar yfir í hálfleik en það breyttist fljótt Þrjú mörk skoruð á aðeins tíu mínútum, bæði lið í léttu áfalli eftir þau átök og gerðu lítið fram að hálfleik. FH-ingar fóru mjög svekktir inn í búningsherbergi eftir að hafa verið betri aðilinn framan af, en þeir áttu aldeilis eftir að snúa leiknum við í seinni hálfleik. Tæpar tvær mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum þegar Björn Daníel jafnaði leikinn á ný. Kjartan Kári átti aftur stoðsendinguna, flott fyrirgjöf í þetta sinn sem rataði á miðjan teiginn, Björn Daníel kom á ferðinni og skallaði boltann í netið. Bragi með bestu innkomu sumarsins Á 54. mínútu kom Bragi Karl Bjarkason inn á völlinn og gjörbreytti leiknum. Hann skoraði með sinni fyrstu snertingu og setti svo annað mark með sinni annarri snertingu. Einhver ótrúlegasta innkoma sem sést hefur. Bæði mörkin eftir stoðsendingar Böðvars Böðvarssonar, hann lagði boltann fyrst út í teiginn fyrir Braga og gaf svo háa sendingu inn fyrir vörnina á hann. Damir Muminovic hefði líklega átt að éta þann bolta en snertingin sem hann náði lagði boltann eiginlega bara betur fyrir Braga. Bragi breytti leiknum algjörlega með sinni innkomu og FH var skyndilega komið 2-4 yfir. Sigurður Bjartur bætti við áður en Breiðablik tók aftur við sér Sigurður Bjartur skoraði flott skallamark eftir fyrirgjöf Birkis Vals og kom FH þremur mörkum yfir, flestir héldu að þarna hefði Sigurður gert út af við leikinn en Breiðablik barðist til baka. Kristófer Ingi Kristinsson, einn af fimm varamönnum sem Breiðablik setti inn á í seinni hálfleik, minnkaði muninn með fínni vinstri fótar afgreiðslu á 84. mínútu. Ásgeir Helgi Orrason skoraði svo glæsilegt flugskallamark á 89. mínútu, eftir fyrirgjöf Kristins Jónssonar með hægri fæti. Staðan þá orðin 4-5 en of langt var liðið á leikinn fyrir Breiðablik. Heimamenn héldu áfram að ógna og hefðu eflaust sett jöfnunarmark ef þeir hefðu haft lengri tíma. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi von bráðar. Hvað gerist næst? Breiðablik er á leið í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni og vert er að taka fram að margir lykilleikmenn liðsins voru hvíldir í dag vegna þess. Breiðablik tekur á móti Virtus frá San Marínó á fimmtudaginn, fær svo frí frá Bestu deildinni um næstu helgi og mætir Virtus aftur þarnæsta fimmtudag úti í San Marínó. FH fær hins vegar ekkert frí Bestu, og vill eflaust ekkert frí miðað við flugið sem Hafnfirðingar eru á. Tveir sigrar í röð og þeir geta fylgt þeim eftir þegar ÍBV kemur í heimsókn næsta sunnudag. Atvik leiksins Um það verður ekki deilt, innkoma Braga Karls gjörbreytti þessum leik. Sjaldan hefur maður séð jafn kraftmikinn varamann, skoraði tvö mörk á innan við fimm mínútum og var á þrennunni en þrumaði boltanum þá yfir. Stjörnur og skúrkar Títtnefnur Bragi Karl var stjarnan sem skein skærast í Kópavogi en margir aðrir eiga mikið hrós skilið. FH liðið allt auðvitað, fyrir sinn seinni hálfleik, en sérstaklega: Kjartan Kári, Böðvar Böðvarsson og Sigurður Bjartur. Fyrrnefndu mennirnir tveir með tvær stoðsendingar hvor og Sigurður setti fimmta markið, sem átti eftir að reynast FH dýrmætt. Skúrkarnir hjá Breiðabliki eru margir en helst er það þjálfarinn Halldór Árnason, sem hvíldi marga lykilleikmenn í kvöld og gaf FH mun betra tækifæri til að vinna leikinn. Annars átti enginn leikmaður Breiðabliks neinn afbragðs leik, flestir frekar slakir í kvöld og ekki allir sem geta kennt þreytu um það. Dómarar Lítið út á Twana og hans teymi að setja. Kannski hefði mátt bæta örlitlu meira en fjórum mínútum við leikinn, Blikarnir hefðu allavega þegið það og það voru alveg forsendur fyrir því í sex marka seinni hálfleik með mörgum skiptinum. Stemning 813 áhorfendur á Kópavogsvellinum í kvöld, sem er vel undir meðalmætingu. Stuðningsmenn beggja liða líka að glíma við bikarþynnku eftir úrslitaleik kvennaliða Breiðabliks og FH á Laugardalsvellinum í gær. Leikurinn sá samt alveg um sig sjálfur og þurfti lítinn stuðning til að verða hin mesta skemmtun. Viðtöl „Vona bara að ég hafi spilað fótbolta sem þjálfari Breiðabliks er ánægður með“ Kjartan Henry stóð á hliðarlínunni í stað Heimis Guðjónssonar, sem nældi sér í taktískt rautt spjald í síðasta leik gegn ÍA. Vísir/Arnar „Frábær sigur og góð liðsheild. Við erum að verða skemmtikraftar deildarinnar“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, eftir leik. Hann vonar að Halldór Árnason verði ekki ósáttur út í sig. „Ég held að allir sem horfðu á þennan leik, hlutlausir eða ekki, hafi fundist hann skemmtilegur. Þetta var kannski full tæpt þarna í lokin, þegar þeir lágu á okkur, en frábær sigur og gott að geta tengt saman tvo sigra“ sagði Kjartan einnig. Kjartan sagði Breiðablik hafa gert vel að koma sér aftur inn í leikinn og taldi öflugan varamannabekk meðal annars ástæðuna fyrir því, auk þess sem FH breytti leikskipulagi sínu aðeins. Breytingin var til hins verra en FH hélt engu að síður út og fór með sigurinn. „FH var ekki að fara að tapa á móti Breiðablik tvo daga í röð“ sagði Kjartan, sár eftir tap FH í bikarúrslitaleik kvenna í gærkvöldi. Gunnlaugur Jónsson spurði Kjartan að lokum hvort hann hefði verið smeykur undir lok leiks. „Já, ég væri að ljúga að þér annars. Þóttist vera alveg slakur en auðvitað. Breiðablik er frábært lið og ég vona bara að ég hafi spilað fótbolta sem þjálfari Breiðabliks er ánægður með.“ „Þeir gerðu vel en við verðum bara að gera betur“ Halldór Árnason, þungur á brún. Vísir / Hulda Margrét „Ég vildi að ég hefði svar“ sagði Halldór Árnason, aðspurður hvað hefði klikkað hjá Breiðabliki í upphafi seinni hálfleiks. „Þeir gerðu vel en við verðum bara að gera betur. Við getum ekki kastað leiknum frá okkur á örfáum mínútum“ hélt hann svo áfram. Halldór átti erfitt með að ná utan um leikinn og taldi upp margt sem honum fannst skrítið við leik Breiðabliks í kvöld. „Maður þyrfti að sjá þetta aftur en annan leikinn í röð fáum við mark á okkur í byrjun seinni hálfleiks sem er óásættanlegt“ sagði Halldór og reyndi að rifja upp markaflóðið sem lak inn hjá Breiðabliki í kvöld en átti aftur erfitt með. Hann var svo spurður hvort Evrópuálagið væri farið að segja til sín, hvort menn hefðu mætt í þennan leik heilshuga. „Við erum búnir að vita það frá því að við byrjuðum undirbúningstímabilið að ef við myndum ná markmiðum okkar þá yrði mikið álag. Við erum búnir að búa okkur undir það, andlega og líkamlega. Við getum ekki farið að skella sökinni á það núna, það er ekki hægt. En það vita allir sem hafa þekkingu á mannslíkamanum og þjálfunarfræðum að þetta er mikið álag…“ Halldór sagðist hins vegar ekki áhyggjufullur fyrir umspilið gegn Virtus og virkaði þakklátur fyrir að fá frí frá Bestu deildinni um næstu helgi. Besta deild karla Breiðablik FH
Breiðablik tók á móti FH í einhverjum furðulegasta leik sumarsins. Níu mörk voru skoruð í heildina, Breiðablik komst tvisvar yfir í fyrri hálfleik, lenti svo þremur mörkum undir í seinni hálfleik en var næstum því búinn að jafna undir lokin. Lokatölur urðu 4-5 fyrir FH og þeirra helsta hetja var Bragi Karl Bjarkason, sem átti einhverja bestu innkomu sumarsins. Sigurinn fleytir FH upp í sjötta sæti deildarinnar og fimm stigum frá fallsvæðinu með 25 stig, jafnt Fram að stigum en þeir eiga leik til góða á morgun. Breiðablik situr hins vegar eftir í sárum, í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Víkingi sem vann ÍA og fimm stigum á eftir Val sem missteig sig harkalega gegn ÍBV. Byrjaði hægt en svo flaug allt af stað FH tók sér tíu mínútur í að byrja leikinn almennilega en tók svo algjörlega yfir. Breiðablik var í miklu brasi, missti menn og bolta oft inn fyrir vörnina og fékk á sig nokkur dauðafæri. Þrjú mörk á tíu mínútum Þvert gegn gangi leiksins tók Breiðablik forystuna á 26. mínútu, Davíð Ingvarsson var þar á ferðinni, kom úr djúpu hlaupi og fékk frábæra fyrirgjöf frá Kristni Steindórssyni sem hann stýrði í netið. Sjö mínútum síðar skoraði FH verðskuldað jöfnunarmark. Kristján Flóki fékk háa sendingu yfir vörnina frá Kjartani Kára, kom á ferðinni og kláraði færið vel í fyrstu snertingu, milli fóta markmannsins. FH-ingar lærðu hins vegar ekki af mistökum og fengu á sig alveg eins mark og þeir skoruðu, aðeins þremur mínútum síðar. Damir Muminovic gaf háa sendingu inn fyrir vörnina, Davíð Ingvarsson kom á ferðinni og kláraði í fyrsta en skoraði sitt annað mark. Mögulega verður markið skráð sem sjálfsmark hjá Birki Val, boltinn var á leiðinni á markið eftir snertingu Davíðs, Birkir reyndi svo að hreinsa en skaut honum í eigið mark. Blikar yfir í hálfleik en það breyttist fljótt Þrjú mörk skoruð á aðeins tíu mínútum, bæði lið í léttu áfalli eftir þau átök og gerðu lítið fram að hálfleik. FH-ingar fóru mjög svekktir inn í búningsherbergi eftir að hafa verið betri aðilinn framan af, en þeir áttu aldeilis eftir að snúa leiknum við í seinni hálfleik. Tæpar tvær mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum þegar Björn Daníel jafnaði leikinn á ný. Kjartan Kári átti aftur stoðsendinguna, flott fyrirgjöf í þetta sinn sem rataði á miðjan teiginn, Björn Daníel kom á ferðinni og skallaði boltann í netið. Bragi með bestu innkomu sumarsins Á 54. mínútu kom Bragi Karl Bjarkason inn á völlinn og gjörbreytti leiknum. Hann skoraði með sinni fyrstu snertingu og setti svo annað mark með sinni annarri snertingu. Einhver ótrúlegasta innkoma sem sést hefur. Bæði mörkin eftir stoðsendingar Böðvars Böðvarssonar, hann lagði boltann fyrst út í teiginn fyrir Braga og gaf svo háa sendingu inn fyrir vörnina á hann. Damir Muminovic hefði líklega átt að éta þann bolta en snertingin sem hann náði lagði boltann eiginlega bara betur fyrir Braga. Bragi breytti leiknum algjörlega með sinni innkomu og FH var skyndilega komið 2-4 yfir. Sigurður Bjartur bætti við áður en Breiðablik tók aftur við sér Sigurður Bjartur skoraði flott skallamark eftir fyrirgjöf Birkis Vals og kom FH þremur mörkum yfir, flestir héldu að þarna hefði Sigurður gert út af við leikinn en Breiðablik barðist til baka. Kristófer Ingi Kristinsson, einn af fimm varamönnum sem Breiðablik setti inn á í seinni hálfleik, minnkaði muninn með fínni vinstri fótar afgreiðslu á 84. mínútu. Ásgeir Helgi Orrason skoraði svo glæsilegt flugskallamark á 89. mínútu, eftir fyrirgjöf Kristins Jónssonar með hægri fæti. Staðan þá orðin 4-5 en of langt var liðið á leikinn fyrir Breiðablik. Heimamenn héldu áfram að ógna og hefðu eflaust sett jöfnunarmark ef þeir hefðu haft lengri tíma. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi von bráðar. Hvað gerist næst? Breiðablik er á leið í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni og vert er að taka fram að margir lykilleikmenn liðsins voru hvíldir í dag vegna þess. Breiðablik tekur á móti Virtus frá San Marínó á fimmtudaginn, fær svo frí frá Bestu deildinni um næstu helgi og mætir Virtus aftur þarnæsta fimmtudag úti í San Marínó. FH fær hins vegar ekkert frí Bestu, og vill eflaust ekkert frí miðað við flugið sem Hafnfirðingar eru á. Tveir sigrar í röð og þeir geta fylgt þeim eftir þegar ÍBV kemur í heimsókn næsta sunnudag. Atvik leiksins Um það verður ekki deilt, innkoma Braga Karls gjörbreytti þessum leik. Sjaldan hefur maður séð jafn kraftmikinn varamann, skoraði tvö mörk á innan við fimm mínútum og var á þrennunni en þrumaði boltanum þá yfir. Stjörnur og skúrkar Títtnefnur Bragi Karl var stjarnan sem skein skærast í Kópavogi en margir aðrir eiga mikið hrós skilið. FH liðið allt auðvitað, fyrir sinn seinni hálfleik, en sérstaklega: Kjartan Kári, Böðvar Böðvarsson og Sigurður Bjartur. Fyrrnefndu mennirnir tveir með tvær stoðsendingar hvor og Sigurður setti fimmta markið, sem átti eftir að reynast FH dýrmætt. Skúrkarnir hjá Breiðabliki eru margir en helst er það þjálfarinn Halldór Árnason, sem hvíldi marga lykilleikmenn í kvöld og gaf FH mun betra tækifæri til að vinna leikinn. Annars átti enginn leikmaður Breiðabliks neinn afbragðs leik, flestir frekar slakir í kvöld og ekki allir sem geta kennt þreytu um það. Dómarar Lítið út á Twana og hans teymi að setja. Kannski hefði mátt bæta örlitlu meira en fjórum mínútum við leikinn, Blikarnir hefðu allavega þegið það og það voru alveg forsendur fyrir því í sex marka seinni hálfleik með mörgum skiptinum. Stemning 813 áhorfendur á Kópavogsvellinum í kvöld, sem er vel undir meðalmætingu. Stuðningsmenn beggja liða líka að glíma við bikarþynnku eftir úrslitaleik kvennaliða Breiðabliks og FH á Laugardalsvellinum í gær. Leikurinn sá samt alveg um sig sjálfur og þurfti lítinn stuðning til að verða hin mesta skemmtun. Viðtöl „Vona bara að ég hafi spilað fótbolta sem þjálfari Breiðabliks er ánægður með“ Kjartan Henry stóð á hliðarlínunni í stað Heimis Guðjónssonar, sem nældi sér í taktískt rautt spjald í síðasta leik gegn ÍA. Vísir/Arnar „Frábær sigur og góð liðsheild. Við erum að verða skemmtikraftar deildarinnar“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, eftir leik. Hann vonar að Halldór Árnason verði ekki ósáttur út í sig. „Ég held að allir sem horfðu á þennan leik, hlutlausir eða ekki, hafi fundist hann skemmtilegur. Þetta var kannski full tæpt þarna í lokin, þegar þeir lágu á okkur, en frábær sigur og gott að geta tengt saman tvo sigra“ sagði Kjartan einnig. Kjartan sagði Breiðablik hafa gert vel að koma sér aftur inn í leikinn og taldi öflugan varamannabekk meðal annars ástæðuna fyrir því, auk þess sem FH breytti leikskipulagi sínu aðeins. Breytingin var til hins verra en FH hélt engu að síður út og fór með sigurinn. „FH var ekki að fara að tapa á móti Breiðablik tvo daga í röð“ sagði Kjartan, sár eftir tap FH í bikarúrslitaleik kvenna í gærkvöldi. Gunnlaugur Jónsson spurði Kjartan að lokum hvort hann hefði verið smeykur undir lok leiks. „Já, ég væri að ljúga að þér annars. Þóttist vera alveg slakur en auðvitað. Breiðablik er frábært lið og ég vona bara að ég hafi spilað fótbolta sem þjálfari Breiðabliks er ánægður með.“ „Þeir gerðu vel en við verðum bara að gera betur“ Halldór Árnason, þungur á brún. Vísir / Hulda Margrét „Ég vildi að ég hefði svar“ sagði Halldór Árnason, aðspurður hvað hefði klikkað hjá Breiðabliki í upphafi seinni hálfleiks. „Þeir gerðu vel en við verðum bara að gera betur. Við getum ekki kastað leiknum frá okkur á örfáum mínútum“ hélt hann svo áfram. Halldór átti erfitt með að ná utan um leikinn og taldi upp margt sem honum fannst skrítið við leik Breiðabliks í kvöld. „Maður þyrfti að sjá þetta aftur en annan leikinn í röð fáum við mark á okkur í byrjun seinni hálfleiks sem er óásættanlegt“ sagði Halldór og reyndi að rifja upp markaflóðið sem lak inn hjá Breiðabliki í kvöld en átti aftur erfitt með. Hann var svo spurður hvort Evrópuálagið væri farið að segja til sín, hvort menn hefðu mætt í þennan leik heilshuga. „Við erum búnir að vita það frá því að við byrjuðum undirbúningstímabilið að ef við myndum ná markmiðum okkar þá yrði mikið álag. Við erum búnir að búa okkur undir það, andlega og líkamlega. Við getum ekki farið að skella sökinni á það núna, það er ekki hægt. En það vita allir sem hafa þekkingu á mannslíkamanum og þjálfunarfræðum að þetta er mikið álag…“ Halldór sagðist hins vegar ekki áhyggjufullur fyrir umspilið gegn Virtus og virkaði þakklátur fyrir að fá frí frá Bestu deildinni um næstu helgi.
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn