Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Smári Jökull Jónsson og Agnar Már Másson skrifa 16. ágúst 2025 12:59 „Það var vel gengið frá öllum listaverkum og það var ekkert á gólfinu sem flæddi um,“ segir slökkviliðsmaður um ástandið á Kjarvalsstöðum. Annars staðar var staðan ekki eins góð. Samsett mynd Víða er tjón eftir mikið vatnaveður sem reið yfir höfuðborgarsvæðið síðdegis í gær. Vatn lak inn í kjallara á Kjarvalsstöðum í Reykjavík en málverk urður ekki fyrir skemmdum. Í heimahúsum fór vatn að flæða upp úr klósettum og niðurföllum. Gríðarlegt vatnsveður gekk yfir höfuðborgarsvæðið í gær en á fjörutíu mínútna tímabili var slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út átján sinnum vegna vatnsleka. Mestur viðbúnaður var við Kjarvalsstaði en þar flæddi vatn inn í kjallara þar sem listaverk eru geymd. Betur fór en á horfðist og er talið að tjón hafi aðeins orðið á innanstokksmunum að sögn Guðmundar Guðjónssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu. „Það var vel gengið frá öllum listaverkum og það var ekkert á gólfinu sem flæddi um. Sem betur fer náðist að dæla þessu í burtu áður en hlaust af tjón,“ segir Guðmundur hjá slökkviliðinu. Þá var slökkviliðið kallað að Hafnarhúsinu þar sem vatn hafði einnig komist inn sem og í heimahús. „Síðan eru þetta heimahús að vatn í flestum tilfellum kom upp úr klósettum eða niðurföllum. Það er ágætis áminning núna fyrir haustin að fylgjast vel með fráveitukerfinu okkar.“ Á tímabili voru allar stöðvar slökkviliðsins uppteknar í verkefnum og því þurfti að forgangsraða. „En við þurfum að fara á svæðið og meta hvert útkall fyrir sig. Svo hjálpuðum við íbúum í nokkrum húsum með því að fara með dælur til þeirra og skilja eftir þannig að íbúarnir sáu sjálfir um að dæla vatninu út, við sköffuðum bara búnað,“ segir Guðmundur. „Vissulega varð töluvert eignatjón hjá einhverjum íbúum á höfuðborgarsvæðinu þar sem innanstokksmunir og hlutir skemmdust þar sem flæddi upp úr niðurföllum og klósettum í kjöllurum. Við sáum eitthvað af tjóni en ég get ekki slegið á verðmæti, þetta getur verið töluvert tjón fyrir fólk.“ Þá urðu margir varir við þrumu- og eldingaveður sem gekk yfir á sama tíma. Sundlaugar voru tæmdar og þá er fólki ráðið frá að nýta heita potta við heimahús í slíku veðri. „Það er öruggast fyrir okkur það sjaldan þegar það gerist að það kemur eldingaveður á höfuðborgarsvæðinu að halda sig innandyra rétt á meðan það gengur yfir,“ sagði Guðmundur. Vatn Veður Slökkvilið Söfn Reykjavík Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Gríðarlegt vatnsveður gekk yfir höfuðborgarsvæðið í gær en á fjörutíu mínútna tímabili var slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út átján sinnum vegna vatnsleka. Mestur viðbúnaður var við Kjarvalsstaði en þar flæddi vatn inn í kjallara þar sem listaverk eru geymd. Betur fór en á horfðist og er talið að tjón hafi aðeins orðið á innanstokksmunum að sögn Guðmundar Guðjónssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu. „Það var vel gengið frá öllum listaverkum og það var ekkert á gólfinu sem flæddi um. Sem betur fer náðist að dæla þessu í burtu áður en hlaust af tjón,“ segir Guðmundur hjá slökkviliðinu. Þá var slökkviliðið kallað að Hafnarhúsinu þar sem vatn hafði einnig komist inn sem og í heimahús. „Síðan eru þetta heimahús að vatn í flestum tilfellum kom upp úr klósettum eða niðurföllum. Það er ágætis áminning núna fyrir haustin að fylgjast vel með fráveitukerfinu okkar.“ Á tímabili voru allar stöðvar slökkviliðsins uppteknar í verkefnum og því þurfti að forgangsraða. „En við þurfum að fara á svæðið og meta hvert útkall fyrir sig. Svo hjálpuðum við íbúum í nokkrum húsum með því að fara með dælur til þeirra og skilja eftir þannig að íbúarnir sáu sjálfir um að dæla vatninu út, við sköffuðum bara búnað,“ segir Guðmundur. „Vissulega varð töluvert eignatjón hjá einhverjum íbúum á höfuðborgarsvæðinu þar sem innanstokksmunir og hlutir skemmdust þar sem flæddi upp úr niðurföllum og klósettum í kjöllurum. Við sáum eitthvað af tjóni en ég get ekki slegið á verðmæti, þetta getur verið töluvert tjón fyrir fólk.“ Þá urðu margir varir við þrumu- og eldingaveður sem gekk yfir á sama tíma. Sundlaugar voru tæmdar og þá er fólki ráðið frá að nýta heita potta við heimahús í slíku veðri. „Það er öruggast fyrir okkur það sjaldan þegar það gerist að það kemur eldingaveður á höfuðborgarsvæðinu að halda sig innandyra rétt á meðan það gengur yfir,“ sagði Guðmundur.
Vatn Veður Slökkvilið Söfn Reykjavík Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira