Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 17. ágúst 2025 17:36 Einn hnullungurinn staðnæmdist alveg upp við vegkantinn. Ingveldur Anna Sigurðardóttir Grjót hrundi úr Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í morgun og stór hnullungur fór yfir þjóðveginn. Þetta var á svipuðum stað og banaslys varð vegna grjóthruns í mars á þessu ári. Ingveldur Anna Sigurðardóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Varmahlíð, segir grjótið hafa hrunið snemma í nótt eða snemma í morgun. Verktaka hafi borist melding um hnullungana í morgun og fjarlægt þá. Einn hnullunganna þveraði þjóðveginn og mildi var að þar átti enginn leið hjá þegar það gerðist en í mars á þessu ári féll grjót á bíl þriggja kvenna sem óku eftir veginum á svipuðum stað með þeim afleiðingum að ein þeirra lést. Það er ekki að spyrja að því sem hefði gerst hefði einhver átt leið um vegarkaflann þegar hrunið varð.Ingveldur Anna Sigurðardóttir „Þetta er mjög sérstakur árstími að þetta gerist og sýnir fram á þörfina á að gera eitthvað þarna. Vanalega er þetta á haustin eða vorin en búið að rigna mjög mikið upp á síðkastið, útlandarigningar, þá losast eitthvað þarna uppi. Það er bara mildi að enginn slasaðist,“ segir Ingveldur. Lítið borist frá yfirvöldum Þörfin sé brýn en stjórnvöldum hafi verið fátt um svör. Ingveldi barst svar við skriflegri fyrirspurn sem hún beindi til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra en þar kom fram að aðgerðir við Holtsnúp væru ekki á dagskrá. Önnur svör hafa ekki borist. Ferðalagi hnullungsins lauk í síki, hinum megin vegarins.Ingveldur Anna Sigurðardóttir „Við höfum ekkert fengið. Sveitarfélagið hefur aðeins verið að skoða einhverjar lausnir en ekkert hefur borist frá Vegagerðinni og ekkert frá ráðuneytinu eða ráðherra. Verið sé að forgangsraða fjármunum í annað,“ segir Ingveldur. Vilja færa kaflann utar Hún og íbúar á svæðinu vilja að vegarkaflinn verði færður utar, lengra frá hlíðinni. „Það er langöruggast. Ég átta mig á því að í því felist meiri kostnaður, en á meðan það er ekki gert þá ætti að bregðast við með einhverjum hætti. Setja einhverjar skriðuvarnir og setja veginn á dagskrá,“ segir Ingveldur. Sjá einnig: Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ „Þetta hristir í manni. Maður horfir upp í fjall þegar maður keyrir í vinnuna fram og til baka. Það er mildi að þetta gerist yfir nótt þegar fáir eru á ferli,“ Rangárþing eystra Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Vegagerð Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Ingveldur Anna Sigurðardóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Varmahlíð, segir grjótið hafa hrunið snemma í nótt eða snemma í morgun. Verktaka hafi borist melding um hnullungana í morgun og fjarlægt þá. Einn hnullunganna þveraði þjóðveginn og mildi var að þar átti enginn leið hjá þegar það gerðist en í mars á þessu ári féll grjót á bíl þriggja kvenna sem óku eftir veginum á svipuðum stað með þeim afleiðingum að ein þeirra lést. Það er ekki að spyrja að því sem hefði gerst hefði einhver átt leið um vegarkaflann þegar hrunið varð.Ingveldur Anna Sigurðardóttir „Þetta er mjög sérstakur árstími að þetta gerist og sýnir fram á þörfina á að gera eitthvað þarna. Vanalega er þetta á haustin eða vorin en búið að rigna mjög mikið upp á síðkastið, útlandarigningar, þá losast eitthvað þarna uppi. Það er bara mildi að enginn slasaðist,“ segir Ingveldur. Lítið borist frá yfirvöldum Þörfin sé brýn en stjórnvöldum hafi verið fátt um svör. Ingveldi barst svar við skriflegri fyrirspurn sem hún beindi til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra en þar kom fram að aðgerðir við Holtsnúp væru ekki á dagskrá. Önnur svör hafa ekki borist. Ferðalagi hnullungsins lauk í síki, hinum megin vegarins.Ingveldur Anna Sigurðardóttir „Við höfum ekkert fengið. Sveitarfélagið hefur aðeins verið að skoða einhverjar lausnir en ekkert hefur borist frá Vegagerðinni og ekkert frá ráðuneytinu eða ráðherra. Verið sé að forgangsraða fjármunum í annað,“ segir Ingveldur. Vilja færa kaflann utar Hún og íbúar á svæðinu vilja að vegarkaflinn verði færður utar, lengra frá hlíðinni. „Það er langöruggast. Ég átta mig á því að í því felist meiri kostnaður, en á meðan það er ekki gert þá ætti að bregðast við með einhverjum hætti. Setja einhverjar skriðuvarnir og setja veginn á dagskrá,“ segir Ingveldur. Sjá einnig: Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ „Þetta hristir í manni. Maður horfir upp í fjall þegar maður keyrir í vinnuna fram og til baka. Það er mildi að þetta gerist yfir nótt þegar fáir eru á ferli,“
Rangárþing eystra Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Vegagerð Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira