Fótbolti

Hetjan Arnór stýrði fjölda­söng eftir leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arnór Ingvi Traustason tryggði Norrköping sterkan sigur í dag.
Arnór Ingvi Traustason tryggði Norrköping sterkan sigur í dag. ifknorrköping.se

Arnór Ingvi Traustason var heldur betur hrókur alls fagnaðar eftir sigur Norrköping gegn Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Norrköping og Elfsborg mættust í sannkölluðum Íslendingaslag í dag þar sem alls fimm Íslendingar eru á mála hjá liðunum tveimur. Þrír af fimm Íslendingum voru í byrjunarliðunum í dag og tveir þeirra skoruðu mark.

Það var að lokum Arnór Ingvi sem reyndist hetja Norrköping í leiknum, en hann tryggði liðinu 2-1 sigur með marki af vítapunktinum.

Í leikslok var Arnór svo hrókur alls fagnaðar og sá til þess að stuðningsmenn Norrköping skemmtu sér konunglega. Arnór tók í míkrafóninn og stýrði fjöldasöng á meðan stuðningsmenn liðsins sungu og trölluðu með, eins og sjá má í færslu Norrköping á Instagram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×